Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201305074

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 13.05.2013

Ólöf Ragnarsdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti niðurstöður frumniðurröðunar nýrra nemenda í leikskólana Hádegishöfða og Tjarnarskógi.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 10.06.2013

Farið yfir forsendur innritunar í leikskóla á komandi skólaári. Fræðslunefnd leggur áherslu á að reynt verði að bregðast við og tryggja sem flestum þessara barna leikskólavist. Fræðslunefnd fer þess því á leit við bæjarráð að aukin fjárheimild fáist til að svo megi verða. Fræðslufulltrúa og leikskólafulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að leggja mat á kostnað við hugsanlegar lausnir málsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Í bókun fræðslunefndar kemur fram að nefndin leggur áherslu á að reynt verði að bregðast við og tryggja sem flestum þeirra barna sem sótt er um pláss fyrir, leikskólavist á næsta skólaári. Til að svo megi verða þurfa að koma til auknar fjárheimildir á þessu ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna óska fræðslunefndar um auknar fjárheimildir er erindinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Erindinu vísað frá 180. fundi bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur áherslu á að leikskólarými sveitarfélagsins nýtist sem best og reynt verði að finna leið til þess að veita sem flestum börnum sem náð hafa tilskildum aldri leikskólavist í haust. Stutt greinargerð um stöðu málsins verði lögð fyrir fund bæjarráðs 10. júlí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi fylgdi úr hlaði greinargerð sinni varðandi stöðu umsókna og veittra leikskólaplássa á komandi vetri, miðað við núverandi fjárheimildir. Fór hún yfir mönnun, húsnæðismál og kostnað við hugsanlegar lausnir og einnig umsóknir og uppsagnir á plássum eins og staðan er í augnablikinu.

Bæjarráð samþykkir að veita Fræðslufulltrúa heimild til að fullnýta húsrými á Hádegishöfða, gera þær ráðstafanir sem þarf vegna þess og taka saman fjárhagslegar upplýsingar um kostnað. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun 2013 sem mun taka til þessa máls.
Jafnframt er fræðslufulltrúa falið að kanna nánar möguleika á inntöku fleiri barna í yngsta aldurshópnum.

Bæjarráð samþykkir að fresta ráðningu leikskólafulltrúa til næstu áramóta, eða þangað til ákvörðun verður tekin um annað.