Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

23. fundur 21. mars 2017 kl. 12:30 - 13:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Gestsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2017

Málsnúmer 201703040

Farið yfir stöðu sjóðsins um sl. áramót. Tveir styrkir sem úthlutað var á haustönn 2014, hafa ekki verið sóttir, enda ekki verið farið í umræddar ferðir. Stjórnin samþykkir að fella niður þessa styrki, en bendir viðkomandi á að þeir geti sótt um aftur, ef farið verður í sambærilega náms- og kynnisferð.

Tekin fyrir styrkumsókn vegna námsferðar til skoðunar á sambærilegum stofnunum í Berlín, en ferðin er skipulögð af viðkomandi fagsambandi. Umsækjandi er kona og fékk úthlutað styrk úr sjóðnum árið 2013.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda ferðastyrk að hámarki kr. 100.000.
Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

2.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Farið yfir þau atriði í reglunum sem til skoðunar voru á síðasta fundi.
Stjórn Endurmenntunarsjóðs leggur til að við síðustu málsgreinina í kaflanum um "Endurmenntun eða framhaldsnám starfsmanna Fljótsdalshéraðs" verði bætt orðinu sjálfkrafa: .. á ekki sjálfkrafa rétt á styrk úr sjóðnum.
Einnig: Starfsmaður sem ekki nýtur afsláttar af vinnuskyldu á forgang á þá sem afsláttar njóta. Ef nægt fjármagn er í sjóðnum er heimilt að veita aðila sem nýtur afsláttar af vinnuskyldu styrk, til að koma til móts við kostnað, sem hann verður fyrir vegna endurmenntunarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:30.