Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

235. fundur 26. júní 2013 kl. 16:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Vegna sumarleyfis bæjarstjórnar fer bæjarráð nú með fullnaðarafgreiðsluheimild skv. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og bókunar bæjarstjórnar frá 19. júní sl.

1.Fundargerð 151. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201306101

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.1.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081

Fyrir lá tillaga skólanefndar um að yfirstjórn skólans verði færð undir Egilsstaðaskóla frá og með skólaárinu 2013 - 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð ítrekar niðurstöðu bæjarstjórnar frá 19. júní 2013 um að ekki sé raunhæft að gera grundvallarbreytingar á skólastarfi í Hallormsstaðaskóla með svo skömmum fyrirvara.
Bæjarráð ítrekar jafnframt að skipuðum starfshópi um framtíð Hallormsstaðaskóla hefur verið falið að starfa áfram og mun skila tillögum í haust sem komi geti til framkvæmda á árinu 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


1.2.Hallormsstaðaskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201306069

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjóra og fræðslufulltrúa falið að vinna að málinu í samráði við skólayfirvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Félagsmálanefnd - 117

Málsnúmer 1306011

Fundargerðin staðfest.

2.1.Ósk Kvenfélagsins Bláklukku um fundaraðstöðu í Hlymsdölum

Málsnúmer 201305121

Fyrir fundinum lá erindi frá kvenfélaginu Bláklukku þar sem óskað er eftir fundaraðstöðu fyrir félagið í Hlymsdölum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að fela félagsmálastjóra og atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að ganga frá samningi við Bláklukku um afnot af húsnæðinu með hliðsjón af forsendum erindisins.

2.2.Beiðni um umsögn vegna frjálsíþróttaskóla UÍA og UMFÍ

Málsnúmer 201306014

Lagt fram til kynningar.

2.3.Launaáætlun fyrstu 5 mánuði ársins.

Málsnúmer 201306067

Lagt fram til kynningar.

2.4.Rammaáætlun Félagsþjónustunnar 2014

Málsnúmer 201306085

Í vinnslu.

2.5.Stefna og starfsáætlun Félagsþjónustunnar tekin til umræðu.

Málsnúmer 201306093

Í vinnslu.

2.6.Jafnréttismál

Málsnúmer 201303070

Í vinnslu.

3.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 13. júní 2013

Málsnúmer 201306054

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.1.Hallormsstaðaskóli - mat á skólastarfi

Málsnúmer 201306068

Fyrir lágu þrjár skýrslur úr Skólapúlsinum sem byggja á viðhorfskönnunum meðal nemenda, foreldra og starfsmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með skólanefnd og lýsir áhyggjum yfir þeirri mynd er fram kemur í skýrslunum. Mikilvægt er að unnið verði markvisst að úrbótum með það að markmiði að ráða bót á þeirri stöðu er fram kemur í umræddum skýrslum og verði það eitt af þeim verkefnum sem unnið verði að á fyrri hluta komandi skólaárs. Fræðslufulltrúa falið að vinna að málinu í samráði við skólayfirvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hækkun hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201305206

Afstöðu til erindisins var frestað á fundi bæjarráðs 11. júní 2013, en bæjarstjóra falið að afla upplýsing um afstöðu stjórnar atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs til þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir hönd atvinnumálasjóðs samþykkir bæjarráð að nýta ekki forkaupsrétt sjóðsins að auknu hlutafé í gróðrarstöðinni Barra að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201305074

Erindinu vísað frá 180. fundi bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur áherslu á að leikskólarými sveitarfélagsins nýtist sem best og reynt verði að finna leið til þess að veita sem flestum börnum sem náð hafa tilskildum aldri leikskólavist í haust. Stutt greinargerð um stöðu málsins verði lögð fyrir fund bæjarráðs 10. júlí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Námsferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands 2013

Málsnúmer 201306034

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 6.júní 2013 um fyrirhugaða námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Skotlands dagana 3.- 5. september nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að senda einn fulltrúa í ferðina og að kostnaður verði færður á liðinn 21-62.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kaup á rafmangstímatökutækjum

Málsnúmer 201306035

Lagt fram bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dagsett 7. júní 2013 með beiðni um stuðning við kaup á rafmagnstímatökubúnaði og öðru því sem nauðsynlegt er til að halda mót sem uppfyllir bæði alþjóðlegar kröfur og skilyrði til að staðfesta árangur á alþjóðlega vísu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir nánari skoðun og að höfðu samráði við fagaðila, samþykkir bæjarráð að gerast aðili að umræddum kaupum að því gefnu að þau sveitarfélög sem leitað er til önnur komi einnig að kaupunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2013

Málsnúmer 201306056

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett 11.júní 2013, undirritað af Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra með kynningu á Styrktarsjóði EBÍ og boði um að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að vinna tillögu að umsókn í Styrktarsjóð EBÍ 2013. Tillögu skal leggja fyrir fund bæjarráðs eigi síðar en 14. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar

Málsnúmer 201305171

Lagt fram til kynningar bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna, dagsett 18.júní 2013, andsvar við svari Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. maí 2013 við álitsbeiðni Rangárþings ytra vegna samþykktar um nauðungarsölu.

