Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

244. fundur 13. nóvember 2013 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Farið yfir ýmsa þætti sem snerta skólaakstur og almenningssamgöngur í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt að fresta málinu.

2.Fundargerð stjórnar SSA, nr.2, 2012-2013

Málsnúmer 201311012

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 06.nóv.2013

Málsnúmer 201311024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 8.nóvember 2013

Málsnúmer 201311041

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að kynna málið fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.

5.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Lagðar fram til kynningar þær ályktanir frá aðalfundi SSA 2013, sem bæjarráð ætti að koma að.

6.Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2013

Málsnúmer 201309142

Lögð fram til kynningar fundargerð og gögn sem lögð voru fram á ársfundi StarfA 4. október 2013.

7.Leiga á Hlymsdölum.

Málsnúmer 201307027

Ítrekun á fyrra erindi, sem borið var upp í viðtalstíma bæjarfulltrúa nýlega.

Bæjarráð sér ekki tilefni til að breyta fyrri afgreiðslu sinni.

8.Samstarf við Landsvirkjun

Málsnúmer 201306084

Lagt fram bréf, dagsett 23. október 2013 frá Landsvirkjun, þar sem tilkynnt er um fulltrúa Landsvirkjunar í sámráðshóp sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Þeir eru skv. bréfinu Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs.

9.Lyngás 12, breyting á húsnæði

Málsnúmer 201310111

Lagðar fram teikningar og áætlun um breytingar á afgreiðslu að Lyngási 12.

Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201310139

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Málið rætt, en er áfram í vinnslu.

12.Rafmagn og raforkudreifing á landsbyggðinni

Málsnúmer 201311003

Lagður fram tölvupóstur frá Önnu Heiðu Óskarsdóttur, dags. 31.október 2013, með fyrirspurnum um raforkumál á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð þakkar bréfið og getur tekið undir flest það sem þar kemur fram. Bæjarráð hefur unnið, og mun vinna áfram í málinu.

13.Heimsókn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til Austurlands

Málsnúmer 201311011

Lagt fram bréf frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, dags. 30. október 2013, þar sem hún þakkar fyrir móttökur og umræður í heimsókn hennar um Austurland, dagana 22.og 23. október s.l.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fundinn og vonast eftir góðum og gagnlegum samkiptum við ráðuneyti innanríkismála.

14.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Guðmundi Magna Helgasyni, f.h. ÍAV til íbúa í Votahvammi um stöðu verks við þaklagfæringar.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að framkvæmdir eru hafnar og vonast eftir því að þeim ljúki sem fyrst.

15.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117

Lagður fram tölvupóstur, dags. 30.október 2013, frá Helga Jóhannessyni, fyrir hönd Landsvirkjunar, þar sem gerð er grein fyrir frestun á færslu óss Lagarfljóts.

Þar kemur fram að vegna álits Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, mundi verið dragast og ekki verða framkvæmt nú í nóvember. Gerir Landsvirkjun ráð fyrir því að vinna það í október og nóvember 2014.

Bæjarráð leggur áherslu á það við Skipulagsstofnun að afgreiðslu erindisins verði flýtt sem kostur er, þannig að framkvæmdin geti mögulega hafist fyrir lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2013

Málsnúmer 201311039

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2013, sem haldinn verður fimmtudaginn 21. nóv. n.k.

Bæjarráð samþykkir að skipa Björn Ingimarsson sem aðalfulltrúa sinn á aðalfund Héraðsskjalasafnsins og Eyrúnu Arnardóttur til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Einnig kynnti bæjarstjóri bréf til stjórnar Héraðsskjalasafnsins, varðandi tillögur um breytt eignarhald á safnahúsinu, auk bréfs til forsvarsmanna viðkomandi sveitarfélaga.

