Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

252. fundur 26. mars 2014 kl. 16:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fyrir fund bæjarráðs fundaði ráðið með fulltrúum Alcoa. Var þar m.a. fjallað um stöðu orkumála og orkubúskapinn næstu mánuðina og áhrif boðaðrar skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu orku.

1.Fundargerðir Fasteignafélags Iðavalla 2014

Málsnúmer 201403108

Í fundargerðinni kemur fram að stjórnin hefur skipað með sér verkum á þann veg að Björn Ingimarsson verður formaður, Eyrún Arnardóttir varaformaður og Óðinn Gunnar Óðinsson ritari.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2014

Málsnúmer 201402056

Farið yfir fundi með fulltrúum Vegagerðar sem haldinn var 19. mars sl.
Bæjarráð leggur áherslu á að tækjabúnaður Vegagerðarinnar á Austurlandi verði uppfærður þanni að hægt verði að sinna snjómokstri með viðunandi árangri. Jafnframt verði fjárveitingar vegna almenns viðhalds og snjómoksturs á Austurlandi auknar verulega.

3.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201403083

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir stöðu mála.
Málinu síðan vísað til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs, að fengnum frekari gögnum.

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Vísindagarðsins, sem boðaður hefur verið 8. apríl kl. 16:00. Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

4.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Lögð fram til umfjöllunar jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs, sem endurskoðuð var af félagsmálanefnd og samþykkt af bæjarstjórn 6. nóvember 2013, en bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa henni til allra nefnda sveitarfélagsins til kynningar og umfjöllunar.

Bæjarráð hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga að hafa jafnréttisstefnuna í huga við röðun á lista og skipan fulltrúa í nefndir.
Jafnframt beinir bæjarráð því til stjórnenda sveitarfélagsins að áherslur jafnréttisáætlunar verði höfð að leiðarljósi við ráðningu starfsmanna.

5.Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Málsnúmer 201403090

Lagður fram tölvupóstur, dags. 20. mars 2014, frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði á skrifstofu Alþingis, með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Umsögn skal berast fyrir 8. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

6.Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evró

Málsnúmer 201403091

Lagður fram tölvupóstur, dags. 20. mars 2014, frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði á skrifstofu Alþingis, með beiðni um umsögn við tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umsögn skal berast fyrir 8. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

7.Tillaga til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðara

Málsnúmer 201403092

Lagður fram tölvupóstur, dags. 20. mars 2014, frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði á skrifstofu Alþingis, með beiðni um umsögn við tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Ísland og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar. Umsögn skal berast fyrir 8. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

8.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Fjallað um skólaakstur og fyrirkomulag almenningssamgangna í dreifbýli sem haldið er uppi í samhengi við skólaaksturinn.

Bæjarráð telur að endurskoða eigi fyrirkomulag á gjaldtöku í almenningssamgöngum í dreifbýli og þéttbýli fyrir næsta haust.

9.Kynbundinn launamunur

Málsnúmer 201309028

Farið yfir þá möguleika sem búið var að skoða varðandi það að láta gera könnun á kynbundnum launamun hjá sveitarfélagsinu.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að óskað eftir formlegu tilboði í greiningu á kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu.

Hér vék Stefán Bogi af fundi.

10.Lyngás 12, breyting á húsnæði

Málsnúmer 201310111

Bæjarstjóri fór yfir þau gögn og hugmyndir sem til staðar eru varðandi mögulegar breytingar á afgreiðslu sveitarfélagsina að Lyngási 12.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að láta fullvinna teikningar að áformuðum breytingum til að skila til byggingarfulltrúa og taka saman greinargerð um áhrif breytinganna.

11.Ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann átti ásamt formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar, með íbúum að Laufási 1 Egilsstöðum.

Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar að endurskoðaðir verði verkferlar og viðmið varðandi gróður á lóðamörkum.

12.Ríkisútvarpið Austurlandi

Málsnúmer 201001107

Farið yfir ýmis mál sem varða starfsemi Ríkisútvarpsins á Austurlandi, svo sem svæðisútvarp, langbylgjumastrið á Eiðum og fl.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sem hann hefur átt við útvarpsstjóra vegna ýmissa samskiptamála.

Jafnframt lögð fram styrkumsókn vegna fyrirhugaðs málþings um stöðu útvarps á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til málþingsins sem nemur 25.000 kr. Fjárhæðin verði tekin af lið 21-21.

13.Saga upplýsingatækni á Íslandi

Málsnúmer 201403109

Lagður fram tölvupóstur frá Auði Sigríði Kristinsdóttur, fyrir hönd Skýrsluvéla ríkisins og Öldungadeildar Ský,dags. 20. mars 2014, með beini um styrk til að skrásetja þróun og sögu upplýsingatækni á Íslandi frá upphafi til 2010.

Bæjarráð hafnar beiðninni.

14.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Farið yfir erindi sem barst bæjarfulltrúum í síðasta viðtalstíma.

Erindinu vísað til þarfagreiningarnefndar um menningarhús á Fljótsdalshéraði.

15.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði varðandi fjármál og rekstur sveitarfélagsins og greindi frá stöðunni varðandi gerð ársreiknings 2013.

Greiðslur Vegagerðarinnar vegna viðhalds girðinga meðfram vegum. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

16.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

17.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 97

Málsnúmer 1403014

Fundargerðin staðfest.

17.1.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Fyrir fundi atvinnumálanefndar lágu fjórar umsóknir um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá 15. apríl til 30. september 2014. En umsóknarfrestur var til 14. mars s.l.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar leggur bæjarráð til að gengið verði til samninga við Austurför og Hús handanna, sem sækja saman um rekstur tjaldsvæðisins. Tekið er vel í ósk fyrirtækjanna um leigu aðstöðunnar til eins árs og felur starfsmanni atvinnumálanefndar að útfæra leigusamning í samræmi við umræðu á fundinum.
Bæjarráð tekur einnig undir með atvinnumálanefnd og leggur til að fjármunum sem verja átti í hlið verði frekar varið í uppbyggingu á eldunar- og grillaðstöðu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.2.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

Málsnúmer 201402191

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að sveitarfélögin sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði móti sér stefnu um hvort og þá hvernig þau komi að uppbyggingu og rekstri upplýsingamiðstöðva, í samvinnu Vatnajökulsþjóðgarð.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.3.Atvinnumálanefnd, frávikagreining fyrir 2013

Málsnúmer 201403097

Lagt fram til kynningar.

17.4.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 201403095

Í vinnslu.

17.5.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Í vinnslu.

18.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 15

Málsnúmer 1403009

Fundargerðin staðfest.

18.1.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Í vinnslu.

18.2.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2014.

Málsnúmer 201403062

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:30.