Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 23.01.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmislegt talnaefni úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Skúla Björnssyni framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, varðandi hlutafjársöfnun til að halda áfram rekstri gróðrarstöðvarinnar á Valgerðarstöðum í Fellum.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að vísa erindinu til atvinnumálanefndar.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti viðræður um hugsanlega sölu á eignarhlut Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að heimila bæjarstjóra að ganga frá sölu á hlutafé sveitarfélagsins í Ásgarði, í samræmi við fram komnar upplýsingar á fundinum.

Bæjarstóri kynnti nýjustu fréttir af Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf, en hann sat fund í félaginu sl. mánudag.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti á fundi bæjarráðs viðræður um hugsanlega sölu á eignarhlut Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að ganga frá sölu á hlutafé sveitarfélagsins í Ásgarði, í samræmi við fram komnar upplýsingar á fundinum. Andvirði hlutafjárins renni í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjárhagslegar upplýsingar úr bókhaldinu, bæði varðandi rekstur ársins 2012 og 2013.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti undirritaðan samning við Ekkjufellssel vegna leigu á lóðum og byggingarlandi í Fellabæ.

Bæjarráð staðfesti samninginn fyrir sitt leyti.

Björn kynnti erindi frá Eyjólfi Þorkelssyni varðandi ráðstefnu um héraðslækningar sem stendur til að halda á Austurlandi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við ráðstefnuhaldið. Samþykkt með handauppréttingu að veita bæjarstjóra umboð til að semja um framkvæmdina. Fjármunir , allt að kr. 100.000 verði teknir af lið 21-50.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Á fundi bæjarráðs lagði Björn Ingimarsson bæjarstjóri fram og kynnti undirritaðan samning við Ekkjufellssel vegna leigu á lóðum og byggingarlandi í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fyrir fundi bæjarráðs lá erindi frá Eyjólfi Þorkelssyni varðandi ráðstefnu um héraðslækningar sem stendur til að halda á Austurlandi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við ráðstefnuhaldið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samkvæmt tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að semja um framkvæmdina. Fjármunir , allt að kr. 100.000 verði teknir af lið 21-50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og uppgjör vegna ársins 2012, en nú er verið að vinna það.

Bæjarstjóri kynnti vinnu við fjármögnun á byggingu hjúkrunarheimilisins. Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óskað verði eftir framkvæmdaláni frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna bygginguna á byggingartíma.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir framkvæmdaláni frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilisins við Blómvang 1 á byggingartíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Magnús Jónsson endurskoðandi sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir ýmis mál sem tengjast uppgjöri ársins 2012.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins í Ásgarði hf til Flugleiðahótela ehf. Kaupverð hefur þegar verið greitt.

Bæjarstjóri kynnti viðræður við Karl Lauritzson vegna vinnu við viðskiptaáætlun fyrir fjarskiptaverkefni. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Karl þar um.

Bæjarstjóri kynnti tillögu um breytta kostnaðarskiptingu vegna reksturs Minjasafns Austurlands. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Fljótsdalshrepp og Borgarfjárðarhrepp.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri tillögu um breytta kostnaðarskiptingu vegna reksturs Minjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Fljótsdalshrepp og Borgarfjarðarhrep á grundvelli hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsa tölur úr bókhaldinu.

Lagt fram kauptilboð í hluta húseignarinnar Tjarnarás 9. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að hafna tilboðinu, þar sem verðtilboðið þykir ekki ásættanlegt.

Kynnt erindi frá bókaútgáfunni Hólum, varðandi útgáfu á 100 ára sögu KHB. Samþykkt að kaupa 10 eintök af bókinni í forsölu og færa kaupverðið á lið 21-50.

Tekin fyrir bókun fræðslunefndar um orkumál í Brúarásskóla. Bæjarráð samþykkir með handaupréttingu að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að bregðast við beiðni fræðslunefndar og fara vel yfir málið og möguleika á úrbótum, meðal annars með tilliti til hugsanlegrar nýtingar vindorku, sólarorku eða annarra raforkukosta.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga, þar sem tilkynn er um arðgreiðslu vegna ársins 2012. Upphæð Fljótsdalshéraðs, að frádregnum fjármagnstekjuskatti nemur um 5,2 milljónum.

