Frístundabyggð Eyvindará

Málsnúmer 201306044

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Erindi dagsett 11.06.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 f.h. eigenda Eyvindarár ehf. kynnir fyrir nefndinni áform um deiliskipulag svæðis fyrir frístundabyggð í landi Jarðarinnar Eyvindará og þess farið á leit við nefndina að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, þannig að hægt verði að afgreiða deiliskipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir. Tillögurnar verði auglýstar samhliða samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Erindi dagsett 11.06.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 f.h. eigenda Eyvindarár ehf. kynnir fyrir nefndinni áform um deiliskipulag svæðis fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Eyvindará og þess farið á leit við nefndina að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, þannig að hægt verði að afgreiða deiliskipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að gerð verði tillaga að breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þegar að tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir. Tillögurnar verði auglýstar samhliða samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt verði Hitaveitu Egilsstaða og Fella sent málið til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117. fundur - 28.05.2014

Lagt er fram minnisblað vegna fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar um tillögu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Eyvindarár ehf.

Lagt fram til kynningar.