Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

198. fundur 04. júní 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
 • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
 • Páll Sigvaldason aðalmaður
 • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
 • Árni Kristinsson aðalmaður
 • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257

Málsnúmer 1405016

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.19 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.23. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 1.23. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.23. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.23. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.23. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.14, 1.18 og 1.23. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 1.23 og Eyrún Arnardóttir, sem ræddi liði 1.23 og 1.15.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Á fundi bæjarráðs kynnti fjármálastjóri nýjan starfsmann á fjármálasviði Valdísi Vöku Kristjánsdóttur, sem kemur í stað Hjördísar Ólafsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í vetur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar Hjördísi fyrir farsæl og vel unnin störf og býður Valdísi velkomna í starfsmannahópinn. Bæjarstjórn samþykkir að Valdís Vaka fái prókúru á tékkareikningi Fljótsdalshéraðs nr. 4700 í Arionbanka og tékkareikningi nr. 1 í Íslandsbanka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagðan ramma að fjárhagsáætlun 2015 og vísar honum til endanlegar vinnslu í nefndum sveitarfélagsins á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 98

Málsnúmer 1405006

Fundargerðin staðfest.

1.4.Austurbrú, fundur með stofnunum og fyrirtækjum

Málsnúmer 201405048

Lagt fram til kynningar.

1.5.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018

Í vinnslu.

1.6.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2014

Málsnúmer 201404181

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og atvinnumálanefndar.

1.7.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 201403095

Lagt fram til kynningar.

1.8.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að teknar verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til að kosta bætta salernisaðstöðu í miðbæ Egilsstaða. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt er að vinna áfram að varanlegri lausn í samvinnu við þjónustuaðila á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Fundargerð 170. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201405078

Lagt fram til kynningar.

1.10.Fundargerð stjórnar SSA, nr.6, 2013-2014

Málsnúmer 201405072

Lagt fram til kynningar.

1.11.Fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi 13.maí 2014

Málsnúmer 201405093

Lagt fram til kynningar.

1.12.Fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201405126

Lagt fram til kynningar.

1.13.Kjarasamningur grunnskólakennara 2014

Málsnúmer 201405122

Lagt fram til kynningar.

1.14.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Fyrir fundi bæjarráðs lágu upplýsingar frá eMax varðandi hugmyndir þeirra um núverandi fjarskiptakerfi þeirra í dreifbýli sveitarfélagsins og mögulegar endurbætur á því. Jafnframt liggur fyrir beiðni frá eMax um þátttöku sveitarfélagsins í endurnýjun á dreifikerfi þeirra á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs hafnar bæjarstjórn erindi eMax um fjárframlög til endurnýjunar og úrbóta á núverandi dreifikerfi. Bæjarráð mun þó áfram láta kanna aðra kosti í fjarskiptamálum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Beiðni um kaup á landi

Málsnúmer 201403001

Málinu var vísað frá 256.fundi bæjarráðs, til frekari umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fulltrúa lóðarhafa um kaup þeirra á lóðinni, eins og hún er nú mörkuð. Þess verði gætt að áfram verði til staðar umferðarréttur um slóð sem liggur um lóðina og gerður verði samningur um vatnstökurétt lóðarhafa í landi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Frumvarp til laga um opinber fjármál

Málsnúmer 201405082

Lagt fram til kynningar.

1.17.Þuríðarstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brúargerð

Málsnúmer 201302040

Á fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir viðræðum við Skotfélag Austurlands varðandi fyrirhugaða brúargerð við skotæfingarsvæðið við Þuríðarstaði. Áætlað er að heildarkostnaður muni nema á bilinu 6,2 til 9,1 millj. kr. og er óskað eftir aðkomu sveitafélagsins að framkvæmdinni með fjárstyrk sem nemi 50% af framkvæmdakostnaði en þó aldrei hærri upphæð en 4,5 millj. kr. Fyrir liggur að framkvæmdin hefur hlotið samþykki bæjarstjórnar samanber bókun á 174. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningi við Skotfélagið um framkvæmdina að því gefnu að framkvæmdin rúmist innan heildarfjárheimilda ársins, samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.18.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Lagt fram svarbréf Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála um móttöku kæru, dags. 6. maí 2014. Í bréfinu kemur fram að Úrskurðarnefnd hefur lögum samkvæmt þrjá til sex mánuði til að kveða upp sinn úrskurð, en jafnframt kemur fram að nefndin telur sér ekki fært að ljúka málinu innan árs frá móttöku kærunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur algerlega óásættanlegt að opinber úrskurðarnefnd sjái sér ekki fært að fara að fyrirmælum laga í starfsemi sinni. Kærendur hafa að jafnaði ríka hagsmuni af því að fá úrskurði í sínum málum og krefst bæjarráð þess að yfirvöld sjái til þess að lögum verði fylgt í þessu máli sem og öðrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.19.Stuðningur við starfsemi svæðisbundinna miðla

