Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

235. fundur 06. apríl 2016 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

1.2.Starfsáætlun Hlymsdalir 2016

Málsnúmer 201603073

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

1.3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

1.4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016

Málsnúmer 201603060

Árni Kristinsson formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Einnig tók til máls um starfsáætlunina Stefán Bogi Sveinsson.

3.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 201604002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, ásamt endurskoðunarskýrslu.
Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.
Einnig tók Anna Alexandersdóttir til máls um
ársreikninginn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs 2015 til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 334

Málsnúmer 1603016

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum verkalýðsfélaga á svæðinu varðandi stöðu og þróun húsnæðismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 21

Málsnúmer 1603014

Fundargerðin lögð fram.

4.3.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2016

Málsnúmer 201603088

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn afgreiðslu stjórnar endurmenntunarsjóðs og úthlutun styrkja úr sjóðnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn endurskoðaðar reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018

Lagt fram til kynningar.

4.6.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Lagt fram erindi frá Fóðurblöndunni hf., dags. 10. mars 2016 með beiðni um framlengingu á leigusamningi vegna Miðvangs 31.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Fóðurblönduna um framlengingu leigusamnings til allt að eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að vinna umsókn til Fjarskiptasjóðs (Ísland ljóstengt), vegna lagnaleiðarinnar Lagarfoss - Brúarás og tenginga á þeirri leið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Umsókn um leyfi til að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2

Málsnúmer 201603103

Sjá lið 6.8.

4.9.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum

Málsnúmer 201603107

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.10.Héraðsskjalasafn Austfirðinga, beiðni um aukin rekstrarframlög

Málsnúmer 201602136

Lagt fram erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga, hvar óskað er eftir hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkt að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122

Í vinnslu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 335

Málsnúmer 1603019

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 4.10 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.10 og svaraði fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.4, 4.8 og 4.10. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 4.10 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.10 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

5.2.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016

Málsnúmer 201602152

Fundargerð aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016 lögð fram til kynningar.

5.3.Fundargerð 203.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201603125

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.4.Fundargerð 204.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201603152

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs og með vísan til liðar 2 d í fundargerð HEF, lýsir bæjarstjórn yfir áhuga á því að koma á tengingu hitaveitu og neysluvatns til Seyðisfjarðar, um væntanleg Fjarðarheiðargöng. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið nánar í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerð frá 15. mars 2016 lögð fram til kynningar.

5.6.Fundargerð 837. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603138

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.7.Fundargerðir Ársala bs. 2016

Málsnúmer 201602116

Fundargerðir frá 23. mars og fundargerð aðalfundar frá 29. mars 2016, ásamt ársreikningi 2015, lagðar fram til kynningar.

5.8.Þjónusta Vegagerðarinnar

Málsnúmer 201603151

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Í framhaldi af innsendum athugasemdum frá íbúum, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma á framfæri umræddum athugasemdum og afla upplýsinga um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í ljósi aðstæðna nýliðinna páska. Einnig verði óskað eftir svörum við tileknum spurningum sem komu fram á fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Málstofa í Háskólanum á Akureyri um samvinnu sveitarfélaga

Málsnúmer 201603153

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs ber bæjarstjóra falið að kanna áhuga kjörinna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á þátttöku í málstofunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Hólshjáleiga.

Málsnúmer 201604003

Í bæjarráði kom fram að tvö tilboð bárust í gamla íbúðarhúsið á Hólshjáleigu, auk fyrirspurna frá fleiri aðilum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út 29. apríl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn, að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Kristínu A. Atladóttur á grundvelli tilboðs hennar í íbúðarhúsið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 336

Málsnúmer 1604002

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 5.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.3 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.3.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 201604002

Afgreitt undir lið 2 í fundargerðinni.

6.2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201601231

Lögð fram til kynningar fundargerð samtaka orkusveitarfélaga frá 14. mars. sl.

6.3.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

Málsnúmer 201502121

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 22. mars 2016, með upplýsingum um stöðu mála varðandi þjóðveg 1 í Skriðdal og veg um Öxi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar upplýsingarnar og leggur áherslu á sem áður að Vegagerðin vinni markvisst að undirbúningi framkvæmdanna, með sérstaka áherslu á samninga við landeigendur um vegstæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Byggðaáætlun 2017-2023

Málsnúmer 201604008

Kynnt fundarboð frá Byggðastofnun um kynningarfund sem haldinn verður í Þingmúla í Valaskjálf miðvikudaginn 13. apríl frá kl. 17 - 19.