Kynnt samkomulag vegna móttöku á hópi unglækna. Samþykkt að styrkja ráðstefnuna um kr. 150.000 kr. og færa kostnaðinn á liðinn 21-50.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Á fundi bæjarráðs var lagt fram kauptilboð í hluta húseignarinnar Tjarnarás 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hafna tilboðinu, þar sem verðtilboðið þykir ekki ásættanlegt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt erindi frá bókaútgáfunni Hólum, varðandi útgáfu á 100 ára sögu KHB.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kaupa 10 eintök af bókinni í forsölu og færa kaupverðið á lið 21-50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt samkomulag vegna móttöku á hópi unglækna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að styrkja ráðstefnuna um kr. 150.000 kr. og færa kostnaðinn á liðinn 21-50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmsar samantektir sínar úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi með forsvarsmönnum Sláturfélags Austurlands.

Skrifstofustjóri kynnti frumdrög fjárhagsáætlunar 2014 fyrir málaflokk 21. Samþykkt að vísa þeim gögnum til gerðar rammaáætlunar fyrir árið 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti upplýsingar úr bókhaldinu.

Fram kom að fulltrúar Landsvirkjunar hafa óskað eftir því að fá að koma til fundar með fulltrúum Fljótsdalhéraðs að morgni þriðjudags 7. maí nk. Bæjarstjóra falið að undirbúa fund bæjarráðs og Landsvirkjunar á umræddum tíma.

Vegna óskar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um fund um málefni Hallormsstaðaskóla er bæjarstjóra falið að undirbúa slíkan fund í tengslum við fund bæjarstjórnar á Hallormsstað miðvikudaginn 8. maí nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra þætti í rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson kynnti erindi frá Hilmari Gunnlaugssyni hrl. varðandi mögulega aðkomu Fljótsdalshéraðs að málarekstri Langanesbyggðar gegn fjármálaeftirlitinu. Birni falið að afla frekari upplýsinga um erindið.

Björn kynnti heimsókn frá starfsmönnum Deloitte og erindi þeirra varðandi endurskoðun á lánasafni Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Deloitte um þessa vinnu á grundvelli framlagðra gagna. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 6oo þúsund og verður tekinn af liðnum aðkeypt sérfræðiþjónusta.

Bæjarráð beinir því til atvinnumálanefndar að hún taki til skoðunar að veita fjármagni úr Atvinnumálasjóði, allt að kr. 1 milljón, til verkefnis Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar varðandi uppbyggingu á þjónustu við olíuleit, til að standa straum að kostnaði Fljótsdalshéraðs við það.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 27.05.2013

Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 15. maí 2013 þar sem því er beint til atvinnumálanefndar að hún taki til skoðunar að veita fjármagni úr Atvinnumálasjóði, allt að kr. 1 milljón, til verkefnis Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar varðandi uppbyggingu á þjónustu við olíuleit, til að standa straum að kostnaði Fljótsdalshéraðs við það.

Atvinnumálanefnd leggur áherslu á þá hagsmuni fyrir svæðið sem kunna að felast í þjónustu vegna olíuleitar í hafinu norður af Íslandi og mælir með því að kostnaður Fljótsdalshéraðs vegna verkefnisins, allt að kr. 1 milljón, verði greiddur úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjárhagslegar upplýsingar úr bókhaldinu.

Varðandi ráðstefnu í Moldö í Noregi sem Fljótsdalshéraði stóð til boða að senda fulltrúa á, samþykkti bæjarráð með handauppréttingu að senda ekki fulltrúa að þessu sinni.

