Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

257. fundur 28. maí 2014 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og veitti upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti talnaefni.

Fjármálastjóri kynnti nýjan starfsmann á fjármálasviði Valdísi Vöku Kristjánsdóttur, sem kemur í stað Hjördísar Ólafsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í vetur. Bæjarráð þakkar Hjördísi fyrir vel unnin störf og býður Valdísi velkomna í starfsmannahópinn. Bæjarráð samþykkir að Valdís Vaka fái prókúru á tékkareikningum Fljótsdalshéraðs nr. 4700 í Arionbanka og tékkareikningi nr. 1 í Íslandsbanka.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038Vakta málsnúmer

Guðlaugur kynnti stöðuna í frumáætlunargerð fjárhagsáætlunar 2015, en hann hefur nú tekið saman þær áætlanir sem komu frá nefndum og starfsmönnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að fjárhagsáætlun 2015 fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.

3.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 98

Málsnúmer 1405006Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

3.1.Austurbrú, fundur með stofnunum og fyrirtækjum

Málsnúmer 201405048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.2.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning um styrk að upphæð kr. 5.000.000 frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar".
Þegar er hafinn undirbúningur að framkvæmdum í sumar sem varða skipulagsmál og lagfæringu á stikum og stígum.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar fjárveitingunni og hvetur til þess að hugað verði að fjármögnun verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
Bæjarráð óskar eftir því að á næsta fundi bæjarráðs liggi fyrir upplýsingar um stöðu verkefnisins.

3.3.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2014

Málsnúmer 201404181Vakta málsnúmer

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnumálanefndar.

3.4.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 201403095Vakta málsnúmer

Lagt fram.

3.5.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir, að tillögu atvinnumálanefndar,að teknar verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til að bæta salernisaðstöðu í miðbæ Egilsstaða. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt er að vinna áfram að varanlegri lausn í samvinnu við þjónustuaðila á svæðinu.

4.Fundargerð 170. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201405078Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar SSA, nr.6, 2013-2014

Málsnúmer 201405072Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi 13.maí 2014

Málsnúmer 201405093Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201405126Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Kjarasamningur grunnskólakennara 2014

Málsnúmer 201405122Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar nýr kjarasamningur við félag grunnskólakennara.

9.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá eMax varðandi hugmyndir þeirra um núverandi fjarskiptakerfi þeirra í dreifbýli sveitarfélagsins og mögulegar endurbætur á því.Jafnframt liggur fyrir beiðni frá eMax um þátttöku sveitarfélagsins í endurnýjun á dreyfikerfi þeirra á Héraði.

Bæjarráð hafnar erindi eMax um fjárframlög til endurnýjunar og úrbóta á núverandi dreifikerfi. Bæjarráð mun þó áfram kanna aðra kosti í fjarskiptamálum innan sveitarfélagsins.

10.Beiðni um kaup á landi

Málsnúmer 201403001Vakta málsnúmer

Málinu var vísað frá 256.fundi bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fulltrúa lóðarhafa um kaup þeirra á lóðinni eins og hún er nú mörkuð .Þess verði gætt að áfram verði til staðar umferðarréttur um slóð sem liggur um lóðina og gerður verði samningur um vatnstökurétt lóðarhafa í landi sveitarfélagsins.

11.Frumvarp til laga um opinber fjármál

Málsnúmer 201405082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Þuríðarstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brúargerð

Málsnúmer 201302040Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 256. fundi bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Skotfélag Austurlands varðandi fyrirhugaða brúargerð við skotæfingarsvæðið við Þuríðarstaði. Áætlað er að heildarkostnaður muni nema á bilinu 6,2 til 9,1 millj. kr. og er óskað eftir aðkomu sveitafélagsins að framkvæmdinni með fjárstyrk sem nemi 50% af framkvæmdakostnaði en þó aldrei hærri upphæð en 4,5 millj. kr. Fyrir liggur að framkvæmdin hefur hlotið samþykki bæjarstjórnar samanber bókun á 174. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2013.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningi við Skotfélagið um framkvæmdina að því gefnu að framkvæmdin rúmist innan heildarfjárheimilda ársins, samþykktri samkvæmt fjárhagsáætlun 2014.

13.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála um móttöku kæru, dags. 6. maí 2014. Í bréfinu kemur fram að Úrskurðarnefnd hefur lögum samkvæmt þrjá til sex mánuði til að kveða upp sinn úrskurð, en jafnframt kemur fram að nefndin telur sér ekki fært að ljúka málinu innan árs frá móttöku kærunnar.
Bæjarráð telur algerlega óásættanlegt að opinber útskurðarnefnd sjái sér ekki fært að fara að fyrirmælum laga í starfsemi sinni. Kærendur hafa að jafnaði ríka hagsmuni af því að fá úrskurði í sínum málum og krefst bæjarráð þess að yfirvöld sjái til þess að lögum verði fylgt í þessu máli sem og öðrum.

14.Stuðningur við starfsemi svæðisbundinna miðla

Málsnúmer 201405101Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 15. maí 2014, undirritað af Tjörva Hrafnkelssyni f.h. Austurfréttar ehf. og Sverri Mar Albertssyni f.h. Útgáfufélags Austurlands varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.

Stefán Bogi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð beinir því til Austurbrúar og stjórnar SSA að kannað verði með hvaða hætti best verði unnið að framtíð og eflingu staðbundinnar fjölmiðlunar á Austurlandi. Æskilegt er að málið verði sérstaklega tekið upp á aðalfundi SSA á komandi hausti.

Samþykkt með 2 atkvæðum en 1 var fjarverandi.

15.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa

Málsnúmer 201309120Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 257. fundi bæjarstjórnar, til nánari skoðunar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um dreifingu verkefna leikskóla- og sérkennslufulltrúa.

16.Kynbundinn launamunur

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð Pwc í jafnlaunaúttekt fyrir Fljótsdalshérað.

Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Pwc í gerð jafnlaunaúttektar fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að úttektin fari fram haustið 2014. Kostnaður verði færður á máflokk 21, aðkeypt sérfræðiþjónusta.

17.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145Vakta málsnúmer

Með vísan til bókunar fræðslunefndar frá fundi hennar 26. maí sl. staðfestir bæjarráð niðurstöður vinnuhóps un nær- og stoðþjónustu.

18.Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum

Málsnúmer 201405138Vakta málsnúmer

Lögð fram drög af viljayfirlýsingu um tveggja ára verkefni á vegum Stofnunar rannsóknasetra.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

Fundi slitið.