Upplýsingamiðstöð Austurlands

Málsnúmer 201304092

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 22.04.2013

Atvinnumálanefnd bendir á þá augljósu hagsmuni sem ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi njóta í öflugu starfi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Því er mjög brýnt að núverandi staðsetning og rekstur upplýsingamiðstöðvar verði tryggður til framtíðar og spurning hvort ekki sé eðlilegt að öll sveitarfélög á Austurlandi komi að því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og bendir á þá augljósu hagsmuni ferðaþjónustuaðila á Austurlandi sem felast í öflugu starfi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Því er mikilvægt að núverandi staðsetning og rekstur verði tryggður til frambúðar.

Bæjarráð telur einnig æskilegt að öll sveitarfélög á Austurlandi komi að rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar, enda vinnur hún að kynningarmálum og upplýsingagjöf fyrir allt Austurland.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og bæjarráði og bendir á þá augljósu hagsmuni ferðaþjónustuaðila á Austurlandi sem felast í öflugu starfi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Því er mikilvægt að núverandi staðsetning og rekstur verði tryggður til frambúðar.
Bæjarráð telur einnig æskilegt að öll sveitarfélög á Austurlandi komi að rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar, enda vinnur hún að kynningarmálum og upplýsingagjöf fyrir allt Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúa Íslandsbanka varðandi framtíðarnotkun húsnæðisins að Miðvangi 1 - 3.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að semja um staðsetningu Upplýsingamiðstöðar Austurlands í núverandi húsnæði til lengri tíma (5 til 10 ár) að höfðu samráði við framkvæmdastjóra Austurbrúar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Málefni og framtíðarstaðsetning Upplýsingamiðstöðvarinnar rædd og bæjarstjóra falið að ræða það áfram við framkvæmdastjóra Austurbrúar.