Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

232. fundur 15. maí 2013 kl. 16:00 - 20:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra þætti í rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson kynnti erindi frá Hilmari Gunnlaugssyni hrl. varðandi mögulega aðkomu Fljótsdalshéraðs að málarekstri Langanesbyggðar gegn fjármálaeftirlitinu. Birni falið að afla frekari upplýsinga um erindið.

Björn kynnti heimsókn frá starfsmönnum Deloitte og erindi þeirra varðandi endurskoðun á lánasafni Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Deloitte um þessa vinnu á grundvelli framlagðra gagna. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 6oo þúsund og verður tekinn af liðnum aðkeypt sérfræðiþjónusta.

Bæjarráð beinir því til atvinnumálanefndar að hún taki til skoðunar að veita fjármagni úr Atvinnumálasjóði, allt að kr. 1 milljón, til verkefnis Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar varðandi uppbyggingu á þjónustu við olíuleit, til að standa straum að kostnaði Fljótsdalshéraðs við það.

2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynntu samantekt sína á tillögum nefnda að fjárhagsáætlun 2014, en út frá þeim tillögum var ætlunin að vinna rammann að fjárhagsáætlun 2014, sem stefnan er að gefa út í júní nk.

Að lokinni yfirferð yfir samantektina var samþykkt að vísa henni til frekari vinnslu á næsta fundi bæjarráðs. Gert er svo ráð fyrir að bæjarstjórn afgreiði rammaáætlun ársins 2014 á fyrri fundi sínum í júní.

3.Fundargerð 805.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1304156

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.33. fundur Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 1304157

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar SSA nr.6 2012-1013

Málsnúmer 201304180

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 30.04.2013

Málsnúmer 201304183

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 2013

Málsnúmer 201305062

Lagður fram tölvupóstur dags. 7. maí 2013 frá Ingva Jónassyni f.h stjórnar Eignarhaldsfélagsin Fasteignar ehf., með fundarboði á aðalfund félagsins 28. maí 2013, ásamt ársreikningi fyrir árið 2012.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að Björn Ingimarsson verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og fari þar með umboð og atkvæði sveitarfélagsins.

8.Kauptilboð í Tjarnarás 9

Málsnúmer 201305022

Lagt fram kauptilboð í Tjarnarás 9,suður enda. Fastanúmer er 217-6215 og stærð rýmis er 116,2 fermetrar.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að hafna tilboðinu og telur ekki ástæðu til að selja eignina að svo stöddu, enda hafa forsendur breyst frá því að eigning var sett á sölu. Jafnframt samþykkt að taka eignina af söluskrá.

9.Umsókn um kaup á jörðinni Gröf

Málsnúmer 201210002

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að skipa vinnuhóp varðandi nýtingu jarðarinnar Grafar skv. fyrri bókunum og erindi frá áhugahópi um skógrækt og útivist.
Jafnframt að hópinn skipi Stefán Bogi Sveinsson fulltrúi bæjarráðs, Þröstur Eysteinsson, fulltrúi áhugahópsins og Esther Kjartansdóttir fulltrúi umhverfis- og héraðsnefndar.
Stefáni Boga falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

10.Fundargerð samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar

Málsnúmer 201206130

Í kjölfar bókunar bæjarstjórnar á síðasta fundi og fundi bæjarráðsfulltrúa með fulltrúum Landsvirkjunar 7. maí sl. samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar um framtíðarfyrirkomulag fastra samskipta sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Í þeim viðræðum kynni bæjarstjóri þær hugmyndir sem fram komu á þessum fundi bæjarráðs um fyrirkomulagið.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

11.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201302140

Fjallað var um málið undir lið 9 í þessari fundargerð.

12.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

Málsnúmer 201305081

Farið yfir umræður um málið sem urðu á fundi bæjarfulltrúa með fulltrúum hreppsnefndar Fljótsdalshrepps 8. maí sl.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að leggja til að skipaður verði þriggja manna sameiginlegur starfshópur með Fljótsdalshreppi, sem greini stöðu, framtíðarhorfur og valkosti varðandi skólastarf á Hallormsstað. Hópurinn verði skipaður formanni skólanefndar og einum fulltrúa tilnefndum af hvorri sveitarstjórn. Bæjarstjóra falið að ræða við oddvita Fljótsdalshrepps um framhaldið.

13.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Til fundarins mættu Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála og Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi, til að fylgja betur eftir greinargerðum sínum um almenningasamgöngur og skólaakstur á vegum Fljótsdalshéraðs.
Að lokinni yfirferð Freys yfir nýtingu á almenningssamgöngum í þéttbýlinu, var honum falið að óska eftir fundi með akstursaðila til að fara betur í gegnum nýtingu einstakra ferða og fl.
Helga fór síðan yfir nýtingu á almenningssamgöngum og skólaakstri á leiðunum Egilsstaðir Hallormsstaður og Egilsstaðir Brúarás.

Að lokinni yfirferð yfir málið var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að taka málið upp að nýju á fyrsta fundi í október, að fengnum frekari upplýsingum.

Fundi slitið - kl. 20:45.