17.Ferjusiglingar til Seyðisfjarðar

Málsnúmer 201311058

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir fullum stuðningi við Seyðfirðinga og telur að ferjan Norræna eigi áfram að sigla til Seyðisfjarðar eins og verið hefur um árabil.
Bæjarráð telur einnig, með vísan til margítrekaðra samþykkta SSA um samgöngumál og samgönguöxlana þrjá á Austurlandi, að full samstaða sé innan fjórðungsins um að ferjuhöfn svæðisins hafi verið og verði áfram á Seyðisfirði.
Bæjarráð hvetur til þess að sveitarfélögin á Austurlandi gefi út afdráttarlausar yfirlýsingar í þá veru að þau muni standa saman um að tryggja áframhaldandi siglingar ferju til Íslands frá Evrópu, um Færeyjar til Seyðisfjarðar.
Bæjarráð bendir á að á Seyðisfirði hefur af hálfu ríkis og sveitarfélagsins verið ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar til að taka á móti slíkum ferjusiglingum og að mjög óskynsamlegt verður að telja, að ætla að kasta þeim fjárfestingum fyrir róða.
Af hálfu Fljótsdalshéraðs og annarra sveitarfélaga á Austurlandi hefur margítrekað verið bent á nauðsyn þess að bæta samgöngur við Seyðisfjörð til að nýta betur þá möguleika sem þar er að finna til atvinnusköpunar og samfélagsþróunar Austurlandi öllu til góða.
Að mati bæjarráðs er nauðsynlegt að ríkisvaldið úthluti nú þegar auknu fjármagni til vetrarþjónustu á Fjarðarheiði, og þá með vísan til sérstöðu vegarins sem einu tengingar byggðarlagsins við þjóðvegakerfið, og við einu millilandaferju sem siglir hingað til lands.
Til lengri tíma er nauðsynlegt að ráðist verði í gerð jarðganga undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af gerð nýrra Norðfjarðarganga. Til að svo geti orðið þarf að ráðstafa fjármunum til rannsókna þegar á næsta ári og bæjarráð beinir því til fjárveitingarvaldsins að tryggja að svo megi verða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.1.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, 8.okt.2013

Málsnúmer 201310046

Lögð fram til kynningar.

18.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015 - 2017 tekin til umfjöllunar og undirbúnings fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni eins og hún liggur fyrir fundinum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Tekin til afgreiðslu fjárfestingaáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015 - 2017. Í fjárhagsáætlun. sbr. dagskrárlið 2, var afmörkuð heildarfjárhæð til framkvæmda og fjárfestinga. Tillaga að skiptingu þess fjármagns á framkvæmdaliði liggur fyrir fundinum, en nefndir hafa lagt fram sinn áherslulista hver á sínu sviði.

Bæjarráð fór yfir fyrirliggjandi sundurliðun. Að því búnu var samþykkt að kalla eftir endanlegri afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar á áætluninni. Tekið verði tillit til þeirra áherslna sem fram komu í starfshópi um þjónustusamfélagið.

Einnig kynnti Björn niðurstöður starfshóps um menningarhússverkefni, sem hefur verið að skoða ákveðna valkosti í því samhengi.

Undir þessum lið var lagt fram trúnaðarmál, sem tekið var fyrir. Efni þess og afgreiðsla var bókuð í trúnaðarmálabók.

20.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 94

Málsnúmer 1311001

Fundargerðin staðfest.

20.1."Veiðimessa", viðburður

Málsnúmer 201305162

Í vinnslu.

20.2.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Að tillögu atvinnumálanefndar tekur bæjarráð undir ályktun 19.6 frá aðalfundi SSA 2013 þar sem skorað er á stjórnvöld að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir, og bendir á í því samengi mikilvægi þess að útrýma einbreiðum brúm á Austurlandi. Það verkefni er mikið umferðaöryggismál en óvenju hátt hlutfall af einbreiðum brúm á Íslandi er að finna á Austurlandi. Einnig vill bæjarráð hvetja stjórnvöld til að hrinda af stað strax á næsta ári áformum sínum um stóraukna skógrækt. Á Héraði og víðar hefur verið fjárfest mikið í aðstöðu og þekkingu á þessu sviði og því mikilvægt að auknu fé verði varið í þessa mikilvægu atvinnugrein.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.3.Boð um aukningu hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201310125

Fyrir liggur bréf dagsett 24. október 2013, frá Gróðrastöðinni Barra ehf, með annars vegar hvatningu um að hluthafar leggi félaginu til aukið hlutafé eigi hluthafar þess kost og hins vegar að útvíkka hluthafahópinn til að ná áætlun um hlutafjáraukningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarráð aukningu á hlutafé Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs um kr. 1.5 milljónir í Gróðrastöðinni Barra ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.4.Drög að samningi um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands

Málsnúmer 201311006

Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurbrú, dagsettur 4. nóvember 2013, með drögum að samþykktum fyrir Atvinnuþróunarsjóð Austurlands. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til aðildar að sjóðunum fyrir 23. nóvember 2013. Sjóðurinn tæki til starfa 1. janúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað gerist aðili að sjóðnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.5.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018

Fyrir liggur umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin ber heitið Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Verkefnið sem umsóknin byggir á samanstendur af lokahönnun og deiliskipulagi fyrir salerni og bílastæði við Vatnsskarðsveg og byggingu þess, auk framkvæmda varðandi merkingar við upphaf og krossgötur leiða og endurbætur á ferðaleiðum sem tengjast Dyrfjöllum og Stórurð. Fyrr á árinu fékkst framlag úr sama sjóði til að láta fara fram hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir því að sveitarfélagið, í samráði við Borgarfjárðarhrepp,láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar hefðbundnar upplýsingar varðandi þróun rekstrarkostnaðar og tekna ársins, íbúaþróun og fleira.
Einnig kynnti hann námsferð til Skotlands sem hann fór í nú í september og var á vegum Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Að lokum lagði hann fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu, þar sem verið er að brýna fyrir sveitarfélögum að halda áætlunum sínum um niðurgreiðslu skulda og að ná skuldaviðmiðum á tilsettum tíma.

