Gjaldskrá vegna lausagöngu stórgripa

Málsnúmer 201405159

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117. fundur - 28.05.2014

Lögð er fram tillaga um gjald vegna handsömunar og vörslu stórgripa í þéttbýli Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gjald fyrir handsömun stórgripa verði kr.7.000,- pr. grip og gjald vegna vörslu verði kr. 15.000,- pr. grip á sólarhring. Gjaldskráin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Lögð er fram tillaga um gjald vegna handsömunar og vörslu stórgripa í þéttbýli Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjald fyrir handsömun stórgripa verði kr. 7.000,- pr. grip og gjald vegna vörslu verði kr. 15.000,- pr. grip á sólarhring. Gjaldskráin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.