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.5.Safnastefna á sviði menningarminja - Austurland

Málsnúmer 201604009

Kynnt safnastefna á sviði menningarminja Austurlands, sem haldin verður á Hótel Öldunni á Seyðisfirði 11. apríl kl. 10:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur til að atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi, ásamt kjörnum fulltrúa úr nefndinni sæki fundinn fh. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43

Málsnúmer 1603018

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.4 og 6.6 og bar fram fyrirspurnir. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi liði 6.20 og 6.21 og bar fram fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.20 og 6.21 og svaraði fyrirspurn. Einnig ræddi hann liði 6.4 og 6.6 og svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Starfsmannamál 2016

Málsnúmer 201603119

Lagt fram til kynningar.

7.2.Almenningssamgöngur 2016

Málsnúmer 201601057

Í vinnslu.

7.3.Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603076

Í vinnslu.

7.4.Samþykkt um fráveitur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506044

Erindi dagsett 12. mars 2016 þar sem Helga Hreinsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirlits Austurlands, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins og Hitaveitu Egilsstaða og Fella, þannig að ekki orki tvímælis að kröfu HAUST um forhreinsun fráveitunnar byggist á styrkum grunni. Óskað er eftir að í fráveitusamþykktinni verði sett ákvæði um hámark olíu, fitu, lífrænna efna o.þ.h. sem losa má inn á fráveitukerfi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og styður það að í nýrri fráveitusamþykkt fyrir sveitarfélagið verði sett inn ákvæði um hámark olíu, fitu, lífrænna efna o.þ.h. sem losa má inn á fráveitukerfi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur sem er á milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls, Vatnajökulsþjóðgarði. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 09.03. 2016 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 09.03. 2016 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús og salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 og var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga, frestur til að skila athugasemdum var frá 29. janúar til 12. mars 2015. Þar sem of langur tími er liðinn frá athugasemdafresti samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga þarf að auglýsa tillöguna að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Umsókn um starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu

Málsnúmer 201603104

Erindi dagsett 11.03. 2016 þar sem Guðrún Huld Birgisdóttir f.h. Samgöngustofu óskar eftir umsögn sveitarstjórnar, skv. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigu, vegna umsóknar Guðmundar Bjarna Björgvinssonar, kt. 171072-3609 f.h. Grand Iceland - Í 2552 ehf. kt. 640502-2820, um að reka ökutækjaleigu að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Áætlaðar eru fjórar bifreiðar til útleigu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að starfsstöð ökutækjaleigunnar verði að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Í ljósi þess að starfsstöðin er í íbúðarhverfi, þá gerir bæjarstjórn þá kröfu að bílastæði innan lóðar rúmi þann bílafjölda sem ætlaður er til leigunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 16.03. 2016 vegna skipulagsáforma við Snæfellsskála, Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu, gert er ráð fyrir stækkun salernisaðstöðu og bættu aðgengi fatlaðra. Einnig er gert ráð fyrir byggingu nýs skála fyrir landverði og hnakkageymslu við hestagirðingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.8.Umsókn um leyfi til að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2

Málsnúmer 201603103

Í vinnslu.

7.9.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201603007

Lögð eru fram tillaga að viðauka við lóðarleigusamning um lóð undir Sigurðarskála og tengd mannvirki við Kverkfjöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að kynna forsætisráðuneytinu tillöguna. Bæjarstjórn telur að þrátt fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki leyfisveitingavald samkvæmt þjóðlendulögum, þá sé rétt að ráðuneytið beri samninginn undir þjóðgarðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.10.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Í vinnslu.