Lagðir fram viðaukar nr. 1 til 18 við fjárhagsáætlun 2013, sem eru breytingar frá gildandi fjárhagsáætlun ársins. Þeir eru sem hér segir:

1.. 21-65. Árshátíð starfsfólks 4.000.000
2.. 04-41 Fræðasetur H.Í -3.000.000
3.. 00-10 Tekjujöfnunarframlag 14.263.000
3.. 00-10 Framlag v. fasteignask. -7.132.000
3.. 00-10 Framlag v. sérþarfa -1.930.000
3.. 00-10 Útgjaldajöfnunarframlag -1.401.000
3.. 02-18 Framlag v. húsl.bóta Jöfn. -3.800.000
4.. 02-50 Sam. kostn. málefna fatl. 8.162.000
4.. 02-52 Frekari liðveisla fatl. 3.400.000
4.. 00-10 Skólaskr. málefni fatl. -11.562.000
5.. 07-01 Ágóðahlutdeild E.B.Í. -1.108.500
6.. 04-59 Tónl.nám í öðru sv.fél. 250.000
7.. 04-25 Hallormsst.sk. v. veikinda 2.880.000
8.. 04-15 Tjarnarskógur v. veikinda 5.087.000
9.. 04-21 Egilsstaðask. v. veikinda 7.385.000
10.. 54-90 Söluhagnaður br. í Ásgarði -5.280.000
11.. 54-90 Lán til Sláturfélags Al. 1.500.000
12.. 54-xx Atvinnum.sj. kynningarefni 1.250.000
13.. 54-xx Atvinnum.sj. Drekasvæði 1.000.000
14.. 54-xx Atvinnum.sj. nf.hlf.Reiðh. 12.000.000

Mismunur tekna og gjalda til lækkunar á handbæru fé kr. 25.963.500

15.. 55-xx Atvinnum.sj. k.hl.fé.Barra 5.000.000
16.. 55-xx Atvinnum.sj. hlutafj.Vís.g. -5.000.000
17.. 55-xx Atvinnum.sj. sala hlf.Ásg. -21.120.000
18.. 32-xx Eignasj. aukn. gatnag.tekn. -4.843.500

Mismunur eignabreytinga til hækkunar á handbæru fé kr. -25.963.500

Heildarmismunur í breytingu á handbæru fé 0

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir framangreinda viðauka og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Björn Ingimarsson kynnti niðurstöðu varðandi ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Tjarnarskóg. Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Sigríði Herdísi Pálsdóttur um starfið.

Guðlaugur upplýsti um kostnað við að birta launaseðla frá sveitarfélaginu í heimabönkum. Bæjarráð leggur til að kannað verði meðal starfsmanna áhuga á þeirri útfærslu og að þeir verði jafnframt upplýstir um kostnað við breytinguna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.1.Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017

Að tillögu atvinnumálanefndar tekur bæjarráð undir ályktun 18.11 frá aðalfundi SSA 2013 um að Austurbrú styðji við verkefnið Make by þorpið og tryggi áframhald á því mikilvæga starfi sem þar hefur verið unnið. Vakin er athygli á mikilvægi skapandi greina til atvinnuþróunar á flestum sviðum og að á Héraði er hátt hlutfall ungs fólks sem menntar sig á þessu sviði. Bæjarráð bendir einnig á að menningartengd ferðaþjónusta fer mjög vaxandi þar sem vöruþróun á grunni skapandi greina gegnir mikilvægu hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.2.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073

Í vinnslu.

21.3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að uppsagnarfresti samningsins ljúki um næstu áramót. Stefnt verði að því að ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins verði tekin á næsta fundi atvinnumálanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.4.Unique Iceland East

Málsnúmer 201311037

Fyrir liggur tilboð um sameiginlega kynningu sveitarfélaga á Austurlandi um borð í flugvélum Icelandair.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu frá og með næsta ári með 350 þúsund kr. framlagi, sem takist af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.5.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Ábendingar atvinnumálanefndar voru til skoðunar við afgreiðslu á lið 3, langtíma fjárfestingaáætlun.

22.Fundargerð 158. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201310093

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð 808. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201311001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.