Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

231. fundur 24. apríl 2013 kl. 16:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í upphafi fundar var borin upp og samþykkt samhljóða tillaga um að bæta máli inn á dagskrá fundarins.
Það er fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilisins dagsett 24.apríl 2013.

1.Aðalfundur Ásgarðs hf, eignarhaldsfélags

Málsnúmer 201304057

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 24.04.2013

Málsnúmer 201304146

Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar um að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í verkin húsbyggingu (HJE-02) og lóðarfrágang (HJE-03) á grundvelli tilboða viðkomandi og frávikstilboða, enda eru tilboð viðkomandi umtalsvert lægri en tilboð næstbjóðenda.

Bæjarstjóra falið að hefja samningaviðræður við VHE ehf. vegna verks HJE-02 og Grástein ehf. vegna verks HJE-03.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Gerð grein fyrir þeim erindum sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa, en þar tóku Eyrún Arnardóttir og Karl Lauritzson á móti íbúum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum til meðferðar hjá viðkomandi nefndum og starfsmönnum.

4.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Lagður fram tölvupóstur frá Ívari Pálssyni hrl., lögmanni ÍAV, þar sem gerð er grein fyrir fundum sem haldnir hafa verið með öðrum aðilum sem að málinu koma

Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að þegar verið fundin lausn á yfirstandandi vanda íbúa og eigenda eigna í Votahvammi. Það er algerlega óásættanlegt að þeir aðilar sem enga ábyrgð bera á þeim göllum sem eru á eignunum, þurfi að bíða lengur til að hljóta úrlausn sinna mála.

5.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu tillögu fræðslunefndar um fyrirkomulag og kostnað vegna viðbótar starfsmannafunda sem haldnir verða í leikskólanum Tjarnarskógi til að ljúka stefnumótun vegna sameiningar leikskólanna tveggja.

6.Ráðstefna í Molde, Noregi

Málsnúmer 201304088

Lagður fram tölvupóstur, dags.16.apríl 2013 frá Gunnar Jónssyni í Fjarðabyggð, þar sem hann kynnir atvinnulífsráðstefnu í Molde í Noregi 11.-12. júní n.k.

Bæjarráð frestar ákvörðun um þátttöku þar til dagskrá liggur fyrir.

7.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Lagðar fram greinargerðir frá Helgu Guðmundsdóttur og Frey Ævarssyni, varðandi skólaakstur og almenningssamgöngur hjá Fljótsdalshéraði.

Eftir skoðun gagnanna og umræður um þau var samþykkt samhljóða með handauppréttingu að óska eftir að þau Helga og Freyr mæti á næsta fund bæjarráðs og fari betur í gegn um greinargerðina og bakgögn hennar.

8.Aðalfundur Sláturfélags Austurlands 2013

Málsnúmer 201304076

Lagt fram erindi frá Sláturfélagi Austurlands, dags. 11. apríl 2013, með boði á aðalfund félagsins föstudaginn 26. apríl næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að Stefán Bogi Sveinsson fari með umboð og atkvæði Fljótdalshéraðs á fundinum.

9.Húsfélag Hlymsdala

Málsnúmer 201304078

Varðandi lið K1, bréf frá stjórn húsfélagsins um ónæði sem íbúar hússins verða fyrir vegna hávaða sem berst um húsið frá starfsemi í Hlymsdölum, er málinu vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar.

Varðandi lið K2, bréf frá stjórn húsfélagsins um skort á bílastæðum og hugmyndir um að taka aftur hluta svæðisins sem minigolfið var sett niður á og breyta því í bílastæði, uppsetningu leiðbeiningarskilta og fl., er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

10.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti upplýsingar úr bókhaldinu.

Fram kom að fulltrúar Landsvirkjunar hafa óskað eftir því að fá að koma til fundar með fulltrúum Fljótsdalhéraðs að morgni þriðjudags 7. maí nk. Bæjarstjóra falið að undirbúa fund bæjarráðs og Landsvirkjunar á umræddum tíma.

Vegna óskar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um fund um málefni Hallormsstaðaskóla er bæjarstjóra falið að undirbúa slíkan fund í tengslum við fund bæjarstjórnar á Hallormsstað miðvikudaginn 8. maí nk.

11.Fundargerð 148. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201304077

Varðandi lið 2 c lagnaleið stofnlagnar frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú og hugmyndir um að leggja samtímis göngustíg með þjóðveginum og tengja það sama verki.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við HEF, að vinna umsókn til Vegagerðarinnar vegna gerðar á göngustíg meðfram þjóveginum frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú. Málinu að öðru leyti vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar og afgreiðslu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

11.1.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

Málsnúmer 201304103

Fyrir fundi atvinnumálanefndar lá bréf dagsett 16. apríl 2013 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að Fljótsdalshérað hafi hlotið 5 milljóna kr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins; Stórurð, hönnun og skipulag víðernis.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar styrkveitingunni og felur atvinnumálafulltrúa að vinna málið áfram.

11.2.Upplýsingamiðstöð Austurlands

Málsnúmer 201304092

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og bendir á þá augljósu hagsmuni ferðaþjónustuaðila á Austurlandi sem felast í öflugu starfi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Því er mikilvægt að núverandi staðsetning og rekstur verði tryggður til frambúðar.

Bæjarráð telur einnig æskilegt að öll sveitarfélög á Austurlandi komi að rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar, enda vinnur hún að kynningarmálum og upplýsingagjöf fyrir allt Austurland.

11.3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Lagt fram til kynningar.

11.4.Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032

Stefán Bogi Sveinsson og Karl Lauritzson viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð staðfestir tillögu atvinnumálanefndar að úthlutun styrkja úr atvinnumálasjóði.

11.5.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

12.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 90

Málsnúmer 1304018

Fundargerðin staðfest.

13.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti m.a. fyrstu samantekt sína á drögum að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2014, á grundvelli tillagna frá nefndum.

Einnig lágu fyrir fundinum þær tillögur sem fyrir liggja frá nefndum um forgangsröðum framkvæmda og stærri viðhaldsverkefna næstu ár, sem bæjarstjórn óskaði eftir að nefndirnar skiluðu frá sér fyrir páska.

Að lokinni frumkynningu samþykkti bæjarráð með handauppréttingu að vísa tillögunum til áframhaldandi vinnslu hjá fjármálastjóra og síðan til skoðunar á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 19:45.