Erindi Svövu Þóreyjar Einarsdóttur og Helga Kristinssonar vegna útleigu á Hlymsdölum tekið fyrir og staðfest að áður útgefinn reikningur vegna leigu á Hlymsdölum er í samræmi við útleigutíma og gildandi gjaldskrá. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu hvað varðar lækkun á áðurnefndum reikningi. Áhersla er lögð á að farið skuli eftir samþykktum útleigureglum og þykir nefndinni miður ef á því hefur orðið misbrestur. Nefndin þakkar bréfriturum erindið og felur félagsmálastjóra að skoða verkferla varðandi útleigu og gjaldtöku í Hlymsdölum.
Fyrir fundinum lá erindi leigutaka að Hlymsdölum, þar sem athugasemd er gerð við leigufjárhæð. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við félagsmálastjóra að kanna málið frekar fyrir næsta fund bæjarráðs.
Erindið var áður á dagskrá 238. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri hefur fengið afrit að öllum reikningum og leigusamningum ársins vegna Hlymsdala og borið þá saman. Þar er í öllum tilfellum verið að innheimta miðað við gjaldskrá og tímalengd viðkomandi samninga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð sér ekki annað en að reikningur vegna viðkomandi samnings sé í fullu samræmi við reglur og undirritaðan samning milli aðila. Bæjarráð telur því ekki forsendur til að lækka áður útsendan reikning.