Málsnúmer 201405101

Lagt fram bréf, dagsett 15. maí 2014, undirritað af Tjörva Hrafnkelssyni f.h. Austurfréttar ehf. og Sverri Mar Albertssyni f.h. Útgáfufélags Austurlands varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs beinir bæjarstjórn því til Austurbrúar og stjórnar SSA að kannað verði með hvaða hætti best verði unnið að framtíð og eflingu staðbundinnar fjölmiðlunar á Austurlandi. Æskilegt er að málið verði sérstaklega tekið upp á aðalfundi SSA á komandi hausti.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SBS)

1.20.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa

Málsnúmer 201309120

Málinu vísað frá 257. fundi bæjarstjórnar, til nánari skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til 2. mgr. 11 gr. laga um leikskóla, að vísa málinu til umsagnar foreldraráða leikskóla Fljótsdalshéraðs.
Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir lok júní.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.21.Kynbundinn launamunur

Málsnúmer 201309028

Lagt fram tilboð Pwc í jafnlaunaúttekt fyrir Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ganga að tilboði Pwc í gerð jafnlaunaúttektar fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að úttektin fari fram haustið 2014. Kostnaður verði færður á málaflokk 21-08, aðkeypt sérfræðiþjónusta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.22.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Vísað til bókunar undir lið 5.5 í þessari fundargerð.

1.23.Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum

Málsnúmer 201405138

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um tveggja ára verkefni á vegum Stofnunar rannsóknasetra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu, þó þannig að yfirskrift verkefnisins verði "Samfélag og náttúra" og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117

Málsnúmer 1405017

Til máls tók: Páll Sigvaldason, sem las fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 130

Málsnúmer 1405014

Fundargerðin staðfest.

2.2.Úlfsstaðaskógur 26, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405035

Í vinnslu.

2.3.Reynishagi, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405073

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.4.Eyjólfsstaðaskógur 24,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405074

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.5.Ullartangi 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405075

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.6.Kaldá, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405007

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311115

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.8.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi

Málsnúmer 201405030

Erindi í tölvupósti dagsett 07.05.2014, þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um nýtt leyfi fyrir gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Laufey Eiríksdóttir kt. 261051-2149. Starfsstöð er Brávellir 10, Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins

Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 16. maí. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

Málsnúmer 201404183

Erindi í tölvupósti dagsett 28.04.2014 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Sæmundur Guðberg Guðmundsson kt. 271260-5989. Starfsstöð er Gíslastaðir, Fljótsdalshéraði.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.
Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 16. maí. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Umsókn um rekstrarleyfi/gisting

Málsnúmer 201404201

Erindi í tölvupósti dagsett 30.04. 2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Stormur gisting ehf. kt. 570114-1580. Starfsstöð er Stormur 2, 4 og 6.

Þar sem einungis hús nr. 2 er komið á lóðina, þá mælir byggingarfulltrúi með veitingu leyfis fyrir það. Verið er að byggja hús nr. 4 og 6, umsögn mun berast þegar þau hús eru komin á lóðirnar Stormur 4 og 6.

Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 16. maí 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Beiðni um lagningu göngustígs

Málsnúmer 201405086

Í vinnslu.

2.12.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

Málsnúmer 201405118

Erindi í tölvupósti dagsett 20.05. 2014 þar sem Valur Sveinsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Austurför, umsókn um skilti

Málsnúmer 201405052

Erindi í tölvupósti dagsett 06.05. 2014 þar sem Heiður Vigfúsdóttir f.h. Austurfarar ehf.kt. 650899-2539, óskar eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti samkvæmt meðfylgjandi ljósmyndum. Málið var áður á dagskrá 14.05. 2014. Fyrir liggja hugmyndir og vangaveltur um vegvísa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila uppsetningu á auglýsingaskilti til bráðabirgða, eða þar til fyrir liggur ákvörðun um skiltastand. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að ákveða staðsetningu á bráðabirgðaskilti í samráði við bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Ósk um að skila lóð

Málsnúmer 201405114

Erindi dagsett 20.05.2014 þar sem Snorri Hlöðversson kt.130544-4019 óskar eftir að skila inn lóðinni Bláargerði 27, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta verðmeta malarpúðann og afgreiða málið samkvæmt reglum þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.15.Strætóstoppistöðvar

Málsnúmer 201405105

Í vinnslu.

2.16.Fundargerð 116. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201405119

Lagt fram til kynningar.

2.17.Rekstri símasjálfsala hætt/Tilkynning

Málsnúmer 201309057

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

2.18.Laufás, umsókn um botnlangagötu

Málsnúmer 201209078

Í vinnslu.

