Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

178. fundur 22. maí 2013 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fyrir skráðan fund bæjarstjórnar fundaði hún með fulltrúum ungmennaráðs og hófst sá fundur kl. 16:00.
Einungis tveir fulltrúar ungmennaráðs mættu Rúna Dís Jónsdóttir og Sigríður Hlíðkvist.
Farið var yfir starfið hjá ungmennaráði í vetur og bentu þær stöllur á ýmis atriði sem að þeirra mati vantar fyrir unglinga og annað sem betur má fara í samfélaginu.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232

Málsnúmer 1305001

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.13 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.13.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Í vinnslu.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

1.3.Fundargerð 805.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1304156

Lagt fram til kynningar.

1.4.33. fundur Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 1304157

Lagt fram til kynningar.

1.5.Fundargerð stjórnar SSA nr.6 2012-1013

Málsnúmer 201304180

Lagt fram til kynningar.

1.6.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 30.04.2013

Málsnúmer 201304183

Lagt fram til kynningar.

1.7.Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 2013

Málsnúmer 201305062

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.8.Kauptilboð í Tjarnarás 9

Málsnúmer 201305022

Lagt fram kauptilboð í Tjarnarás 9,suðurenda. Fastanúmer er 217-6215 og stærð rýmis er 116,2 fermetrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hafna kauptilboði í Tjarnarás 9 suðurenda og telur ekki ástæðu til að selja eignina að svo stöddu, enda hafa forsendur breyst frá því að eigning var sett á sölu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að taka eignina af söluskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Umsókn um kaup á jörðinni Gröf

Málsnúmer 201210002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að skipa vinnuhóp varðandi nýtingu jarðarinnar Grafar skv. fyrri bókunum og erindi frá áhugahópi um skógrækt og útivist.
Jafnframt að hópinn skipi Stefán Bogi Sveinsson fulltrúi bæjarráðs, Þröstur Eysteinsson, fulltrúi áhugahópsins og Esther Kjartansdóttir fulltrúi umhverfis- og héraðsnefndar.
Stefáni Boga falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Fundargerð samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar

Málsnúmer 201206130

Í vinnslu.

1.11.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Afgreitt undir lið 1.9.

1.12.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna sameiginlegur starfshópur með Fljótsdalshreppi, sem greini stöðu, framtíðarhorfur og valkosti varðandi skólastarf á Hallormsstað.
Hópurinn verði skipaður Gunnhildi Ingvarsdóttur formanni skólanefndar og Sigrúnu Blöndal fulltrúa bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, tilnefndum af Fljótsdalshéraði og Lárusi Heiðarssyni fulltrúa hreppsnefndar Fljótsdalshrepps, tilnefndum af Fljótsdalshreppi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.13.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Lagt fram til kynningar.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 95

Málsnúmer 1305005

Til máls tók: Páll Sigvaldason sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Miðvangur 8-10/uppbygging

Málsnúmer 201304121

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Böðvar Bjarnason kt.301065-5239 og Stefán Sigurðsson kt.170766-2969, kynna áform um byggingu á lóðinni Miðvangur 8-10, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 24.04.2013
Bréfritarar mættu á fund skipulags- og mannvirkjanefndar og kynntu áform sín um byggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi tillögu og felur skipulags- og mannvirkjanefnd að vinna málið áfram m.a. með hliðsjón af mögulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lagt fram til kynningar.

2.3.Starfsleyfi fyrir dýragæslu í áhaldahúsinu, Tjarnarási 9

Málsnúmer 201304179

Lagt fram til kynningar.

2.4.Ósk um niðurfelling á gjaldi vegna hundahalds/minkahundur

Málsnúmer 201303009

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

2.5.Umsókn um niðurfellingu á skráningar- og eftirlitsgjaldi vegna hunds

Málsnúmer 1304163

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

2.6.Bílastæði við Miðvang 6

Málsnúmer 201304079

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónína Salný Guðmundsdóttir, fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, óskar eftir að minigolfinu norðan við Hlymsdali, yrði fundinn annar staður og komið væri fyrir bílastæðum á því svæði. Einnig að sett yrði upp einstefnuskilti við innákeyrslu og útafakstur bílastæða vestan við húsið. Málið var áður á dagskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu. Bæjarstjórn samþykkir að sett verði upp merki um tímatakmörkun við bílastæðin meðfram Miðvangi gegnt Hótel Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Viðtalstími Bæjarfulltrúa 19.04.2013

Málsnúmer 201305084

Tekið fyrir undir lið 2.6 í þessari fundargerð.

