Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

238. fundur 14. ágúst 2013 kl. 16:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti stöðuna í málum Reiðhallarinnar á Iðavöllum.Þau mál eru í vinnslu. Einnig fór hann yfir greinargerð varðandi safnahúsið á Egilsstöðum og ræddi mögulegar lausnir á vandamálum varðandi hávaða frá stólum í salnum í Hlymsdölum, sem leiðir upp í íbúðirnar í húsinu.
Einnig fór hann yfir nokkrar talnalegar upplýsingar frá fjármálastjóra, varðandi rekstur sveitarfélagsins á árinu.

Varðandi málefni safnahússins samþykkti bæjarráð að bera fyrirliggjandi tillögu undir stofnanir safnahússins og aðildarsveitarfélög. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2014. Bæjarráð staðfestir áætlunina.

3.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar og Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar og Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri og kynntu tillögur sinna nefnda til gerðar langtíma fjárfestingaáætlana Samantektum frá nefndunum síðan vísað til áframhaldandi vinnu bæjarráðs.

4.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 99

Málsnúmer 1307008Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

4.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 121

Málsnúmer 1307005Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

4.2.Haugar, umsókn um byggingarleyfi/Fjárhús

Málsnúmer 201306076Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.3.Laufás 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304045Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.4.Stóra Vík, umsókn um byggingarleyfi/breytingar.

Málsnúmer 201307024Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.5.Randaberg, umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 201306006Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi í tölvupósti dags. 04.07.2013, vegna umsóknar Vilborgar Vilhjálmsdóttur, kt.200142-4469 um nýtt rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Randaberg Fljótsdalshéraði, gististaður í flokki I, að Randabergi Fljótsdalshéraði, skv. meðfylgjandi afriti af umsókninni.

"Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Bókun þess efnis var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 24. júlí 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

4.6.Tjarnarbraut 1, umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201306065Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi í tölvupósti dags. 14.06.2013, vegna umsóknar Sigurdórs Sigvaldasonar kt.300464-2709 um endurnýjun á leyfi fyrir Café Nielsen kt.500205-0400, veitingastað í flokki III, að Tjarnarbraut 1, Egilsstöðum, Fljótsdalshéraði, skv. meðfylgjandi afriti af umsókninni.


Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Bókun þess efnis var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefndar Fljótsdalshéraðs þann 24. júlí 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

4.7.Eiðar, umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201306064Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi í tölvupósti dags. 14.06.2013 vegna umsóknar Önnu Kristínar Magnúdóttur kt. 170849-4349 um nýtt lefi fyrir gististað í flokki 1, að Eiðum bóndabæ, Fljótsdalshéraði, skv. meðfylgjandi afriti af umsókninni.

Byggingarfulltrúi gerir eftirfarandi athugasemdir:
Koma þarf upp flóttaleið af rishæð samkvæmt 9.5.3. gr. byggingarreglugerðar.
Bókun þess efnis var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefndar Fljótsdalshéraðs þann 24. júlí 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar, en ítrekar athugasemd byggingarfulltrúa. Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

4.8.Ekra Sumarhús, umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 201306028Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi í tölvupósti dags. 06.06.2013 vegna umsóknar Kristjönu Júníusdóttur kt.260563-5649 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ekru, Fljótsdalshéraði, gististaður í flokki II, sumarhús, skv. meðfylgjandi afriti af umsókninni.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Bókun þess efnis var staðfest af skipulags- og bygginganefnd Fljótsdalshéraðs þann 24. júlí 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

4.9.Fagradalsbraut 13, umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 201306027Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi dags. 06.06.2013 vegna umsóknar Ísaks Jóhanns Ólafssonar kt.180250-2479, f.h. Kolls ehf. kt.651188-1219, um leyfi fyrir Shellskálann á Egilsstöðum, veitingastaður í flokki II, að Fagradalsbraut 13, Egilsstöðum, skv. meðfylgjandi afriti af umsókninni.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Bókun þess efnis var staðfest af skipulags- og bygginganefnd Fljótsdalshéraðs þann 24. júlí 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

4.10.Café Valný ehf, umsögn vegna rekstrarleyfis.

Málsnúmer 201307025Vakta málsnúmer

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi dags. 05.07.2013 vegna umsóknar Valnýjar Hebu Hauksdóttur, Kjerúlf kt.280872-3349, f.h. Café Valný ehf. kt.690306-1150, um leyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Miðvangi 2-4, Egilsstöðum, skv. meðfylgjandi afriti af umsókninni.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Bókun þess efnis var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 24. júlí 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefnd. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

4.11.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer

Skýrslurnar eru vegna tippsvæðis norðan Eyvindarár,leikskólans Skógarlandi og vatnsveitu Hjaltalundi.
Lagt fram til kynningar.