7.11.Göngustígur og hjólreiðastígur við Fljótið

Málsnúmer 201603003

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 29.02. 2016, þar sem fram kemur hugmynd um gerð göngu- og hjólreiðastígs við Lagarfljót. Málið var áður á dagskrá 09.03. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn undir hugmyndina. Samþykkt að hugmyndin verði nýtt í framtíðarvinnu við göngu- og hjólreiðastíga í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.12.Leiktæki og hengirúm eða rólur í Selskóg

Málsnúmer 201603002

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 29.02. 2016, þar sem fram kemur hugmynd um bætta aðstöðu í Selskógi. Málið var áður á dagskrá 09.03. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn undir hugmyndina og vísar henni til endurskoðunar á deiliskipulagi fyrir Selskóginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.13.Yrkjusjóður beiðni um stuðning 2016

Málsnúmer 201602163

Erindi dagsett 26.02. 2016 þar sem Yrkjusjóður, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna framlaga sjóðsins til plöntukaupa, en í gegn um tíðina hafa skólar nokkurra sveitarfélaga fengið úthlutað trjáplöntum úr sjóðnum. Málið var áður á dagskrá 09.03. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.14.Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201602058

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02. 2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn. Fyrir liggur tilnefning áhugahópsins á fulltrúum í vinnuhóp´um málið. Málið var áður á dagskrá 09.03. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Árna Kristinsson og Þórhall Borgarsson í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.15.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201603059

Í vinnslu.

7.16.Fellaskóli viðgerðir

Málsnúmer 201603040

Til umræðu eru fyrirhuguð framkvæmd í Fellaskóla og Tjarnarási 9. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um framkvæmdirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ráðist verði í viðhaldsverkefni á þökum Fellaskóla og Þjónustumiðstöðvarinnar að Tjarnarási 9.
Þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum verkefnum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, samþykkir bæjarstjórn að vísa fjármögnun verkefnanna til bæjarráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.17.Umsagnarbeiðni vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201603033

Erindi dagsett 02.03. 2016 þar sem Davíð Þór Sigurðarson kt. 200983-5999, eigandi DOS samsteypunnar ehf., óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir, landnúmer 218548. Fyrir liggur umsögn héraðsráðunautar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir. Bent er á að gera þarf viðeigandi skipulagsbreytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.18.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201603113

Í vinnslu.

7.19.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá/ný lóð

Málsnúmer 201603115

Erindi innfært 17. mars 2016 þar sem Sigmundur Kristján Stefánsson kt. 130760-2369 óskar eftir stofnun tveggja lóða úr landi Dratthalastaða, landnúmer 157181, samkvæmt 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skiplagsfulltrúa að stofna lóðirnar í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.20.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar

Málsnúmer 201603114

Erindi dagsett 14. mars 2016 þar sem Stefanía Katrín Karlsdóttir kt. 280164-4109 óskar eftir að sveitarfélagið veiti jákvæða umsögn vegna umsóknar um að selja gistingu í íbúðinni að Hléskógum 1-5 fastanúmer 217-5692.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að umhverfis- og framkvæmdanefnd gefur ekki umsögn um sölu gistingar, en felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa umsögn um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.21.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

Málsnúmer 201603112

Erindi í tölvupósti dagsett 8. mars 2016 þar sem Jóna Björt Friðriksdóttir kt. 120781-4059 sækir um leyfi til að starfrækja sölu gistingar í íbúðarhúsi sínu að Bláskógum 10, Egilsstöðum, frá 1. júní til 31. ágúst 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.22.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

7.23.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44

Málsnúmer 1603022

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 7.6. og úrskurðaði forseti hana vanhæfa.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Almenningssamgöngur 2016

Málsnúmer 201601057

Lögð var fram í umhverfis- og framkvæmdanefnd útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir þann hluta útboðs-og verklýsingarinnar sem fjalla um almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Fljótið og þann hluta sem snýr að sérstökum reglubundnum fólksflutningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603076

Lögð eru fram drög að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði.
Málið var áður á dagskrá 22.3. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög og felur starfsmanni að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Í vinnslu.