Kynntar hugmyndir að úrbótum á tölvumálum í fundarsölum á Lyngási 12 og kostnaður við það. Samþykkt að greina þarfir fundarmanna betur og taka saman frekari upplýsingar fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Bæjarráð staðfestir þá afgreiðslu atvinnumálanefndar að lagt verði fjármagn allt að kr. 1 milljón úr atvinnumálasjóði sveitarfélagsins, til að kosta aðkomu Fljótsdalshéraðs að verkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs varðandi uppbyggingu á þjónustu fyrir olíuleit á Drekasvæðinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir þá afgreiðslu atvinnumálanefndar að lagt verði fjármagn allt að kr. 1 milljón úr atvinnumálasjóði sveitarfélagsins, til að kosta aðkomu Fljótsdalshéraðs að verkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs varðandi uppbyggingu á þjónustu fyrir olíuleit á Drekasvæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum yfirstandiandi árs.

Kynning á námsferð til Skotlands nk.haust. Bæjarstjóri kynnti bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um þessa námsferð. Ákveðið að skoða málið betur og taka það fyrir á næsta fundi.

Kynnt boð um að kaupa eintak af mastersritgerð sem fjallar um ýmis starfsmannamál sveitarfélaga. Höfundur er Halldór Halldórsson. Bæjarstjóra falið að afgreiða málið.

Lagt fram lauslegt yfirlit yfir ástand tölvubúnaðar og sambanda í stofnunum sveitarfélagsins, sem umsjónarmaður tölvumála og skrifstofustjóri tóku saman fyrir bæjarráð. Samþykkt að óska eftir tillögum frá umsjónarmanni tölvumála varðandi endurnýjun búnaðar sem lagðar verða fyrir næsta fund bæjarráðs.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum ÍLS varðandi fjármögnun byggingar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Björn Ingimarsson bæjarstjórigerði grein fyrir minnisblaði frá Deloitte varðandi mögulega endurfjármögnun á lánum sveitarfélagsins.

Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.

Bæjarstjóri kynnti drög að bréfi til heilbrigðisráðherra vegna samnings um byggingu hjúkrunarheimilis. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið sem fyrst.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmislegt talnalegt efni tengt rekstri sveitarfélagsins.

Kynntar hugmyndir að fjármögnun hjúkrunarheimilis og endurfjármögnun lána sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram.

Kynntar hugmyndir að breytingu á viðmiðunarflokki á nefndarlaunum skólanefndar Hallormsstaðaskóla.
Bæjarráð samþykkir að breyta viðmiðunarflokki nefndarinnar úr C flokki í B flokk. Haft verði samráði við Fljótsdalshrepp um frágang málsins.

Kynnt dagskrá frá Lionsklúbbnum Múla, vegna móttöku á erlendum ungmennum sem dvelja á Austurlandi í umsjá klúbbanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og hafa bækistöð í Brúarásskóla.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 24.07.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Rædd málefni Reiðhallarinnar á Iðavöllum og bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða betur ýmsar hugmyndir sem hafa verið í umræðunni.

Hér vék Björn Ingimarsson af fundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti stöðuna í málum Reiðhallarinnar á Iðavöllum.Þau mál eru í vinnslu. Einnig fór hann yfir greinargerð varðandi safnahúsið á Egilsstöðum og ræddi mögulegar lausnir á vandamálum varðandi hávaða frá stólum í salnum í Hlymsdölum, sem leiðir upp í íbúðirnar í húsinu.
Einnig fór hann yfir nokkrar talnalegar upplýsingar frá fjármálastjóra, varðandi rekstur sveitarfélagsins á árinu.

Varðandi málefni safnahússins samþykkti bæjarráð að bera fyrirliggjandi tillögu undir stofnanir safnahússins og aðildarsveitarfélög. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

"Bæjarstjóri kynnti skammtímafjármögnunarsamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sem ætlað er að standa undir hluta af framkvæmdakostnaði vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs veitir Birni Ingimarsyni, bæjarstjóra, hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 250.000.000 kr. Heimildin gildi út árið 2013."
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarstjóri kynnti erindi frá HEF, varðandi nýja lagnaleið fyrir heitavatnslögn frá Austurlandsvegi upp í brekkuna vestan Menntaskólans. Hugmynd HEF gengur út á að við frágang lagnarinnar verði uppbyggður garður yfir lögninni breikkaður og nýttur sem göngustígur.
Að höfðu samráði við skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir bæjarráð samhljóða með handauppréttingu að fela bæjarstjóra að semja við HEF um að gengið verði frá lögninni þannig að nýst geti við lagningu göngustígs. Sá aukakostnaður sem fellur til við breytinguna verði greiddur úr bæjarsjóði.

