Fyrir liggur umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin ber heitið Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Verkefnið sem umsóknin byggir á samanstendur af lokahönnun og deiliskipulagi fyrir salerni og bílastæði við Vatnsskarðsveg og byggingu þess, auk framkvæmda varðandi merkingar við upphaf og krossgötur leiða og endurbætur á ferðaleiðum sem tengjast Dyrfjöllum og Stórurð. Fyrr á árinu fékkst framlag úr sama sjóði til að láta fara fram hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.
Atvinnumálanefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir því að sveitarfélagið láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Fyrir liggur umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin ber heitið Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Verkefnið sem umsóknin byggir á samanstendur af lokahönnun og deiliskipulagi fyrir salerni og bílastæði við Vatnsskarðsveg og byggingu þess, auk framkvæmda varðandi merkingar við upphaf og krossgötur leiða og endurbætur á ferðaleiðum sem tengjast Dyrfjöllum og Stórurð. Fyrr á árinu fékkst framlag úr sama sjóði til að láta fara fram hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir því að sveitarfélagið, í samráði við Borgarfjárðarhrepp,láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Fyrir liggur umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin ber heitið Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Verkefnið sem umsóknin byggir á samanstendur af lokahönnun og deiliskipulagi fyrir salerni og bílastæði við Vatnsskarðsveg og byggingu þess, auk framkvæmda varðandi merkingar við upphaf og krossgötur leiða og endurbætur á ferðaleiðum sem tengjast Dyrfjöllum og Stórurð. Fyrr á árinu fékkst framlag úr sama sjóði til að láta fara fram hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og lýsir ánægju sinni með verkefnið og samþykkir að sveitarfélagið, í samráði við Borgarfjarðarhrepp, láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Fyrir liggur tilkynning um styrk að upphæð kr. 5.000.000 frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar". Hafinn er undirbúningur að framkvæmdum í sumar sem varða skipulagsmál og lagfæringu á stikum og stígum.
Atvinnumálanefnd fagnar þessu og hvetur til þess að hugað verði að fjármögnun verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
Fyrir liggur tilkynning um styrk að upphæð kr. 5.000.000 frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar". Þegar er hafinn undirbúningur að framkvæmdum í sumar sem varða skipulagsmál og lagfæringu á stikum og stígum.
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar fjárveitingunni og hvetur til þess að hugað verði að fjármögnun verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015. Bæjarráð óskar eftir því að á næsta fundi bæjarráðs liggi fyrir upplýsingar um stöðu verkefnisins.
Vísað frá 257. fundi bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.
Lagðir fram minnispunktar frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa varðandi stöðu verkefnisins.
Fram kom m.a. að unnið er að verkefninu ásamt fulltrúum Borgafjarðarhrepps og er gert ráð fyrir að farið verði á þessu ári í að ljúka við hönnun þjónustuhúss, sem staðsett verður á Vatnsskarði, bekkja, stika o.fl. Framleiddar verða stikur og áfangastaða-, skiltaundirstöður eins og svigrúm verður til. Stefnt er að því að byrja grunnvinnu á Vatnsskarði þar sem þjónustuhúsið mun rísa auk þess að fyrirhugað er að stika leiðir og koma því upp sem tilbúið verður. Auglýst hefur verið óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna þjónustuhússins. Á næsta ári er síðan áformað að reisa þjónustuhúsið og ljúka stikun, ef fjármagn leyfir.
Bæjarráð fagnar því að verkefnið er komið af stað og bindur vonir við að áform um framvindu þess gangi eftir.
Atvinnumálanefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir því að sveitarfélagið láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.