2.8.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201305079

Erindi dagsett 06.maí 2013 þar sem Magnea V. Svavarsdóttir fyrir hönd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, óskar eftir umsögn/samþykki bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sameiningar jarðarinnar Nýbýlalands 3 við jörðina Laufás, Fljótsdalshéraði. Einnig er sótt um samruna jarðanna, samkvæmt 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, geri bæjarstjórn ekki athugasemd við sameininguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við sameiningu jarðanna. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að sameina jarðirnar í Fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Umsókn um leyfi fyrir starfrækslu malbikunarstöðvar

Málsnúmer 201305002

Erindi í tölvupósti dagsett 30.04.2013 þar sem Ingi Friðbjörnsson fyrir hönd Norðurbiks ehf.kt.410704-2260, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um fyrirhugaða framleiðslu malbiks í Selhöfða, á tímabilinu ca. 15. júní til 1.ágúst 2013. Áður hefur verið framleitt malbik á þessu svæði. Fyrir liggur yfirlýsing umráðanda svæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við fyrirhugaða framleiðslu malbiks í Selhöfða á ofangreindu tímabili. Bæjarstjórn bendir á að afla skal tilskilinna leyfa fyrir starfseminni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Umsókn um áframhaldandi heimild til efnistöku úr malarnámu

Málsnúmer 201305001

Erindi dagsett 29.04.2013 þar sem Jónas Hallgrímsson kt.170445-2799 óskar eftir heimild til áframhaldandi efnistöku úr skilgreindri malarnámu í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, meðfram Grímsá í landi Úlfsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 3.málsgrein 47.greinar laga um náttúruvernd er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota.
Bent er á að samkvæmt annarri málsgrein 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er öll efnistaka háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar.
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn því erindinu eins og það liggur fyrir en bendir bréfritara á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, fari hún fram úr þeim mörkum sem tilgreind eru í 3. málsgr. 47. gr laga um náttúruvernd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Stóri Bakki, reiðvegur

Málsnúmer 201304108

Erindi í tölvupósti dagsett 27.03.2013 þar sem Benedikt Snorrason kt.290582-4749 spyr hvort megi setja reiðveg meðfram Hróarstunguvegi við Stóra-Bakka, vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar, en Vegagerðin hyggst leggja bundið slitlag á veginn við Stóra-Bakka. Málið var áður á dagaskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og manvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að lagður verði reiðslóði meðfram Hróarstunguvegi að austanverðu, á þeim kafla sem fyrirhugað er að leggja á bundið slitlag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201304029

Erindi dagsett 05.04.2013 þar sem Óli Metúsalemsson kt.270754-4579, fyrir hönd Birgis Bragasonar kt.230265-5889, óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi iðnaðarhús að Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Fyrir liggja teikningar af viðbyggingunni. Málið var áður á dagskrá 10.04.2013.
Fyrir liggja breyttar teikningar af viðbyggingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Laufás 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304045

Í vinnslu.

2.14.Lyngás 12,umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201305118

Erindi í tölvupósti dagsett 14.05.2013 þar sem Guðmundur H. Albertsson sækir um stöðuleyfi fyrir þrjá gáma við norðurenda byggingarinnar að Lyngási 12.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.15.S og M, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304063

Lagt fram til kynningar.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185

Málsnúmer 1305004

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.4 og bar fram spurningu. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.1 og bar fram spurningu. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi liði 3.4 og 3.1 og svaraði spurningum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.1 og 3.4. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 3.1 og svaraði fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.4 og Karl Lauritzson, sem ræddi liði 3.1 og 3.4.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Leikskólinn Tjarnarskógur - húsnæðismál Skógarlandi

Málsnúmer 201305073

Lagt fram til kynningar.

3.2.Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201305074

Lagt fram til kynningar.