4.12.Fundargerð 110. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201307001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.13.Enduro keppni, umsókn um leyfi

Málsnúmer 201307029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.14.Beiðni um íhlutun vegna frágangs lóðar.

Málsnúmer 201305122Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá undirskriftalisti þar sem athugasemdir eru gerðar við frágang húss og lóðar að Kelduskógum 15. Einnig lá fyrir minnisblað vegna skoðunar byggingarfulltrúa. Málið hefur verið í vinnslu hjá byggingarfulltrúa.
Bæjarráð hvetur eigendur til að lagfæra sem fyrst þau atriði sem athugasemdir hafa verið gerðar við, hafi það ekki þegar verið gert.

4.15.Fagradalsbraut 15, vegtengingar

Málsnúmer 201307048Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 02.07.2013 þar sem Sveinn Sveinsson fyrir hönd Vegagerðarinnar gerir athugasemd við vegtengingu af plani Atlantsolíu að Fagradalsbraut 15. Einnig er gerð athugasemd við að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvar fækka eigi vegtengingum á Fagradalsbraut.

Fram kemur í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar að
vegtenginging við planið að Fagradalsbraut 15 hefur verið löguð til samræmis við athugasemd Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi fyrir Fagradalsbrautina strax á næsta ári og þá verði m.a. tekið á vegtengingum.

4.16.Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Málsnúmer 201307005Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.17.Rútustæði við Seyðisfjarðarveg

Málsnúmer 201307049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.18.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi

Málsnúmer 201306086Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags. 20.06.2013 þar sem Þórhallur Þorsteinsson fyrir hönd Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugámi á lóð ferðafélaganna í Kverkfjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan í 2.6.1.gr. byggingarreglugerðar og að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð stöðuleyfi fyrir gáminn í 12 mánuði frá dagsetningu leyfisins.

4.19.Kantsteinar í Egilsseli.

Málsnúmer 201307039Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags. 17.07.2013 þar sem Elmar Logi Einarsson kt.171281-4829 óskar eftir að gengið verði frá kantsteini í Egilsseli, einnig er bent á skemmdir, sem orðið hafa á gangstétt á gatnamótum Egilssels og Selbrekku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að farið verði að ósk bréfritara ef kostnaður við framkvæmdina rúmast innan fjárhagsáætlunar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta kostnaðarmeta verkið.

4.20.Hrafnabjörg 2 Jökulsárhlíð, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201307043Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11.07.2013 þar sem Rúnar H. Guðmundsson kt.080249-5439 sækir um stofnun lóðar úr landi Hrafnabjarga 2, samkvæmt 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

4.21.Málefni kirkjugarðsins á Eiðum.

Málsnúmer 201307044Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.22.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201307053Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17.07.2013 þar sem Björn Marinó Pálmason kt.141062-2049 óskar eftir byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóð nr. 5 í Mjóanesi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

4.23.Umsókn um sameiningu lóða

Málsnúmer 201307056Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19.07.2013 þar sem Máni Sigfússon kt.281064-5769 óskar eftir sameiningu lóðanna Unalækur lóðir A9 landnúmer 221155 og A11 landnúmer 221156.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sameina lóðirnar í Fasteignaskrá.

4.24.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201307057Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19.07.2013 þar sem Máni Sigfússon kt.281064-5769 óskar eftir byggingarleyfi á lóðunum Unalækur lóðir A9 og A11, samkvæmt teikningum gerðar af Einari Ólafssyni kt.160865-5719.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

4.25.Unalækur, umsókn um skilti

Málsnúmer 201307061Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags. 19.07.2013 þar sem Sólmundur Oddsson, fyrir hönd Unalækjar ehf. kt.600910-1140, sækir um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingaskilti við Unalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar og með vísan í 43. gr. laga um náttúruvernd, þá samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda. Skiltið skal sett upp í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

4.26.Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer

Í meðferð hjá skipulags- og mannvirkjanefnd.

5.Félagsmálanefnd - 118

Málsnúmer 1307006Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

5.1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1301119Vakta málsnúmer

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.2.Leiga á Hlymsdölum.

Málsnúmer 201307027Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest. Vísast að öðru leyti til liðar 13.

6.Fundargerð stjórnar SSA nr.8 2012-2013

Málsnúmer 201308023Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Í fundargerðinni kemur fram að aðalfundur SSA verður haldinn í Fjarðabyggð 13. og 14. september nk.

7.Dyrfjöll og Stórurð,hugmyndasamkeppni.

Málsnúmer 201308011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar keppnislýsing dagsett 29.07 2013 vegna hugmyndasamkeppninnar. Málið er áfram til vinnslu hjá valnefnd.

8.Menningarverðlaun SSA 2013.

