Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa - erindi frá leikskólastjórum

Málsnúmer 201309120

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 23.09.2013

Erindinu vísað til bæjarstjóra og fræðslufulltrúa.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 12.05.2014

Lögð fram tillaga að því hvernig megi tryggja þeim verkefnum farveg sem áður var sinnt af leikskólafulltrúa. Fræðslunefnd styður framlagða tillögu með þeim fyrirvara að breytt skipan verkefna leikskólafulltrúa kallar á endurskipulagningu starfa þeirra sem hlut eiga að máli. Fræðslunefnd leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að strax verði brugist við og sérfræðiþjónusta við leikskólana hjá Skólaskrifstofu Austurlands efld. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Lögð fram tillaga að því hvernig megi tryggja þeim verkefnum farveg sem áður var sinnt af leikskólafulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að sérfræðiþjónusta við leikskólana hjá Skólaskrifstofu Austurlands verði efld. Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni að öðru leyti til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Málinu vísað frá 257. fundi bæjarstjórnar, til nánari skoðunar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um dreifingu verkefna leikskóla- og sérkennslufulltrúa.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Málinu vísað frá 257. fundi bæjarstjórnar, til nánari skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til 2. mgr. 11 gr. laga um leikskóla, að vísa málinu til umsagnar foreldraráða leikskóla Fljótsdalshéraðs.
Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir lok júní.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 259. fundur - 07.07.2014

Lögð fram umsögn frá svæðisráði foreldra leikskólabarna á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð staðfestir fyrri bókun ráðsins, dags. 28.05.14, og samþykkir fyrirliggjandi tillögu um dreifingu verkefna leikskóla- og sérkennslufulltrúa. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja eftir þeim athugasemdum er fram komu í niðurstöðum vinnuhóps um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins, sem og þeim ábendingum er fram koma í fyrirliggjandi umsögn frá svæðisráði foreldra leikskólabarna á Fljótsdalshéraði, við þróun þjónustunnar innan sveitarfélagsins. Sérstaklega skal horft til þessa við útfærslu nýs samnings um þjónustu Skólaskrifstofu Austurlands sem óskað hefur verið eftir af hálfu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.