Ósk um gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku

Málsnúmer 201405059

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 08.05.2014 þar sem Helgi Jensson kt.1409623769 óskar eftir gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku. Fyrir liggur hugmynd að skjólbeltum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara erindið og leggur til við bæjarstjórn að fenginn verði fagaðili til að hanna umhverfi aðkomuleiða í þéttbýlið samkvæmt tillögu frá vinnuhóp Þjónustusamfélagsins dags. 10.12.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Erindi dagsett 08.05. 2014 þar sem Helgi Jensson kt.1409623769 óskar eftir gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku. Fyrir liggur hugmynd að skjólbeltum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og þakkar bréfritara erindið
og samþykkir að tekið verði tillit til þess við vinnu, samanber bókun undir lið 4.16 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.