2.19.Umferðaröryggi/Fagradalsbraut

Málsnúmer 201405095

Í vinnslu.

2.20.Skurður norðan Dagsverks

Málsnúmer 201404156

Í vinnslu.

2.21.Ósk um gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku

Málsnúmer 201405059

Erindi dagsett 08.05. 2014 þar sem Helgi Jensson kt.1409623769 óskar eftir gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku. Fyrir liggur hugmynd að skjólbeltum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og þakkar bréfritara erindið
og samþykkir að tekið verði tillit til þess við vinnu, samanber bókun undir lið 4.16 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.22.Frístundabyggð Eyvindará

Málsnúmer 201306044

Lagt fram til kynningar.

2.23.Miðbæjarsvæðið, bílastæði og þjónusta við ferðamenn.

Málsnúmer 201405123

Í vinnslu.

2.24.Vatnsskarð, óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Málsnúmer 201405033

Fyrir liggur tillaga um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dags. 15. maí 2014, vegna þjónustustaðar í Vatnsskarði. Breytingin felur það í sér að gert verður ráð fyrir minni háttar mannvirkjum til þess að bæta þjónustu við ferðafólk, sem fer um Dyrfjöll, Stórurð og nálæg svæði. Um er að ræða einn stað í Vatnsskarði við Borgarfjarðarveg nr. 94. Umræddur staður er á óbyggðu svæði skv. stefnu um landnotkun í gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og samþykkir að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst skv. 36. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.25.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201405124

Erindi dagsett 16.05. 2014 þar sem Ásdís Ámundadóttir kt.170461-2589 sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, skv. framlögðu lóðarblaði dags.13.05. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.26.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma.

Málsnúmer 201405125

Erindi í tölvupósti dagsett 22.05. 2014 þar sem Kári Hlíðar Jósefsson kt.040783-4319 f.h. Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs kt.500387-3199, óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma við golfvöllinn Ekkjufelli. Staðsetning samkvæmt framlagðri afstöðumynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn stöðuleyfi fyrir tvo gáma til eins árs samkvæmt 2.6.1.gr. byggingarreglugerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.27.Einbúablá 18a og 18b, vegna fráveitu og grunnvatns

Málsnúmer 200811123

Fyrir liggja upplýsingar um hugmyndir, sem fram hafa komið til úrbóta. Málið var áður á dagskrá 29.04. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og telur tillögu um borun fyrir lögn óraunhæfa vegna kostnaðar. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.28.Minjasafn, merking Safnahússins á Egilsstöðum.

Málsnúmer 201405137

Í vinnslu.

2.29.Beiðni um nýtingu túna í landi Eyvindarár

Málsnúmer 201404150

Erindi móttekið 23.4. 2014 þar sem Jón Björgvin Vernharðsson kt.050980-4999 og Sigurður Hallgrímur Jónsson kt.150757-2079 óska eftir að fá samning um afnot af túnum sveitarfélagsins úr landi Eyvindarár.
Málið var áður á dagskrá 14.05. 2014. Fyrir liggja drög að leigusamningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan leigusamning dags. 28.05. 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.30.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156

Í vinnslu.

2.31.Gjaldskrá vegna lausagöngu stórgripa

Málsnúmer 201405159

Lögð er fram tillaga um gjald vegna handsömunar og vörslu stórgripa í þéttbýli Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjald fyrir handsömun stórgripa verði kr. 7.000,- pr. grip og gjald vegna vörslu verði kr. 15.000,- pr. grip á sólarhring. Gjaldskráin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 118

Málsnúmer 1405023

Til máls tók: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Samkaup, ósk um lagfæringar á plani

Málsnúmer 201107016

Fyrir liggur tillaga um frágang á planinu við Kaupvang 2 og 6. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar verður alfarið á höndum framkvæmdaraðila. Ef til þess kemur að sveitarfélagið þurfi á lóðinni að halda getur það leyst framkvæmdina til sín.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um frágang bílaplans við Kaupvang 2 og 6.
Bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá nauðsynlegum samningum við hlutaðeigandi aðila vegna umræddrar framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71

Málsnúmer 1405018

Til máls tók: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Stjórnarfundir Náttúrustofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201401081

Lagt fram til kynningar.

4.2.Áhrif Fljótsdalsstöðvar á fiskilíf í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal.

Málsnúmer 201307034

Fyrir liggur skýrsla Veiðimálastofnunar LV-2013-084.
"Fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðará og Gilsár 2011 og 2012."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir að framlagðar skýrslur sýna mikil og að því er virðist óafturkræf áhrif á lífríki og lífskilyrði í Lagarfljóti. Í því ljósi hvetur bæjarstjórn Landsvirkjun að grípa til þeirra mótvægisaðgerða sem mögulegar kunna að vera og að ganga þegar í stað til viðræðna við landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Bæjarstjórn tekur einnig undir mikilvægi áframhaldandi rannsókna á lífríki fljótsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Vöktun skúms á Úthéraði 2005-2013

Málsnúmer 201403115

Lagt fram til kynningar.

