Hróarstunguvegur, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201306041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 97. fundur - 12.06.2013

Erindi dagsett 12.06.2013 þar sem Sveinn Sveinsson hjá Vegagerðinni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr eyrum Jökulsár á Dal, vegna endurbyggingar á Hróarstunguvegi.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Erindi í tölvupósti dags.12.06.2013 þar sem Sveinn Sveinsson, Vegagerðinni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr eyrum Jökulsár á Dal vegna endurbyggingar á Hróarstunguvegi, Hringvegur-Arbakki, sbr. meðfylgjandi gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið gildi aðeins fyrir þessa tilteknu framkvæmd.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Erindi í tölvupósti dags.12.06.2013 þar sem Sveinn Sveinsson, Vegagerðinni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr eyrum Jökulsár á Dal vegna endurbyggingar á Hróarstunguvegi, Hringvegur-Árbakki, sbr. meðfylgjandi gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa, eða staðgengli hans, að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið gildi aðeins fyrir þessa tilteknu framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.