Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Vakta málsnúmer

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 14. fundur - 21.11.2013

Farið yfir þau atriði sem búið var að merkja við í reglum um sí- og endurmenntun og einnig í úthlutunarreglum sjóðsins. Stefnt að því að fara yfir reglurnar á næstu vikum og halda síðan sérstakan fund í byrjun næsta árs þar sem endurskoðun á reglunum verður afgreidd.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 19.03.2014

Samþykkt að fresta umfjöllun um þennan lið til næsta fundar og reyna að halda hann sem fyrst.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 24.03.2014

Unnið að endurskoðun á úthlutunarreglum endurmenntunarsjóðs og einnig unnið með hugmyndir að vinnu- og viðmiðunarreglum fyrir stjórn endurmenntunarsjóðs.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 17.03.2015

Farið yfir stöðuna í endurskoðun á umræddum reglum, sem fyrri nefnd var komin af stað með. Nefndin samþykkir að halda vinnufund fljótlega þar sem áfram verði unnið við endurskoðun úthlutunarreglnanna og umsóknarblaðs.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 19. fundur - 29.04.2015

Farið yfir stöðuna í endurskoðun á umræddum reglum, sem fyrri nefnd var komin af stað með og rædd var nokkuð á síðasta fundi.
Drög að úthlutunarreglum kláruð.
Rætt um að gera drög að matsblaði, sem gæti nýst við úthlutun styrkja og að nefndarmann setji það upp í sameiningu og sendi á milli í tölvupósti, þannig að drög að slíku matsblaði liggi fyrir á næsta fundi. Sigrún tekur að sér að koma því af stað.
Farið yfir umsóknarblaðið og settur inn sá viðbótartexti sem nefndarmenn voru búnir að ræða um. Ákveðið að fara eins að með það blað og senda það á milli nefndarmanna til frekari skoðunar.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 21.10.2015

Farið yfir þau vinnugögn sem fyrir liggja vegna endurskoðunarinnar. Samþykkt að nefndarmenn fari með gögnin og rýni þau og skili svo inn upplýsingum um nauðsynlegar breytingar. Stefnt er að því að afgreiða reglurnar til bæjarráðs á fundi nefndarinnar í nóvember.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 14.03.2016

Farið yfir þau vinnugögn sem búið var að uppfæra eftir síðasta fund. Gerðar nokkrar minniháttar orða- og stafsetningarleiðréttingar og starfsmanni falið að færa þær inn í skjölin.
Að því búnu samþykkti sjóðsstjórn reglurnar, ásamt umsóknarblaði og matsblaði og vísar þeim til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn endurskoðaðar reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 23. fundur - 21.03.2017

Farið yfir þau atriði í reglunum sem til skoðunar voru á síðasta fundi.
Stjórn Endurmenntunarsjóðs leggur til að við síðustu málsgreinina í kaflanum um "Endurmenntun eða framhaldsnám starfsmanna Fljótsdalshéraðs" verði bætt orðinu sjálfkrafa: .. á ekki sjálfkrafa rétt á styrk úr sjóðnum.
Einnig: Starfsmaður sem ekki nýtur afsláttar af vinnuskyldu á forgang á þá sem afsláttar njóta. Ef nægt fjármagn er í sjóðnum er heimilt að veita aðila sem nýtur afsláttar af vinnuskyldu styrk, til að koma til móts við kostnað, sem hann verður fyrir vegna endurmenntunarinnar.