Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

117. fundur 28. maí 2014 kl. 17:00 - 19:54 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru "Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði 2014" og "Gjaldskrá vegna lausagöngu stórgripa" og verða þeir liðir númer 21 og 22 í dagskránni.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 130

Málsnúmer 1405014

Fyrir liggur fundargerð 130. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags.16.05.2014

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina.

1.1.Úlfsstaðaskógur 26, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405035

Staðfest

1.2.Reynishagi, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405073

Staðfest

1.3.Eyjólfsstsk. 24,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405074

Staðfest

1.4.Ullartangi 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405075

Staðfest

1.5.Kaldá, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405007

Staðfest

1.6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311115

Staðfest

1.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi

Málsnúmer 201405030

Staðfest

1.8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

Málsnúmer 201404183

Staðfest

1.9.Umsókn um rekstrarleyfi/gisting

Málsnúmer 201404201

Staðfest

2.Beiðni um lagningu göngustígs

Málsnúmer 201405086

Erindi dagsett 08.04.2014 þar sem Jón Pétursson kt. 230630-5859 óskar eftir að lokið verði við gerð göngustígsins milli húsanna nr.7 og 9 við Litluskóga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

Málsnúmer 201405118

Erindi í tölvupósti dagsett 20.05.2014 þar sem Valur Sveinsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Austurför, umsókn um skilti

Málsnúmer 201405052

Erindi í tölvupósti dagsett 06.05.2014 þar sem Heiður Vigfúsdóttir f.h. Austurför ehf.kt.650899-2539, óskar eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti samkvæmt meðfylgjandi ljósmyndum. Málið var áður á dagskrá 14.05.2014. Fyrir liggja hugmyndir og vangaveltur um vegvísa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að heimila uppsetnigu á auglýsingaskilti til bráðabyrgða, eða þar til fyrir liggur ákvörðun um skiltastand. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að ákveða staðsetningu á bráðabyrgðaskilti í samráði við bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ósk um að skila lóð

Málsnúmer 201405114

Erindi dagsett 20.05.2014 þar sem Snorri Hlöðversson kt.130544-4019 óskar eftir að skila inn lóðinni Bláargerði 27, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta verðmeta malarpúðann og afgreiða málið samkvæmt reglum þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Strætóstoppistöðvar

Málsnúmer 201405105

Erindi dagsett 15.09.2013 þar sem Sigríður Lára Sigurjónsdóttir kt.040474-5799 og Sigurlaug Gunnarsdóttir kt.310371-3439 leggja til að gerð verði lítilsháttar breyting á akstursleið Sæta (strætó).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa erindinu til umsagnar vinnuhóps um umferðaröryggismál ásamt staðsetningum annarra stoppistöðva.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundargerð 116. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201405119

Lögð er fram 116. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands dagsett 15.05.2014.

Lagt fram til kynningar.

8.Rekstri símasjálfsala hætt/Tilkynning

Málsnúmer 201309057

Erindi dagsett 05.09.2013 þar sem starfsfólk Símans tilkynnir að rekstri símasjálfsala verði hætt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að rekstri símasjálfsalans verði hætt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Laufás, umsókn um botnlangagötu

Málsnúmer 201209078

Til umræðu er að gera Laufás að botnlangagötu.

Málið er í vinnslu.

10.Umferðaröryggi/Fagradalsbraut

Málsnúmer 201405095

Erindi dagsett 13.05.2014 þar sem Hrönn Garðarsdóttir kt.250170-4409 óskar eftir úrbótum fyrir gangandi vegfarendur til að komast yfir Fagradalsbraut. Lagt er til að gerð verði undirgöng undir götuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Fagradalsbraut er gert ráð fyrir undirgöngum við gatnamót Tjarnarbrautar/Fagradalsbrautar. Nefndin bendir á að veghaldari, Vegagerðin, er þegar með málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skurður norðan Dagsverks

Málsnúmer 201404156

Til umræðu er frágangur á skurði norðan lóðarinnar Dagsverk. Málið var áður á dagskrá 29.04.2014. Fyrir liggur tillaga um frágang.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ósk um gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku

