Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir tillögum að forgangsröðun fjárfestinga og stærri viðhaldsverkefna frá fagnefndum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að fá fulltrúa nefnda á fund bæjarráðs til að fara yfir áherslur viðkomandi og næsta fund bæjarráðs komi fulltrúar tveggja nefnda.
Bæjarstjóra falið að boða fulltrúa viðkomandi nefnda til fundanna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Til fundarins mættu formenn og starfsmaður atvinnumálanefndar og menningar- og íþróttanefndar og fóru yfir áherslur nefndanna varðandi framkvæmdir og stærra viðhald næstu ára, eins og nefndirnar settu þær fram í undirbúningsvinnu sinni sl. vor. Einnig vísuðu þeir til vinnu starfshópa sem hafa verið að störfum og listað upp og forgangsraðað verkefnum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Til fundarins mættu Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar og Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar og Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri og kynntu tillögur sinna nefnda til gerðar langtíma fjárfestingaáætlana Samantektum frá nefndunum síðan vísað til áframhaldandi vinnu bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Til fundarins mætti Esther Kjartansdóttir formaður umhverfis- og héraðsnefndar og Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi og fylgdu úr hlaði fjárfestingaáætlunum nefndarinnar.

Málinu síðan vísað til gerðar fjárfestingaráætlunar Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Til fundarins mættu Hafsteinn Jónasson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og Úlfar Trausti Þórðarson fasteigna- og þjónustufulltrúi. Kynntu þeir niðurstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi fjárfestingaáætlun næstu ára og einnig áætlun varðandi stærri viðhaldsþætti.
Fjárfestingaáætlunin í heild er í vinnslu hjá bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Samþykkt að fresta liðnum til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Drög að sundurliðun á fjárfestingaáætlun 2014, ásamt þriggja ára fjárfestingaáætlun 2015 - 2017, liggja nú fyrir, en verða afgreidd úr bæjarráði á næsta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir heildarupphæðir fjárfestingaáætlunarinnar, en endanleg sundurliðun mun liggja fyrir við síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 11.11.2013

Ferðaþjónusta er einn af helstu vaxtasprotum atvinnulífsins um þessar mundir. Því er mikilvægt að yfirvöld sveitarfélagsins sem og allir hagsmunaaðilar leggist á eitt um að gera Héraðið að áhugaverðum áfangastað þar sem gestir vilja dvelja og njóta þjónustu atvinnulífsins.

Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar sveitarfélagsins fyrir næsta ár verði eins og kostur er tekið tillit til tillagna nefndarinnar er fram koma í aðgerðaáætlun verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað. Þær tillögur snúast m.a. um lagfæringar á umhverfi aðkomuleiða að þéttbýlinu Egilsstaðir / Fellabær, uppbyggingu, lagfæringar og ásýnd miðbæjar Egilsstaða, merkingar og vegvísa og áfangastaði og uppbyggingu og aðgengi að þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Tekin til afgreiðslu fjárfestingaáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015 - 2017. Í fjárhagsáætlun. sbr. dagskrárlið 2, var afmörkuð heildarfjárhæð til framkvæmda og fjárfestinga. Tillaga að skiptingu þess fjármagns á framkvæmdaliði liggur fyrir fundinum, en nefndir hafa lagt fram sinn áherslulista hver á sínu sviði.

Bæjarráð fór yfir fyrirliggjandi sundurliðun. Að því búnu var samþykkt að kalla eftir endanlegri afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar á áætluninni. Tekið verði tillit til þeirra áherslna sem fram komu í starfshópi um þjónustusamfélagið.

Einnig kynnti Björn niðurstöður starfshóps um menningarhússverkefni, sem hefur verið að skoða ákveðna valkosti í því samhengi.

Undir þessum lið var lagt fram trúnaðarmál, sem tekið var fyrir. Efni þess og afgreiðsla var bókuð í trúnaðarmálabók.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Ábendingar atvinnumálanefndar voru til skoðunar við afgreiðslu á lið 3, langtíma fjárfestingaáætlun.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Tillaga að sundurliðun á framkvæmdafé skv. fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015-2017 fer fyrir næsta fund skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarráðs, en kemur að því búnu til lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Fyrir liggur tillaga um fjárfestingu 2014 til 2017, skjal dagsett 27.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd lækkar áætlaða upphæð í Menntaskólalóðina um 2.550.000,- kr. Þar sem þessi upphæð greiðist á árinu 2013. Nefndin samþykkir framlagða áætlun dags.27.11.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Lögð fram drög að fjárfestingaáætlun 2014 og þriggja ára áætlun áranna 2015 - 2017.
Farið yfir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að sundurliðun á heildarfjármagni til fjárfestinga. Að lokinni yfirferð samþykkti bæjarráð að vísa henni til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

Einnig var farið yfir stærri fjárfestingar sem ekki rúmast á fjárfestingaáætlun næstu ára og rædd ákveðna forgangsröð þeirra.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Vísað til liðar 5 á dagskrá þessa fundar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fjárfestingaáælun ársins 2014 og þriggja ára áætlanir áranna 2015 - 2017, eins og þær liggja hér fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Farið yfir stærri framkvæmdir sem fyrir liggja en eru ekki inni á þriggja ára áætlun og þeim forgangsraðað.
Röðunin er þessi, með fyrirvara um niðurstöður varðandi menningarhús annars vegar og safnahús hins vegar.
1. Íþróttamiðstöð viðbygging
2-3. Leikskólinn Hádegishöfði viðbygging
2-3. Fimleikasalur
4. Íþróttamiðstöð innisundlaug

Endanleg röðun á liðum 2 og 3 verði byggð á nánari greiningu á kostnaði og þörfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 22.01.2014

Björn Ingimarsson bæjarstóri lagði fram gögn sem hann tók saman um viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða, en á sínum tíma var búið að hanna þar stækkun leikskólans.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra, fræðslufulltrúa og leikskólastjóra Hádegishöfða að fara yfir þessi gögn og endurmeta þau miðað við núverandi forsendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 26.02.2014

Björn fór yfir fyrri áform um viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun, eins og hún var lögð upp á sínum tíma.
Einnig lagt fram minnisblað vegna fjölnotahússins í Fellabæ og mögulegrar nýtingar á því vegna fimleikaiðkunar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Farið yfir langtíma fjárfestingaráætlun.
Rædd útfærsla yfirfærslu á Reiðhöllinni á Iðavöllum yfir í Eignasjóð eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018.
Fjármálastjóra falið að leggja endanlega tillögu fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 415. fundur - 12.02.2018

Farið yfir hugmyndir að framkvæmdum vegna viðbyggingar Hádegishöfða.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416. fundur - 19.02.2018

Björn fór yfir undirbúning og fundi um viðbyggingu og fjölgun leikskólaplássa við Hádegishöfða og kynnti stöðuna.
Bæjarráð leggur áherslu á að fræðslunefnd taki málið til endanlegrar afgreiðslu að hálfu nefndarinnar nú fyrir lok febrúar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417. fundur - 26.02.2018

Málið rætt, en það er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 418. fundur - 05.03.2018

Bæjarráð staðfestir að eftirfarandi fulltrúar muni starfa með fræðslunefnd að rýni að áformum um uppbyggingu leikskóla. Frá bæjarráði Anna Alexandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson, frá umhverfis- og framkvæmdanefn, samkvæmt tillögu nefndarinnar, Árni Kristinsson og Esther Kjartansdóttir.