10.Uppfærsla á tölvubúnaði

Málsnúmer 201306080

Haddur Áslaugsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir tillögum um endurnýjun á tölvubúnaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram í þeim anda sem fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir og felur umsjónarmanni tölvumála að vinna, annars vegar, kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar í stofnunum sveitarfélagsins og hins vegar, að gera tillögu að samsetningu vinnuhóps er hafi það verkefni að vinna stefnumótun fyrir heildarmynd upplýsingartæknimála hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samstarf við Landsvirkjun

Málsnúmer 201306084

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúa Landsvirkjunar varðandi framtíðarsamskipti sveitarfélagsins og fyrirtækisins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði fjögurra manna samráðshópur sveitarfélagsins og Landsvirkjunar er í eigi sæti af hálfu Fljótsdalshéraðs Björn Ingimarsson og Stefán Bogi Sveinsson. Undir þennan hóp skulu falla öll samskipta- og þróunarmál sem til skoðunar hafa verið með aðilum og skal hann koma í stað þeirra samráðs- og samstarfshópa annarra sem hafa verið skipaðir. Hópurinn skal funda fyrsta föstudag hvers mánaðar til að byrja með (til ársloka 2013) en síðan ársfjórðungslega eftir nánar samkomulagi. Bæjarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri og óska eftir tilnefningum frá Landvirkjun svo kalla megi hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Lagður fram nýr samstarfssamningur um byggðasamlag sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshéraðs um Minjasafn Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita fyrirliggjandi samstarfssamning um Minjasafn Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Lagðir fram minnispunktar frá KPMG varðandi mögulegar leiðir að breyttu eignarhaldi Safnahúss. Samkvæmt fyrirliggjandi minnispunktum er gert ráð fyrir því að Fljótsdalshérað verði eitt sveitarfélaga eigandi að Safnahúsinu gegn því að falla frá innheimtu á hlutdeild annarra sveitarfélaga í kostnaði við viðbyggingu Menntaskólans á Egilsstöðum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela bæjarstjóra að kynna hugmyndir að eignaskiptum fyrir öðrum sveitarfélögum á svæðinu og óska eftir formlegri afstöðu til þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Farið var yfir fund bæjarráðs með stjórnum Minjasafns og Héraðsskjalasafns sem fram fór fyrr í dag.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda stjórnunum bréf með óskum um að tekin verði formleg afstaða til þeirra hugmynda sem ræddar voru á fundinum.

13.Saman hópurinn 2013

Málsnúmer 201306106

Lagt fram bréf frá Saman - hópnum, dagsett 10. júní 2013 þar sem sveitarfélög eru hvött til að huga vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna í sambandi við bæjarhátíðir.

Bæjarráð þakkar ábendingar er koma fram í framlögðum gögnum og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að auglýsing Saman hópsins birtist á heimasíðu sveitarfélagsins og á auglýsingatöflu í anddyri þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.1.Frístundabyggð Eyvindará

Málsnúmer 201306044

Erindi dagsett 11.06.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 f.h. eigenda Eyvindarár ehf. kynnir fyrir nefndinni áform um deiliskipulag svæðis fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Eyvindará og þess farið á leit við nefndina að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, þannig að hægt verði að afgreiða deiliskipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að gerð verði tillaga að breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þegar að tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir. Tillögurnar verði auglýstar samhliða samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt verði Hitaveitu Egilsstaða og Fella sent málið til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

15.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir tillögum að forgangsröðun fjárfestinga og stærri viðhaldsverkefna frá fagnefndum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að fá fulltrúa nefnda á fund bæjarráðs til að fara yfir áherslur viðkomandi og næsta fund bæjarráðs komi fulltrúar tveggja nefnda.
Bæjarstjóra falið að boða fulltrúa viðkomandi nefnda til fundanna.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98

Málsnúmer 1306010

Fundargerðin staðfest.