4.4.Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Málsnúmer 201402206

Fyrir liggur skýrsla unnin af Kolbeini Árnasyni. LV-2014-021. "Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjastjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og bendir á, að rétt er að hafa samanburðarsvæði utan áhrifasvæðis aðganga Fljótsdalsstöðvar til að meta áhrif úrkomu á grunnvatnsstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2013

Málsnúmer 201404013

Lagt fram til kynningar.

4.6.Hreindýratalning norðan Vatnajökuls 2013

Málsnúmer 201403028

Lagt fram til kynningar.

4.7.Bogfimideild Skaust, svæði fyrir æfingar og mót

Málsnúmer 201405103

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.

4.8.Ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Í vinnslu.

4.9.Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 201303049

Í vinnslu.

4.10.Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 201303050

Í vinnslu.

4.11.Samfélagsdagur 2014

Málsnúmer 201402084

Lagt fram til kynningar.

4.12.Hreindýraveiði

Málsnúmer 201404154

Lagt fram til kynningar.

4.13.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Fyrir liggur bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 22.04.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að útbúin verði tvö lerkiskýli fyrir þrjár sorptunnur hvort. Ein tunna fyrir almennt sorp, ein fyrir pappír og ein fyrir flöskur og dósir. Skýlin verði staðsett sitthvoru megin Fagradalsbrautar í miðbænum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fulltrúa Þjónustusamfélagsins um nánari staðsetningu og eftirlit.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Refaveiði, skipulagning

Málsnúmer 201311131

Í vinnslu.

4.15.Selskógur 2014

Málsnúmer 201402167

Til umræðu er frágangur í og við Selskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma af stað eftirtöldum framkvæmdum við Selskóg: Frágang við bílastæði þ.e. laga skurðinn, bæta við röri í lækinn, malbika neðrihlutann af göngustígnum og setja nýtt hlið á göngustíginn. Gera við brú og lagfæra ræsi á stóra hringnum í Selskógi

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.16.Fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Málsnúmer 201312042

Til umræðu er 2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið. Málið var áður á dagskrá 21.01.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að fenginn verði fagaðili til að hanna umhverfi aðkomuleiða í þéttbýlið samkvæmt tillögu frá vinnuhóp Þjónustusamfélagsins 10.12.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17.Göngustígur Ullartanga

Málsnúmer 201405128

Til umræðu er göngustígur á Ullartanga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að leita eftir samþykki landeiganda varðandi frágang og legu göngustígs á Ullartanga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.18.Velferð villtra dýra

Málsnúmer 201405129

Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 202

Málsnúmer 1405020

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 5.5. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 5.5 og Karl Lauritzson sem þakkaði gott samstarf.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Innritun í leikskóla 2014

Málsnúmer 201405136

Lagt fram til kynningar.

5.2.Fiskmáltíðir í leikskólum

Málsnúmer 201405134

Í vinnslu.

5.3.Drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna á leikskólum

Málsnúmer 201405135

Í vinnslu.

5.4.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur eðlilegt að sú fræðslunefnd sem innan skamms verður kjörin til næstu fjögurra ára fái tækifæri til að fara yfir forvarnarstefnuna áður en hún verður endanlega staðfest af bæjarstjórn. Gefst þá einnig ráðrúm til að bregðast við nokkrum ábendingum sem fram hafa komið vegna stefnunnar.
Málinu er því vísað á ný til fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir niðurstöður starfshóps um nær- og stoðþjónustu innan skólakerfisins og tekur þannig undir með fræðslunefnd. Ítrekað er mikilvægi þess að sérfræðiþjónusta við leikskóla verði efld og að tryggt sé að sveitarfélagið uppfylli öll ákvæði reglugerðar nr. 584 frá 2010 á markvissan hátt á báðum skólastigum. Hvað varðar framkvæmd valkvæðra þátta þjónustunnar telur bæjarstjórn mikilvægt að farið verði yfir málið með skólastjórnendum til að tryggja sem farsælasta framkvæmd þeirra þátta. Bæjarstjórn bendir líka á að samkvæmt mati fræðslunefndar leikur vafi á að ákvæði um uppbyggingu rafræns gagnagrunns með sameiginlegum aðgangi stuðningsteyma standist lög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.
Í lok fundar þökkuðu Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Eyrún Arnardóttir og Karl Lauritzson fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu. Einnig þakkaði Stefán Bogi Sveinsson forseti fundarmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu og óskaði þeim bæjarfulltrúum velfarnaðar, sem nú yfirgefa hópinn.

Fundi slitið.