Bæjarstjóri kynnti einnig staðgreiðsluyfirlit ágústmánaðar og kemur þar fram að staðgreiðsla ársins virðist vera í samræmi við fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir heimild bæjarráðs Fljótsdalshéraðs sem veitti Birni Ingimarsyni, bæjarstjóra, heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 250.000.000 kr. vegna byggingar hjúkrunarheimilis. Heimildin gildi út árið 2013."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri erindi frá HEF, varðandi nýja lagnaleið fyrir heitavatnslögn frá Austurlandsvegi upp í brekkuna vestan Menntaskólans. Hugmynd HEF gengur út á að við frágang lagnarinnar verði uppbyggður garður yfir lögninni breikkaður og nýttur sem göngustígur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um að fela bæjarstjóra að semja við HEF um að gengið verði frá lögninni og garðinum þannig að nýst geti við lagningu göngustígs. Sá aukakostnaður sem fellur til við breytinguna verði greiddur úr bæjarsjóði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði tengd fjármálum og bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti einnig nokkra liði og voru þessir helstir:

Valkostir varðandi aðkomu málefna Reiðhallarinnar á Iðavöllum. Málið er áfram í vinnslu.

Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2013 kynnt.

Fjármálaráðstefna Sambands sveitarfélaga sem haldin verður 3. og 4. október nk. Samþykkt að bæjarráð, ásamt áheyrnarfulltrúa, bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna fh. Fljótsdalshéraðs.

Samningur við N4 vegna þáttagerðar. Bæjarráð samþykkir að semja við N4 um að styrkja gerð þáttarins Glettur og að gert veriði ráð fyrir kostnaði við samninginn við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Samningurinn verði svo lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Erindi frá Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra á Íslandi, beiðni um stuðning vegna fundarhalds á Egilsstöðum. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

Skíðafélagið í Stafdal hefur sent uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal.
Bæjarráð tekur fram að í uppsagnarbréfinu koma fram allmargar rangfærslur um fyrri samskipti aðila og ákvæði gildandi samnings. Bæjarráð ítrekar að gildandi samningur hefur verið efndur að fullu af hálfu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir áhuga á því að gera nýjan samning við SKÍS og Seyðisfjarðarkaupstað um rekstur skíðasvæðisins, en vísar málinu að öðru leyti til meðferðar hjá menningar- og íþróttanefnd.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Kynnt fundarboð vegna Fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga sem haldin verður 3. og 4. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð, ásamt áheyrnarfulltrúa, bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Í bæjarráði voru kynnt drög að samningi við N4 vegna þáttagerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að semja við N4 um að styrkja gerð þáttarins Glettur og að gert verði ráð fyrir kostnaði við samninginn við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Samningurinn verði svo lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málefni Skíðafélagsins í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar erindi Skíðafélagsins í Stafdal til menningar- og íþróttanefndar til frekari vinnslu, en tekur að öðru leyti undir bókun bæjarráðs varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmsar tölur varðandi rekstur sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Kynnt skipting á miðlægum kostnaði við tölvumál og er búið að koma henni á framfæri við stjórnendur, þannig að þeir geti nýtt tölurnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdir og fjármögnun byggingar hjúkrunarheimilis rædd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 350 milljóna króna. Heimildin gildir út árið 2013 og er vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.
Um er að ræða 100 milljón kr. hækkun á fyrri heimild til að mæta framkvæmdakostnaði september- og októbermánaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar árshátíðar starfsmanna Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð samþykkir að hækka framlag til árshátíðar um 1 milljón króna og verður þeirri hækkun mætt með auknum tekjum á lið 07-01. Gerð verður grein fyrir breytingunni í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem nú er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Á fundi bæjarráðs var kynnt kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar árshátíðar starfsmanna Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hækka framlag til árshátíðar um 1 milljón króna og verður þeirri hækkun mætt með auknum tekjum sem skapast hafa á lið 07-01. Gerð verður grein fyrir breytingunni í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem nú er í vinnslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum en 3 sátu hjá (PS. GI og EA)

