- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti á fundi bæjarráðs viðræður um hugsanlega sölu á eignarhlut Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að ganga frá sölu á hlutafé sveitarfélagsins í Ásgarði, í samræmi við fram komnar upplýsingar á fundinum. Andvirði hlutafjárins renni í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjárhagslegar upplýsingar úr bókhaldinu, bæði varðandi rekstur ársins 2012 og 2013.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti undirritaðan samning við Ekkjufellssel vegna leigu á lóðum og byggingarlandi í Fellabæ.
Bæjarráð staðfesti samninginn fyrir sitt leyti.
Björn kynnti erindi frá Eyjólfi Þorkelssyni varðandi ráðstefnu um héraðslækningar sem stendur til að halda á Austurlandi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við ráðstefnuhaldið. Samþykkt með handauppréttingu að veita bæjarstjóra umboð til að semja um framkvæmdina. Fjármunir , allt að kr. 100.000 verði teknir af lið 21-50.
Á fundi bæjarráðs lagði Björn Ingimarsson bæjarstjóri fram og kynnti undirritaðan samning við Ekkjufellssel vegna leigu á lóðum og byggingarlandi í Fellabæ.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samninginn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir fundi bæjarráðs lá erindi frá Eyjólfi Þorkelssyni varðandi ráðstefnu um héraðslækningar sem stendur til að halda á Austurlandi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við ráðstefnuhaldið.
Samkvæmt tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að semja um framkvæmdina. Fjármunir , allt að kr. 100.000 verði teknir af lið 21-50.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og uppgjör vegna ársins 2012, en nú er verið að vinna það.
Bæjarstjóri kynnti vinnu við fjármögnun á byggingu hjúkrunarheimilisins. Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óskað verði eftir framkvæmdaláni frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna bygginguna á byggingartíma.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir framkvæmdaláni frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilisins við Blómvang 1 á byggingartíma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Magnús Jónsson endurskoðandi sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir ýmis mál sem tengjast uppgjöri ársins 2012.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins í Ásgarði hf til Flugleiðahótela ehf. Kaupverð hefur þegar verið greitt.
Bæjarstjóri kynnti viðræður við Karl Lauritzson vegna vinnu við viðskiptaáætlun fyrir fjarskiptaverkefni. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Karl þar um.
Bæjarstjóri kynnti tillögu um breytta kostnaðarskiptingu vegna reksturs Minjasafns Austurlands. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Fljótsdalshrepp og Borgarfjárðarhrepp.
Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri tillögu um breytta kostnaðarskiptingu vegna reksturs Minjasafns Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Fljótsdalshrepp og Borgarfjarðarhrep á grundvelli hennar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsa tölur úr bókhaldinu.
Lagt fram kauptilboð í hluta húseignarinnar Tjarnarás 9. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að hafna tilboðinu, þar sem verðtilboðið þykir ekki ásættanlegt.
Kynnt erindi frá bókaútgáfunni Hólum, varðandi útgáfu á 100 ára sögu KHB. Samþykkt að kaupa 10 eintök af bókinni í forsölu og færa kaupverðið á lið 21-50.
Tekin fyrir bókun fræðslunefndar um orkumál í Brúarásskóla. Bæjarráð samþykkir með handaupréttingu að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að bregðast við beiðni fræðslunefndar og fara vel yfir málið og möguleika á úrbótum, meðal annars með tilliti til hugsanlegrar nýtingar vindorku, sólarorku eða annarra raforkukosta.
Lagt fram bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga, þar sem tilkynn er um arðgreiðslu vegna ársins 2012. Upphæð Fljótsdalshéraðs, að frádregnum fjármagnstekjuskatti nemur um 5,2 milljónum.
Kynnt samkomulag vegna móttöku á hópi unglækna. Samþykkt að styrkja ráðstefnuna um kr. 150.000 kr. og færa kostnaðinn á liðinn 21-50.
Á fundi bæjarráðs var lagt fram kauptilboð í hluta húseignarinnar Tjarnarás 9.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hafna tilboðinu, þar sem verðtilboðið þykir ekki ásættanlegt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Kynnt erindi frá bókaútgáfunni Hólum, varðandi útgáfu á 100 ára sögu KHB.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kaupa 10 eintök af bókinni í forsölu og færa kaupverðið á lið 21-50.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Kynnt samkomulag vegna móttöku á hópi unglækna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að styrkja ráðstefnuna um kr. 150.000 kr. og færa kostnaðinn á liðinn 21-50.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmsar samantektir sínar úr bókhaldi sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi með forsvarsmönnum Sláturfélags Austurlands.
Skrifstofustjóri kynnti frumdrög fjárhagsáætlunar 2014 fyrir málaflokk 21. Samþykkt að vísa þeim gögnum til gerðar rammaáætlunar fyrir árið 2014.
Lagt fram til kynningar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti upplýsingar úr bókhaldinu.
Fram kom að fulltrúar Landsvirkjunar hafa óskað eftir því að fá að koma til fundar með fulltrúum Fljótsdalhéraðs að morgni þriðjudags 7. maí nk. Bæjarstjóra falið að undirbúa fund bæjarráðs og Landsvirkjunar á umræddum tíma.
Vegna óskar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um fund um málefni Hallormsstaðaskóla er bæjarstjóra falið að undirbúa slíkan fund í tengslum við fund bæjarstjórnar á Hallormsstað miðvikudaginn 8. maí nk.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmislegt talnaefni úr bókhaldi sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Skúla Björnssyni framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, varðandi hlutafjársöfnun til að halda áfram rekstri gróðrarstöðvarinnar á Valgerðarstöðum í Fellum.
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að vísa erindinu til atvinnumálanefndar.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti viðræður um hugsanlega sölu á eignarhlut Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf.
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að heimila bæjarstjóra að ganga frá sölu á hlutafé sveitarfélagsins í Ásgarði, í samræmi við fram komnar upplýsingar á fundinum.
Bæjarstóri kynnti nýjustu fréttir af Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf, en hann sat fund í félaginu sl. mánudag.