Málsnúmer 201308012Vakta málsnúmer

Bæjarráði hafa borist nokkrar tillögur að tilnefnngum til menningarverðlauna SSA fyrir árið 2013.
Bæjarráð samþykkir að koma þeim tillögum á framfæri við SSA ásamt með rökstuðningi, í samræmi við umræðum á fundinum.

9.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf umhverfisráðuneytisins dagsett 26. júní, varðandi framlengingu starfsleyfis á urðunarstaðnum á Tjarnarlandi og tölvupóstur frá heilbrigðisfulltrúa varðandi málið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindunum til umhverfis- og héraðsnefndar til umfjöllunar og úrvinnslu.

10.Tilnefning til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Málsnúmer 201306114Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að tilnefna tímaritið Gletting til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Glettingur kemur út þrisvar á ári og fjallar um austfirsk málefni. Náttúra svæðisins hefur jafnan verið í forgrunni í efnistökum blaðsins. Bæjarráð telur aðstandendur blaðsins vel að viðurkenningu sem þessari komna, enda mikið hugsjónastarf unnið innan útgáfufélagsins.

Bæjarstjóra falið að koma tilnefningunni til skila ásamt því að taka saman rökstuðning í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Skarphéðinn Þórisson líffræðing til Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti.

Skarphéðinn hefur helgað sinn starfsferil rannsóknum á náttúru Austurlands og náttúruvernd. Í gegnum fræðslu og rannsóknir, t.a.m. með kennslu og útgáfu á fræðsluefni um íslensku hreindýrin, hefur hann eflt þekkingu og vitund Austfirðinga um umhverfi sitt og mikilvægi þess að vernda það og varðveita.

Bæjarstjóra falið að koma tilnefningunni til skila ásamt því að taka saman rökstuðning í samræmi við umræður á fundinum.

11.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti tímabundinn ráðningarsamning aðstoðarskólastjóra við Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framlagðan ráðningarsamning, sem gildir út komandi skólaár.

Bæjarráð leggur til að fulltrúar sveitarfélaganna boða til fundar með öllum starfsmönnum Hallormsstaðaskóla fyrir skólabyrjun.

12.Uppfærsla á tölvubúnaði

Málsnúmer 201306080Vakta málsnúmer

Eftir yfirferð umsjónarmanns tölvumála á þörf fyrir endurnýjun á tölvubúnaði samþykkir bæjarráð að miðað verði við að tölvubúnaður verði endurnýjaður sem hér segir.

Egilsstaðaskóli
3 - 5 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Fellaskóli
2 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Tjarnarskógur
3 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Hádegishöfði
2 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Fundasalir Lyngási
9 spjaldtölvur til notkunar á staðnum og tvær borðtölvur fyrir ritara í sitt hvorn fundarsalinn.

Bókasafn Héraðsbúa
1 borðtölva í afgreiðslu

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum
3 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Tónlistarskólinn í Fellabæ
1 borðtölva, stjórnendur og starfsmenn

Tónlistarskólinn í Brúarási
1 borðtölva, stjórnendur og starfsmenn

Hallormsstaðaskóli, 1 fartölva, stjórnendur og starfsmenn.

Einnig verði vinnutölvur kjörinna fulltrúa endurnýjaðar. Gert er ráð fyrir að keyptar verði spjaldtölvur en bæjarfulltrúum er heimilt að fá frekar fartölvu sé þess óskað.

Heildarkostnaður við endurnýjunina nemur um kr. 4.000.000.- sem tekið verður af tölvukostnaði ársins. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 þar sem nánari grein verður gerð fyrir kostnaðinum.

Umsjónarmanni tölvumála falin endanleg útfærsla og að framkvæma innkaupin og leita hagstæðustu kosta m.t.t. til verðs, gæða og nauðsynlegra tenginga við tölvukerfi.

Að öðru leyti er endurnýjun tölvubúnaðar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

13.Leiga á Hlymsdölum.

Málsnúmer 201307027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi leigutaka að Hlymsdölum, þar sem athugasemd er gerð við leigufjárhæð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við félagsmálastjóra að kanna málið frekar fyrir næsta fund bæjarráðs.

14.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Orkustofnun, dagsett 6.ágúst 2013 varðandi Skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjunar.

Með tilliti til þess að nefndir sveitarfélagsins eru að hefja störf eftir sumarfrí nú í lok mánaðarins, óskar bæjarráð eftir fresti til 16. september til að bregðast við bréfi Orkustofnunar.
Bæjarstjóra falið að vinna athugasemdir við það sem fram kemur í erindinu, í samráði við viðkomandi fagnefndir og hagsmunaaðila. Drög að athugasemdum verði lögð fyrir fund bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 20:00.