Málsnúmer 201405059

Erindi dagsett 08.05.2014 þar sem Helgi Jensson kt.1409623769 óskar eftir gróðursetningu skjólbelta í Selbrekku. Fyrir liggur hugmynd að skjólbeltum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara erindið og leggur til við bæjarstjórn að fenginn verði fagaðili til að hanna umhverfi aðkomuleiða í þéttbýlið samkvæmt tillögu frá vinnuhóp Þjónustusamfélagsins dags. 10.12.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Frístundabyggð Eyvindará

Málsnúmer 201306044

Lagt er fram minnisblað vegna fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar um tillögu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Eyvindarár ehf.

Lagt fram til kynningar.

14.Miðbæjarsvæðið, bílastæði og þjónusta við ferðamenn.

Málsnúmer 201405123

Erindi dagsett 16.05.2014 þar sem Sigurður Ragnarsson f.h. Húsfélags Miðvangs 2-4 vill koma á framfæri áhyggjum Húsfélagsins sem snýr að skipulagi miðbæjarins og móttöku ferðamanna almennt á Egilsstöðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar ábendingarnar, en þessi mál hafa verið í umræðunni og eru í vinnslu.

15.Vatnsskarð, óveruleg breyting

Málsnúmer 201405033

Fyrir liggur tillaga um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dags. 15. maí 2014, vegna þjónustustaðar í Vatnsskarði. Breytingin felur það í sér að gert verður ráð fyrir minni háttar mannvirkjum til þess að bæta þjónustu við ferðafólk, sem fer um Dyrfjöll, Stórurð og nálæg svæði. Um er að ræða einn stað í Vatnsskarði við Borgarfjarðarveg nr.94. Umræddur staður er á óbyggðu svæði skv. stefnu um landnotkun í gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst skv. 36.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201405124

Erindi dagsett 16.05.2014 þar sem Ásdís Ámundadóttir kt.170461-2589 sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, skv. framlögðu lóðarblaði dags.13.05.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma.

Málsnúmer 201405125

Erindi í tölvupósti dagsett 22.05.2014 þar sem Kári Hlíðar Jósefsson kt.040783-4319 f.h. Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs kt.500387-3199, óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma við golfvöllinn Ekkjufelli. Staðsetning samkvæmt framlagðri afstöðumynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykir stöðuleyfi fyrir tvo gáma til eins árs samkvæmt 2.6.1.gr. byggingarreglugerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Einbúablá 18a og 18b, vegna fráveitu og grunnvatns

Málsnúmer 200811123

Fyrir liggja upplýsingar um hugmyndir, sem fram hafa komið tíl úrbóta. Málið var áður á dagskrá 29.04.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur tillögu um borun fyrir lögn óraunhæfa vegna kostnaðar. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Minjasafn, merking Safnahussins á Egilsstöðum.

Málsnúmer 201405137

Erindi í tölvupósti dagsett 12.05.2014 þar sem Unnur Birna Karlsdóttir bendir á að merkja þurfi staðsetningu Safnahússins á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela starfmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Beiðni um nýtingu túna í landi Eyvindarár

Málsnúmer 201404150

Erindi móttekið 23.4.2014 þar sem Jón Björgvin Vernharðsson kt.050980-4999 og Sigurður Hallgrímur Jónsson kt.150757-2079 óska eftir að fá samning um afnot af túnum sveitarfélagsins úr landi Eyvindarár.
Málið var áður á dagskrá 14.05.2014. Fyrir liggja drög að leigusamningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagðan leigusamning dags. 28.05.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156

Til umræðu er Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði, nýr samningur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela starfsmönnum að setja í gang undirbúningsvinnu vegna fyrirkomlags snjómoksturs og hálkuvarna á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Gjaldskrá vegna lausagöngu stórgripa

Málsnúmer 201405159

Lögð er fram tillaga um gjald vegna handsömunar og vörslu stórgripa í þéttbýli Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gjald fyrir handsömun stórgripa verði kr.7.000,- pr. grip og gjald vegna vörslu verði kr. 15.000,- pr. grip á sólarhring. Gjaldskráin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:54.