Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

24. fundur 27. október 2017 kl. 11:00 - 12:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Gestsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2017

Málsnúmer 201703040

Farið yfir stöðu sjóðsins eins og hún er fyrir fundinn. Fyrir liggja fjórar umsóknir, en ein var dregin til baka, þar sem ekkert varð úr námsferð.

Tekin fyrir styrkumsókn vegna námskeiðsins Hugarfrelsi fyrir fagfólk. Umsækjandi er kona. Sótt er um námskeiðsgjald. Forstöðumaður mælir með umsókninni og umsækjandi hefur ekki áður sótt í sjóðinn.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk fyrir námskeiðsgjald að hámarki kr 32.500. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir styrkumsókn vegna endurmenntunar við HÍ. Jákvæð sálfræði. Umsækjandi er kona. Sótt er um styrk vegna námskeiðsgjalda og ferðakostnaðar.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda ferðastyrk að hámarki kr 75.000. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.


Tekin fyrir styrkumsókn vegna náms við Fjölbraut í Ármúla, í heilsunuddi. Umsækjandi er kona. Sótt er um styrk vegna námskeiðsgjalda.

Þar sem það starf sem menntunin leiðir til verður ekki unnið á vegum sveitarfélagsins rúmast umsóknin ekki innan reglna sjóðsins. Styrkumsókninni er því hafnað.

Fundi slitið - kl. 12:00.