3.3.Erindi frá foreldrum v. gjaldfrjáls sumarleyfis

Málsnúmer 201305085

Á fundi fræðslunefndar kynnti Ólöf Ragnarsdóttir leikskólafulltrúi forsögu þess að heimilt hefur verið að foreldrar geti tekið viðbótar gjaldfrjálst leyfi fyrir börn sín umfram sumarlokun leikskólanna. Ákvörðun um að takmarka slíkar heimildir við tvær vikur í tengslum við sumarlokun hefur mætt andstöðu nokkurra foreldra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og sér ekki tilefni til að breyta fyrri ákvörðun hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Leikskólinn Tjarnarskógur - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305075

Í vinnslu.

3.5.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Lagt fram til kynningar.

3.6.Leikskólinn Hádegishöfða - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305077

Lagt fram til kynningar.

3.7.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Lagt fram til kynningar.

3.8.Egilsstaðaskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305065

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

3.9.Egilsstaðaskóli - nemendamál - kynnt á fundinum

Málsnúmer 201305066

Málinu vísað til bæjarráðs.

3.10.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Lagt fram til kynningar.

3.11.Fellaskóli - niðurstöður foreldrakönnunar 2013

Málsnúmer 201305089

Lagt fram til kynningar.

3.12.Fellaskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305068

Skólastjóri kynnti fræðslunefnd stöðu í starfsmannamálum. Jón Gunnar Axelsson, aðstoðarskólastjóri verður í leyfi skólaárið 2013-2014 til að ljúka meistaranámi, Ásta María Hjaltadóttir mun leysa hann af þetta skólaár.
Skólastjóri kynnti einnig tillögu að skóladagatali Fellaskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Skóladagatalið hefur verið kynnt bæði meðal starfsmanna og í skólaráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.13.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Lagt fram til kynningar.

3.14.Brúarásskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305067

Skólastjóri kynnti fræðslunefnd tillögu að skóladagatali Brúarásskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Skóladagatalið hefur verið kynnt bæði meðal starfsmanna og í skólaráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.15.Brúarásskóli - kynning á matsskýrslu

Málsnúmer 201305080

Lagt fram til kynningar.

3.16.Brúarásskóli - umsókn um heimakennslu

Málsnúmer 201305088

Afgreiðsla fræðslunefdar staðfest.

3.17.Skipulag skólaaksturs 2013-2014

Málsnúmer 201305086

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að núgildandi tímabundnir samningar um skólaakstur verði endurnýjaðir með sama hætti og verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 19

Málsnúmer 1305002

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Hallormsstaðaskóli - drög að framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 201305053

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.2.Hallormsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201305054

Lagt fram til kynningar.

4.3.Erindi frá foreldrafélagi Hallormstaðaskóla

Málsnúmer 201305052

Afgreiðsla skólanefndar staðfest.

4.4.Umsókn um skólavist utan skólahverfis/heimasveitarfélags

Málsnúmer 201305051

Í vinnslu.

4.5.Hallormsstaðaskóli - Skipulag skólastarfs 2013-2014 - skóladagatal o.fl.

Málsnúmer 201305055

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skólanefnd og samþykkir framlagt skóladagatal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Hallormsstaðaskóli - frumdrög fjárhagsáætlunar 2014

Málsnúmer 201305056

Í vinnslu.

5.Félagsmálanefnd - 116

Málsnúmer 1304025

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2013

Málsnúmer 201305117

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.2.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 201305119

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.3.Reglur um félagslegt húsnæði 2013

Málsnúmer 201305097

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn breyttar reglur um félagslegt húsnæði hjá Fljótsdalshéraði, samkvæmt framlögðum gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

5.4.Yfirlit yfir fjárhagslega stöðu félagsþjónustu Fljh. janúar til og með apríl 2013

Málsnúmer 201305124

Lagt fram til kynningar.

5.5.Yfirlit yfir fjárhagslega stöðu tengda málaflokki fatlaðs fólks.

Málsnúmer 201305125

Lagt fram til kynningar.

5.6.Ósk Kvenfélagsins Bláklukku um fundaraðstöðu í Hlymsdölum

Málsnúmer 201305121

Í vinnslu.

5.7.Tilkynning um leyfi til reksturs sumarbúða

Málsnúmer 201305109

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.