Umsókn um starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu

Málsnúmer 201603104

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Erindi dagsett 11.03.2016 þar sem Guðrún Huld Birgisdóttir f.h. Samgöngustofu óskar eftir umsögn sveitarstjórnar, skv. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigu, vegna umsóknar Guðmundar Bjarna Björgvinssonar, kt. 171072-3609 f.h. Grand Iceland - Í 2552 ehf. kt. 640502-2820, um að reka ökutækjaleigu að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Áætlaðar eru fjórar bifreiðar til útleigu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að starfsstöð ökutækjaleigunnar verði að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Í ljósi þess að starfsstöðin er í íbúðarhverfi, þá gerir nefndin þá kröfu að bílastæði innan lóðar rúmi þann bílafjölda sem ætlaður er til leigunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Erindi dagsett 11.03. 2016 þar sem Guðrún Huld Birgisdóttir f.h. Samgöngustofu óskar eftir umsögn sveitarstjórnar, skv. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigu, vegna umsóknar Guðmundar Bjarna Björgvinssonar, kt. 171072-3609 f.h. Grand Iceland - Í 2552 ehf. kt. 640502-2820, um að reka ökutækjaleigu að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Áætlaðar eru fjórar bifreiðar til útleigu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að starfsstöð ökutækjaleigunnar verði að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Í ljósi þess að starfsstöðin er í íbúðarhverfi, þá gerir bæjarstjórn þá kröfu að bílastæði innan lóðar rúmi þann bílafjölda sem ætlaður er til leigunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.