16.1.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Í vinnslu

16.2.Hróarstunguvegur, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201306041

Erindi í tölvupósti dags.12.06.2013 þar sem Sveinn Sveinsson, Vegagerðinni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr eyrum Jökulsár á Dal vegna endurbyggingar á Hróarstunguvegi, Hringvegur-Árbakki, sbr. meðfylgjandi gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa, eða staðgengli hans, að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið gildi aðeins fyrir þessa tilteknu framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.3.Ósk um breytingu á lóðarmörkum

Málsnúmer 201306045

Erindi ódagsett innskráð 11.06.2013 þar sem íbúar að Lagarási 2, Egilsstöðum óska eftir breytingu á lóðarmörkum á lóð sinni samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði dags. 11.06.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning fyrir lóðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.4.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

Málsnúmer 201304103

Lögð fram drög að forvalsauglýsingu og keppnislýsingu vegna samkeppni um hönnun og skipulag á aðkomuleiðum og mögulegum mannvirkjum tengdum svæðinu.

Fyrir liggur að verkefnið heyrir undir verksvið þriggja fastanefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir því að ráðið taki að sér umsjón með verkefninu í samráði við viðkomandi nefndir og starfsmenn.
Skipan fulltrúa í dómnefnd verkefninsins er vísað til næsta fundar bæjarráðs.

16.5.Skógarsel 3, umsókn um uppsetningu á vegg við göngustíg

Málsnúmer 201110072

Erindi dagsett 11.10.2011 þar sem Guðgeir Þ. Ragnarsson Hjarðar kt.090153-4639, óskar eftir að gengið verði frá vegg við göngustíg á lóðarmörkum Skógarseli 3, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 26.10.2011.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið ef kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.6.Umsókn um byggingarleyfi/sólpallur

Málsnúmer 201306049

Erindi dagsett 12.06.2013 þar sem Arnar Sigbjörnsson kt.160372-3389, sækir um leyfi til að byggja sólpall ásamt skjólvegg á lóð sinni að Hlöðum, Fellabæ, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.7.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201302030

Í vinnslu.

17.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Björn Ingimarsson bæjarstjórigerði grein fyrir minnisblaði frá Deloitte varðandi mögulega endurfjármögnun á lánum sveitarfélagsins.

Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.

Bæjarstjóri kynnti drög að bréfi til heilbrigðisráðherra vegna samnings um byggingu hjúkrunarheimilis. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið sem fyrst.

17.1.Lagarás 4/framkvæmdir sveitarfélagsins

Málsnúmer 201306010

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

17.2.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni

Málsnúmer 201306050

Erindi dags.12.06.2013 þar sem Kristdór Þór Gunnarsson kt.020879-4249, fyrir hönd Akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum, sækir um leyfi til að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýness, laugardaginn 29. júní 2013 frá kl. 09.00 til ca. kl. 18:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarráð ekki athugasemd við fyrirhugaða keppni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.3.Umsókn um stöðuleyfi fyrir veðurstöð í landi Húseyjar

Málsnúmer 201306058

Erindi dags. 13.06.2013 þar sem Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri vindorkurannsókna hjá Landsvirkjun, fyrir hönd Landsvirkjunar, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 10 m hátt mastur í landi Húseyjar, Fljótsdalshéraði til eins árs, vegna rannsókna á veðurfarslegum þáttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir mastrinu til eins árs.

17.4.Beiðni um umbætur á Fífuhvammi

Málsnúmer 201306059

Erindi innskráð 14.06.2013 þar sem Jens Davíðsson og Sigrún J. Steinsdóttir íbúar við Fífuhvamm Fellabæ, óska eftir að gerðar verði endurbætur á Fífuhvammi, gatan rykbundin og komið verði upp kassa fyrir sand til hálkuvarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkanefndar samþykkir bæjarráð að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að verða við beiðni bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.5.Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201306072

Erindi í tölvupósti dags. 18.06.2013 þar sem Guðjón Magnússon hjá Vegagerðinni, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna vinnslu á 2000 m3 af efni í malarslitlag í námu E87 í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Að efnistöku lokinni verður gengið frá námunni í samráði við eftirlitsaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið gildi aðeins fyrir þessa tilteknu framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.6.Blómvangur 1, vegna bílastæða

Málsnúmer 201306073

Erindi í tölvupósti dags.19.06.2013 þar sem fram kemur að huga þarf að bílastæðum fyrir starfsmenn vegna byggingar hjúkrunarheimilisins. Stungið er upp á að útbúa bílastæðaplan sunnan við fóðurblönduna. Einnig er sótt um leyfi fyrir vinnubúðum innan lóðar Blómvangi 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið í samráði við lóðarhafa Blómabæjar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.7.Alcoa, bílastæða- og biðskýlamál

Málsnúmer 201108134

Fyrir liggja tillögur að staðsetningu strætóskýla á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu skýlanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 20

Málsnúmer 1306013

Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður skólanefndar og Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

18.1.Hallormsstaðaskóli - launaþróun janúar til maí 2013

Málsnúmer 201306081

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.