Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2017

Málsnúmer 201703040

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 23. fundur - 21.03.2017

Farið yfir stöðu sjóðsins um sl. áramót. Tveir styrkir sem úthlutað var á haustönn 2014, hafa ekki verið sóttir, enda ekki verið farið í umræddar ferðir. Stjórnin samþykkir að fella niður þessa styrki, en bendir viðkomandi á að þeir geti sótt um aftur, ef farið verður í sambærilega náms- og kynnisferð.

Tekin fyrir styrkumsókn vegna námsferðar til skoðunar á sambærilegum stofnunum í Berlín, en ferðin er skipulögð af viðkomandi fagsambandi. Umsækjandi er kona og fékk úthlutað styrk úr sjóðnum árið 2013.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda ferðastyrk að hámarki kr. 100.000.
Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 27.10.2017

Farið yfir stöðu sjóðsins eins og hún er fyrir fundinn. Fyrir liggja fjórar umsóknir, en ein var dregin til baka, þar sem ekkert varð úr námsferð.

Tekin fyrir styrkumsókn vegna námskeiðsins Hugarfrelsi fyrir fagfólk. Umsækjandi er kona. Sótt er um námskeiðsgjald. Forstöðumaður mælir með umsókninni og umsækjandi hefur ekki áður sótt í sjóðinn.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk fyrir námskeiðsgjald að hámarki kr 32.500. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir styrkumsókn vegna endurmenntunar við HÍ. Jákvæð sálfræði. Umsækjandi er kona. Sótt er um styrk vegna námskeiðsgjalda og ferðakostnaðar.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda ferðastyrk að hámarki kr 75.000. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.


Tekin fyrir styrkumsókn vegna náms við Fjölbraut í Ármúla, í heilsunuddi. Umsækjandi er kona. Sótt er um styrk vegna námskeiðsgjalda.

Þar sem það starf sem menntunin leiðir til verður ekki unnið á vegum sveitarfélagsins rúmast umsóknin ekki innan reglna sjóðsins. Styrkumsókninni er því hafnað.