Afgreiðsla bæjarráðs á liðnum að öðru leyti staðfest.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Skíðafélagið í Stafdal hefur sent uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal.
Í bókun bæjarráðs frá 11.9. 2013 segir: "Bæjarráð tekur fram að í uppsagnarbréfinu koma fram allmargar rangfærslur um fyrri samskipti aðila og ákvæði gildandi samnings. Bæjarráð ítrekar að gildandi samningur hefur verið efndur að fullu af hálfu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir áhuga á því að gera nýjan samning við SKÍS og Seyðisfjarðarkaupstað um rekstur skíðasvæðisins, en vísar málinu að öðru leyti til meðferðar hjá menningar- og íþróttanefnd."

Menningar- og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að vinna að málinu í samstarfi við fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar og SKÍS.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 09.10.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð óskar eftir því að fá frá forstöðumönnum þeirra þriggja stofnanna þar sem frávik frá launum er mest, skýringar á þeirri þróun. Skýringarnar liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Einnig fór Guðlaugur yfir drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem hann hefur verið að vinna.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálaleg atriði.

Höfnun forkaupsréttar.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á íbúðarhúsinu að Koltröð 21, en kvöð þess efnis var þinglýst á húsið. Bæjarstjóra falið að undirrita gögn þar að lútandi.

Lántökuheimild vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 1.500.000.000 kr. , í samræmi við drög að skilmálum lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og með þeim minniháttar breytingum sem samið hefur verið um milli aðila. Endanlegur samningur mun liggja fyrir fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Lánið mun koma til útgreiðslu í fjórum greiðslum á árunum 2013 og 2014. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, sem eru lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Rædd málefni Upplýsingamiðstöðvar. Bæjarstjóra falið að ræða þessi mál frekar við framkvæmdastjóra Austurbrúar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Höfnun forkaupsréttar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á íbúðarhúsinu að Koltröð 21, en kvöð þess efnis var þinglýst á húsið. Bæjarstjóra falið að undirrita gögn þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Lántökuheimild vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 1.500.000.000 kr. , í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Lánið mun koma til útgreiðslu í fjórum greiðslum á árunum 2013 og 2014. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, sem eru lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar hefðbundnar upplýsingar varðandi þróun rekstrarkostnaðar og tekna ársins, íbúaþróun og fleira.
Einnig kynnti hann námsferð til Skotlands sem hann fór í nú í september og var á vegum Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Að lokum lagði hann fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu, þar sem verið er að brýna fyrir sveitarfélögum að halda áætlunum sínum um niðurgreiðslu skulda og að ná skuldaviðmiðum á tilsettum tíma.

Lagðir fram viðaukar nr. 1 til 18 við fjárhagsáætlun 2013, sem eru breytingar frá gildandi fjárhagsáætlun ársins. Þeir eru sem hér segir:

1.. 21-65. Árshátíð starfsfólks 4.000.000
2.. 04-41 Fræðasetur H.Í -3.000.000
3.. 00-10 Tekjujöfnunarframlag 14.263.000
3.. 00-10 Framlag v. fasteignask. -7.132.000
3.. 00-10 Framlag v. sérþarfa -1.930.000
3.. 00-10 Útgjaldajöfnunarframlag -1.401.000
3.. 02-18 Framlag v. húsl.bóta Jöfn. -3.800.000
4.. 02-50 Sam. kostn. málefna fatl. 8.162.000
4.. 02-52 Frekari liðveisla fatl. 3.400.000
4.. 00-10 Skólaskr. málefni fatl. -11.562.000
5.. 07-01 Ágóðahlutdeild E.B.Í. -1.108.500
6.. 04-59 Tónl.nám í öðru sv.fél. 250.000
7.. 04-25 Hallormsst.sk. v. veikinda 2.880.000
8.. 04-15 Tjarnarskógur v. veikinda 5.087.000
9.. 04-21 Egilsstaðask. v. veikinda 7.385.000
10.. 54-90 Söluhagnaður br. í Ásgarði -5.280.000
11.. 54-90 Lán til Sláturfélags Al. 1.500.000
12.. 54-xx Atvinnum.sj. kynningarefni 1.250.000
13.. 54-xx Atvinnum.sj. Drekasvæði 1.000.000
14.. 54-xx Atvinnum.sj. nf.hlf.Reiðh. 12.000.000

