Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

98. fundur 20. júní 2013 kl. 17:00 - 19:03 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er "Alcoa, bílastæða- og biðskýlamál" og verður sá liður númer 15 í dagskránni.
Samþykkt.

1.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags.07.06.2013. Staður eftirlits er Vatnsveita Hjaltalundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta fara fram endurbætur.

Samþykkt með handauppréttingu.

2.Hróarstunguvegur, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201306041

Erindi í tölvupósti dags.12.06.2013 þar sem Sveinn Sveinsson, Vegagerðinni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr eyrum Jökulsár á Dal vegna endurbyggingar á Hróarstunguvegi, Hringvegur-Arbakki, sbr. meðfylgjandi gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið gildi aðeins fyrir þessa tilteknu framkvæmd.

Samþykkt með handauppréttingu.

3.Ósk um breytingu á lóðarmörkum

Málsnúmer 201306045

Erindi ódagsett innskráð 11.06.2013 þar sem íbúar að Lagarási 2, Egilsstöðum óska eftir breytingu á lóðarmörkum á lóð sinni samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði dags. 11.06.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning fyrir lóðina.

Samþykkt með handauppréttingu.

4.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

Málsnúmer 201304103

Lögð fram drög að forvalsauglýsingu og keppnislýsingu vegna samkeppni um hönnun og skipulag á aðkomuleiðum og mögulegum mannvirkjum tengdum svæðinu. Málinu vísað frá bæjarráði til umsagnar nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu aftur til bæjarráðs þar sem ekki liggur ljóst fyrir hver umsögnin á að vera.

Samþykkt með handauppréttingu.

5.Skógarsel 3, umsókn um uppsetningu á vegg við göngustíg

Málsnúmer 201110072

Erindi dagsett 11.10.2011 þar sem Guðgeir Þ. Ragnarsson Hjarðar kt.090153-4639, óskar eftir að gengið verði frá vegg við göngustíg á lóðamörkum Skógarseli 3, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 26.10.2011. fyrir liggur kostnaðarmat á framkvæmdinni.

Sigvaldi vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta framkvæma verkið ef kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2013.

Samþykkt með handauppréttingu.

6.Umsókn um byggingarleyfi/sólpallur

Málsnúmer 201306049

Erindi dagsett 12.06.2013 þar sem Arnar Sigbjörnsson kt.160372-3389, sækir um leyfi til að byggja sólpall ásamt skjólvegg á lóð sinni að Hlöðum, Fellabæ, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201302030

Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að tak til skoðunar að gera breytingu á gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs í samræmi við hugmyndir um lagningu hálendisvegar norðan Vatnajökuls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi um málið með Svæðisráði Austursvæðis og forsvarsmönnum áhugahóps um hálendisveg. Áætluð veglína þarf að liggja fyrir áður en farið verður í breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt með handauppréttingu.

8.Frístundabyggð Eyvindará

Málsnúmer 201306044

Erindi dagsett 11.06.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 f.h. eigenda Eyvindarár ehf. kynnir fyrir nefndinni áform um deiliskipulag svæðis fyrir frístundabyggð í landi Jarðarinnar Eyvindará og þess farið á leit við nefndina að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, þannig að hægt verði að afgreiða deiliskipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir. Tillögurnar verði auglýstar samhliða samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt með handauppréttingu.

9.Lagarás 4/framkvæmdir sveitarfélagsins

Málsnúmer 201306010

Erindi dagsett 03.06.2013 þar sem Valdimar Benediktsson kt.120341-3599, þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmdir á lóðinni Lagarás 4, Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá 12.06.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að láta bréfritara í té þau gögn sem skylt er samkvæmt upplýsingalögum nr.140/2012. Nefndin hafnar því erindinu að öðru leiti.

Samþykkt með handauppréttingu.

10.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni

Málsnúmer 201306050

Erindi dags.12.06.2013 þar sem Kristdór Þór Gunnarsson kt.020879-4249, fyrir hönd Akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum, sækir um leyfi til að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýness, laugardaginn 29. júní 2013 frá kl. 09.00 til ca. kl. 18:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða keppni.

Samþykkt með handauppréttingu.

11.Umsókn um stöðuleyfi fyrir veðurstöð í landi Húseyjar

Málsnúmer 201306058

Erindi dags. 13.06.2013 þar sem Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri vindorkurannsókna hjá Landsvirkjun, fyrir hönd Landsvirkjunar, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 10 m hátt mastaur í landi Húseyjar, Fljótsdalshéraði til eins árs, vegna rannsókna á veðurfarslegum þáttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skiplags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir mastrinu til eins árs.

Samþykkt með handauppréttingu.

12.Beiðni um umbætur á Fífuhvammi

Málsnúmer 201306059

Erindi innskráð 14.06.2013 þar sem Jens Davíðsson og Sigrún J. Steindórsdóttir íbúar við Fífuhvamm Fellabæ, óska eftir að gerðar verði endurbætur á Fífuhvammi, gatan rykbundin og komið verði upp kassa fyrir sand til hálkuvarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda-og þjónustufulltrúa að verða við beiðni bréfritara.

Samþykkt með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201306072

Erindi í tölvupósti dags. 18.06.2013 þar sem Guðjón Magnússon hjá Vegagerðinni, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna vinnslu á 2000 m3 af efni í malarslitlag í námu E87 í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Að efnistöku lokinni verður gengið frá námunni í samráði við eftirlitsaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið gildi aðeins fyrir þessa tilteknu framkvæmd.

Samþykkt með handauppréttingu.

14.Blómvangur 1, vegna bílastæða

Málsnúmer 201306073

Erindi í tölvupósti dags.19.06.2013 þar sem fram kemur að huga þarf að bílastæðum fyrir starfsmenn vegna byggingar hjúkrunarheimilisins. Stungið er upp á að útbúa bílastæðaplan sunnan við fóðurblönduna. Einnig er sótt um leyfi fyrir vinnubúðum innan lóðar Blómvangi 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í hugmyndina og samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið í samráði við lóðarhafa Blómabæjar.

Samþykkt með handauppréttingu.

15.Alcoa, bílastæða- og biðskýlamál

Málsnúmer 201108134

Til umræðu er staðsetning strætóskýla á Egilsstöðum og í Fellabæ. Fyrir liggja tillögur um staðsetningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu um staðsetningu skýlanna.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:03.