8.4.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201603113

Lögð eru fram drög að starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn starfsáætlunina. Sá fyrirvari er þó hafður á að vegna óvissu um fjármagn til viðgerða á þökum Fellaskóla og Tjarnaráss 9, þá kann starfsáætlunin að taka breytingum þegar fyrir liggur hvernig eigi að fjármagna ofangreindar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 22. mars 2016 fyrir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Ásgeirsstaða í samræmi við gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201602051

Erindi dags. 04.02. 2016, þar sem Björn Sveinsson f.h. eiganda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Lagarfelli 3, Fellabæ. Aðalteikningar eru unnar af Birni Sveinssyni hjá Verkís.
Málið var áður á dagskrá 10.02. 2016. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir/ábendingar bárust frá tveimur aðilum:
1)Vigni Elvari Vignissyni innfært 21.03. 2016 þar sem gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:
1.1) Fjarlægð byggingar frá götu skerðir útsýni ökumanna sem koma niður Lagarfellið að gangbraut við Norðurlandsveg.
1.2) Ekki gerð grein fyrir bílastæðum á lóðinni.
1.3) Vantar að setja á uppdrátt fjarlægð byggingar frá lóðamörkum Lagarfelli 1.
1.4) Bent er á að hafa skal fegurðarsjónarmið að leiðarljósi við hönnun bygginga.

2) Halldóri Jóni Halldórssyni í tölvupósti dagsett 07.03. 2016 þar sem gerð er athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir bílastæðum á lóðinni.


Svör við athugasemdum:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að byggingin skerði ekki útsýni ökumanna að gatnamótum.
Nefndin samþykkir að brugðist skuli við athugasemdum hvað varðar bílastæði, gert verði ráð fyrir 6 bílastæðum innan lóðar og tilfærslu byggingarinnar til vesturs að horni núverandi byggingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afgreiða málið, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en einn var fjarverandi (SBl.)

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 19

Málsnúmer 1603011

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.1 og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 8.1. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 8.1 og svaraði fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 8.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 8.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.1 og 8.6. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 8.6 og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 8.1 og 8.6.

Fundargerðin lögð fram.

9.1.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að tómstundanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, sem stýrt er af tómstunda og forvarnafulltrúa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.


Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir mótun æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Málið var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar. Þá var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi einstaklingar skipi starfshóp um gerð stefnu í æskulýðsmálum fyrir sveitarfélagið: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Árni Ólason, Þorgeir Arason og Margrét Dögg Guðgeirsdóttir. Starfshópurinn skipi sér formann. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.2.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035

Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt til að myndaður verði starfshópur sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela íþrótta- og tómstundanefnd að vinna drög að nýjum samningi við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar verði skipaðir sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs í starfshóp sem vinni framtíðarstefnumótun fyrir golfstarfsemi í sveitarfélaginu; Adda Birna Hjálmarsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Þór Sigurbjörnsson og Jónína Brynjólfsdóttir. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur þegar tilnefnt sína fulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.3.Greinargerð fimleikadeildar Hattar vegna keppnisútbúnaðar

Málsnúmer 201603037

Í vinnslu.

9.4.Umsókn um styrk vegna torfærukeppna.

Málsnúmer 201602161

Fyrir liggur styrkbeiðni, dagsett 26. febrúar 2016, frá Ólafi Braga Jónssyni vegna þátttöku í Íslandsmeistaramóti í torfæru, bílasýningu í Bretlandi og sýningarkeppni í Bandaríkjunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Ólafur Bragi verði styrktur til þátttöku í heimsmeistarakeppni á Hellu í sumar um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.5.Tour de Ormurinn 2016, beiðni um stuðning við hjólreiðakeppnina

Málsnúmer 201603136

Í vinnslu.

9.6.Frístund opin á sumrin fyrir nemendur yngsta stigs

Málsnúmer 201601010

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að frístund sé opin í sumar fyrir nemendur yngsta stigs.

Erindið var tekið fyrir í fræðslunefnd 8. mars 2016 og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar með ósk um að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á vegum nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrir framkomna tillögu og leggur til að hún verði tekin til skoðunar við gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið, en bendir á að að ekki er gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun ársins 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201603079

Í vinnslu.

9.8.Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 201603132

Lagt fram til kynningar.

10.Félagsmálanefnd - 142

Málsnúmer 1602013

Fundargerðin lögð fram.

10.1.Reglur um fjárhagsaðstoð 2016

Málsnúmer 201603068

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

10.2.Reglur um liðveislu 2016

Málsnúmer 201603069

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

10.3.Húsaleigubætur 2015

Málsnúmer 201603071

Lagt fram til kynningar.

10.4.Reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2015

Málsnúmer 201602030

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.