Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

241. fundur 25. september 2013 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201101045

Lagt fram til kynningar.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Engin erindi bárust til bæjarfulltrúa í fyrsta viðtalstíma þeirra nú í september.

3.Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2013

Málsnúmer 201309142

Lagt fram fundarboð á ársfund Starfsendurhæfingar Austurlands þann 4. október 2013, ásamt ársreikningi Starfa 2012.

Bæjarráð samþykkir að Sigrún Harðardóttir sitji fundinn fh. sveitarfélagsins og Stefán Bragason verði hennar varamaður.

4.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Lögð fram úttekt og útfærsla KPMG á breyttri eignaraðild að safnahúsinu. Skýrslan hefur þegar verið send stjórnum safnanna með ósk um viðbrögð við þeim hugmyndum sem þar koma fram.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

5.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117

Lagður fram tölvupóstur frá Georg Þór Pálssyni hjá Landsvirkjun, dags. 19.sept. 2013, ásamt afriti af bréfi sem Landsvirkjun sendi Veiðimálastofnun og Veiðifélagi Lagarfljóts og Jöklu. Þar eru kynnt áform um að færa ós Lagarfljóts og Jökulsár til austurs í fyrri farveg og að það verk verði unnið í nóvember á þessu ári.
Bæjarráð fagnar viðbrögðum og áformum Landsvirkjunar í þessu máli og hvetur til áframhaldandi samráðs við landeigendur og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd þess.

6.Samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða

Málsnúmer 201309111

Kynnt drög að bréfi til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, vegna markaðsetningar og uppbyggingar skíðasvæðanna í Oddsskarði og Stafdal. Bréfið er udirritað af bæjarstjórum Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir drögin að bréfinu fyrir sitt leyti.

7.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Málinu frestað til næsta bæjarráðsfundar.

8.Ósk Kvenfélagsins Bláklukku um fundaraðstöðu í Hlymsdölum

Málsnúmer 201305121

Fyrir liggja drög að samningi um leigu á fundaraðstöðu fyrir kvenfélagið Bláklukku í Hlymsdölum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins, sem eiganda húsnæðisins.

9.Málefni Reiðhallar

Málsnúmer 201309112

Bæjarráð hefur kynnt sér stöðu og rekstur Reiðhallarinnar og þá valkosti sem menn standa frammi fyrir. Einnig bætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri við frekari upplýsingum sem hann hefur aflað.

Bæjarráð samþykkir að boða til fundar á Iðavöllum mánudaginn 7. okt. kl. 20:00 með hagsmunaaðilum, í samráði við stjórn reiðhallarinnar. Þar verið farið yfir stöðuna og þá valkosti sem eru í umræðunni.

10.Upplýsingamiðstöð Austurlands

Málsnúmer 201304092

Málefni og framtíðarstaðsetning Upplýsingamiðstöðvarinnar rædd og bæjarstjóra falið að ræða það áfram við framkvæmdastjóra Austurbrúar.

11.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldstæðis á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi

Málsnúmer 201309090

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 16.09. 2013, frá nefndarsviði Alþingis, með ósk um umsögn vegna þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi. Umsögn ber að skila fyrir 27. sept. nk.

Bæjarráð veitir ekki sérstaka umsögn um málið.

13.Ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar

Málsnúmer 201309074

Lagt fram bréf frá Eysteini Einarssyni, dagsett 4. sept. 2013, varðandi ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar.

Bæjarráð tekur undir áskorun Eysteins til Vegagerðarinnar um lagfæringar og uppbyggingu á Borgarfjarðarvegi, svo sem á kaflanum frá Eiðum og út að Laufási. Mikil umferð á þessum vegakafla á liðnu sumri kallar á úrbætur sem fyrst, auk þess sem stöðugir þungaflutningar vegna sorpurðunar á Tjarnarlandi útheimta gott vegakerfi. Uppbygging vegarins með slitlagi er því bráðnauðsynleg framkvæmd.
Bæjarráð óskar eftir að fá að koma til fundar sem fyrst með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, til að fara m.a. yfir áætlanir um viðhald og nýbyggingu vegakerfisins í fjórðungnum.

14.Uppbygging flutningskerfis Landsnets

Málsnúmer 201309066

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í skýrslunni er varða hugmyndir að uppbyggingu á afkastameira og traustara flutningskerfi raforku um landið. Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að geta afhent orkuna með sem minnstu orkutapi og sem mestu öryggi til allra orkukaupenda. Flutningsgetan þarf að vera þannig að stórir orkunotendur eins og td. fiskimjölsverksmiðjur, þurfi ekki að nýta innflutta orkugjafa, vegna þess að flutniingkerfið getur ekki flutt næga orku til þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmsar tölur varðandi rekstur sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Kynnt skipting á miðlægum kostnaði við tölvumál og er búið að koma henni á framfæri við stjórnendur, þannig að þeir geti nýtt tölurnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdir og fjármögnun byggingar hjúkrunarheimilis rædd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 350 milljóna króna. Heimildin gildir út árið 2013 og er vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.
Um er að ræða 100 milljón kr. hækkun á fyrri heimild til að mæta framkvæmdakostnaði september- og októbermánaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar árshátíðar starfsmanna Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð samþykkir að hækka framlag til árshátíðar um 1 milljón króna og verður þeirri hækkun mætt með auknum tekjum á lið 07-01. Gerð verður grein fyrir breytingunni í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem nú er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201309119

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 17. september 2013 með fundarboði á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013, sem haldinn verður miðvikudaginn 2. október.

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

17.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2013

Málsnúmer 201309096

Lagður fram tölvupóstur, dags. 17.september 2013, frá Leifi Þorkelssyni heilbrigðisfulltrúa, með fundarboði á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. sem haldinn verður á Borgarfirði miðvikudaginn 9. október n.k.

Bæjarráð samþykkir að fela Esther Kjartansdóttur að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að vara maður verði Úlfar T. Þórðarson.

18.Fundargerð stjórnar SSA nr.11 2012-2013

Málsnúmer 201309135

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð stjórnar SSA nr.10 2012-2013

Málsnúmer 201309134

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð 2.fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2013

Málsnúmer 201309108

Fundargerðin lögð fram til kynningar og meðfylgjandi fjárhagsáætlun B.H. vísað til gerðar fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

21.Fundargerð 155. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201309101

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.34. fundur Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201309082

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Málþing um austfirsk málefni og aðalfundur Landsbyggðin lifi 2013

Málsnúmer 201308049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 12.sept.2013

Málsnúmer 201309079

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201309109

Fjármálastjóri lagði fram yfirlit yfir þær breytingar sem samþykkt hefur verið að gera á fjárhagsáætlun ársins 2013 og leggja fram sem viðauka við hana.

26.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

27.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Í vinnslu.

Fundi slitið.