Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Lagður fram tölvupóstur frá Hlyni Gauta Sigurðssyni, dags.19. febrúar 2013 annarsvegar með beiðni um að sveitarfélagið segi upp leigusamningi við ríkið á jörðinni Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá og hinsvegar beiðni um meðmæli um að Hlynur fái að kaupa jörðina.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óska eftir því við bréfritara að viðkomandi komi til fundar með bæjarráði til að fara yfir hugmyndir þeirra um málið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Málinu frestað, þar sem gestir sem ætluðu að koma á fundinn forfölluðust.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Til fundarins mættu: Hlynur Gauti Sigurðsson, Þröstur Eysteinsson og Cherry Curl til að fylgja eftir erindi þeirra varðandi eyðijörðina Hrjót í Hjaltastaðaþinghá og Gröf.

Bæjarráð samþykkir að skoða málið áfram og vísa því til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Erindinu var vísað frá 228.fundi bæjarráðs, til frekari skoðunar.

Bæjarráð telur að í stað þess að skoða áfram möguleika í tengslum við Hrjót, verði frekar unnið meira á grundvelli hugmynda sem áður hafa komið fram um jörðina Gröf.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að leggja til að skipaður veriði þriggja manna hópur til að kanna valkosti um að nýta jörðina Gröf að hluta sem friðland, að hluta sem skógræktarland og einnig til almennrar útivistar. Lagt er til að hópurinn verði skipaður einum fulltrúa bæjarráðs, einum fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd og einum fulltrúa frá bréfriturum. Óskað er eftir því að framangreindir aðilar taki afstöðu til hugmyndar bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að í stað þess að skoða áfram möguleika í tengslum við Hrjót, verði frekar unnið meira á grundvelli hugmynda sem áður hafa komið fram um jörðina Gröf.

Bæjarstjórn samþykkir að leggja til að skipaður veriði þriggja manna hópur til að kanna valkosti um að nýta jörðina Gröf að hluta sem friðland, að hluta sem skógræktarland og einnig til almennrar útivistar. Lagt er til að hópurinn verði skipaður einum fulltrúa bæjarráðs, einum fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd og einum fulltrúa frá bréfriturum. Óskað er eftir því að framangreindir aðilar taki afstöðu til hugmyndar bæjarráðs.

Samþykkt með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi. (EA)

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Hrjótur Hjaltastaðaþinghá
Erindi frá bæjarráði þar sem óskað er eftir fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd til þess að funda um landnýtingu á jörðinni Gröf í stað þess að leigusamningi um jörðina Hrjót verði sagt upp.

Umhverfis- og héraðsnefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur sem sinn fulltrúa. Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Fyrir fundi umhverfis- og héraðsnefndar lá erindi frá bæjarráði þar sem óskað er eftir fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd til þess að funda um landnýtingu á jörðinni Gröf í stað þess að leigusamningi um jörðina Hrjót verði sagt upp.
Umhverfis- og héraðsnefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur sem sinn fulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að komnar eru fram tilnefningar frá umhverfis- og héraðsnefnd og upphafsmönnum erindisins, felur bæjarstjórn bæjarráði að ljúka skipan hópsins á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Fjallað var um málið undir lið 9 í þessari fundargerð.