Mismunur tekna og gjalda til lækkunar á handbæru fé kr. 25.963.500

15.. 55-xx Atvinnum.sj. k.hl.fé.Barra 5.000.000
16.. 55-xx Atvinnum.sj. hlutafj.Vís.g. -5.000.000
17.. 55-xx Atvinnum.sj. sala hlf.Ásg. -21.120.000
18.. 32-xx Eignasj. aukn. gatnag.tekn. -4.843.500

Mismunur eignabreytinga til hækkunar á handbæru fé kr. -25.963.500

Heildarmismunur í breytingu á handbæru fé 0

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir framangreinda viðauka og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Björn Ingimarsson kynnti niðurstöðu varðandi ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Tjarnarskóg. Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Sigríði Herdísi Pálsdóttur um starfið.

Guðlaugur upplýsti um kostnað við að birta launaseðla frá sveitarfélaginu í heimabönkum. Bæjarráð leggur til að kannað verði meðal starfsmanna áhuga á þeirri útfærslu og að þeir verði jafnframt upplýstir um kostnað við breytinguna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Viðaukum við fjárhagsáætlun vísað til liðar 6.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Undir þessum lið voru kynntar ýmsar upplýsingar frá fjármálstjóra sem varða rekstur sveitarfélagsins á árinu.
Fram kom að búið er að senda upplýsingar til eftirlitsnefdar um fjármál sveitarfélaga um fjármálastjórnun og eftirlit hjá Fljótsdalshéraði.

Kynnt trúnaðarmál. Umfjöllun færð í trúnaðarmálabók.

Ormsteiti 2013
Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013. Um er að ræða 600 þúsund krónur

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem gerir ráð fyrir viðbótarframlagi til Ormsteitis. Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Jafnframt óskað eftir því að formaður menningar- og íþróttanefndar og atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi komi á næsta fund bæjarráðs til að ræða framtíðarfyrirkomulag Ormsteitis.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Ormsteiti 2013
Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013. Um er að ræða 600 þúsund krónur

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem gerir ráð fyrir viðbótarframlagi til Ormsteitis. Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Jafnframt óskað eftir því að formaður menningar- og íþróttanefndar og atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi komi á næsta fund bæjarráðs til að ræða framtíðarfyrirkomulag Ormsteitis

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra punkta varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 nr. 19 og 20.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 19. sem snýr að breyttri skiptingu á sameiginlegum tölvukostnaði frá upphaflegri fjárhagsáætlun, en hefur ekki áhrif á heildarútgjöld.
Bæjarráð samþykkir einnig viðauka nr. 20 sem er hækkun á framlagi atvinnumálasjóðs til Barra upp á 1.500.000 kr. sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri gerðu grein fyrir fundum með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, sem haldinn var í framhaldi af afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014, ásamt þriggja ára áætlun og fundi með Lánasjóði sveitarfélaga.

Ormsteiti, erindi vísað frá bæjarstjórn á síðasta fundi hennar. Varðar beiðni um 600.000 kr. viðbótarfjármagn til hátíðarinnar 2013, vegna aukakostnaðar og minnkandi styrkja. Þar sem upphæðin rúmast innan samþykktra fjárheimilda menningarnefndar, samþykkir bæjarráð að fela atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa afgreiðslu málsins.
Á fundinn mættu Páll Sigvaldason formaður menningar- og íþróttanefndar og Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi. Fóru þeir yfir eitt og annað sem lítur að framkvæmd Ormsteitis og fyrirkomulagi þess á næsta ári og árum.

Stefán Bogi Sveinsson mætti til fundar og kynnti hugmyndir að endurnýjuðu samstarfi um rannsóknarsetur HÍ á Egilsstöðum. Að lokinni kynningu samþykkti bæjarráð að veita Stefáni Boga umboð til að vinna hugmyndina áfram.