Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Lagður fram tölvupóstur frá Georg Þór Pálssyni hjá Landsvirkjun, dags. 19.sept. 2013, ásamt afriti af bréfi sem Landsvirkjun sendi Veiðimálastofnun og Veiðifélagi Lagarfljóts og Jöklu. Þar eru kynnt áform um að færa ós Lagarfljóts og Jökulsár til austurs í fyrri farveg og að það verk verði unnið í nóvember á þessu ári.
Bæjarráð fagnar viðbrögðum og áformum Landsvirkjunar í þessu máli og hvetur til áframhaldandi samráðs við landeigendur og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd þess.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Georg Þór Pálssyni hjá Landsvirkjun, dags. 19. sept. 2013, ásamt afriti af bréfi sem Landsvirkjun sendi Veiðimálastofnun og Veiðifélagi Lagarfljóts og Jöklu. Þar eru kynnt áform um að færa ós Lagarfljóts og Jökulsár til austurs í fyrri farveg og að það verk verði unnið í nóvember á þessu ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar viðbrögðum og áformum Landsvirkjunar í þessu máli og hvetur til áframhaldandi samráðs við landeigendur, skipulagsyfirvöld og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Lagður fram tölvupóstur, dags. 30.október 2013, frá Helga Jóhannessyni, fyrir hönd Landsvirkjunar, þar sem gerð er grein fyrir frestun á færslu óss Lagarfljóts.

Þar kemur fram að vegna álits Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, mundi verið dragast og ekki verða framkvæmt nú í nóvember. Gerir Landsvirkjun ráð fyrir því að vinna það í október og nóvember 2014.

Bæjarráð leggur áherslu á það við Skipulagsstofnun að afgreiðslu erindisins verði flýtt sem kostur er, þannig að framkvæmdin geti mögulega hafist fyrir lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 13.11.2013 þar sem Árni Óðinsson f.h. Landsvirkjunar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins, sem landeiganda að Hóli og Hólshjáleigu, um færslu ósa Lagarfljóts og Jöklu eins og sést á meðfylgjandi loftmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar áformum um færslu ósanna og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Lagður fram tölvupóstur, dags. 30. október 2013, frá Helga Jóhannessyni, fyrir hönd Landsvirkjunar, þar sem gerð er grein fyrir frestun á færslu óss Lagarfljóts.

Þar kemur fram að vegna álits Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, mun verkið dragast og ekki verða framkvæmt nú í nóvember. Gerir Landsvirkjun nú ráð fyrir því að vinna það í október og nóvember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á það við Skipulagsstofnun og Landsvirkjun að afgreiðslu erindisins verði flýtt sem kostur er, þannig að framkvæmdin geti mögulega hafist fyrir lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 13.11. 2013 þar sem Árni Óðinsson f.h. Landsvirkjunar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins, sem landeiganda að Hóli og Hólshjáleigu, um færslu ósa Lagarfljóts og Jöklu eins og sést á meðfylgjandi loftmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar fagnar bæjarstjórn áformunum og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
Að öðru leyti vísast til bókunar undir lið 1.32.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 27.11.2013 þar sem Helgi Jóhannesson verkefnisstjóri, f.h. Landsvirkjunar, óskar eftir að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili færslu óss Lagarfljóts og Jöklu eins og framkvæmdinni er lýst í meðfylgjandi tilkynningu um framkvæmdina til Skipulagsstofnunar dagsettri 22.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni ef framkvæmdin verður ekki úrskurðurð matskyld og að fengnu leyfi frá Fiskistofu fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Eftirfarandi erindi barst 27. nóv. sl. frá Skipulagsstofnun.
Landsvirkjun hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu, sem móttekin var af Skipulagsstofnun 22. nóvember 2013, um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Fljótsdalshérað gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við endurteknar bókanir skipulags- og mannvirkjanefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar, gerir sveitarfélagið Fljótsdalshérað ekki athugasemd við umrædda framkvæmd og telur ekki ástæðu til þess að fara í sérstakt umhverfismat vegna hennar.



Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Eftirfarandi erindi barst 27. nóv. sl. frá Skipulagsstofnun.
Landsvirkjun hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu, sem móttekin var af Skipulagsstofnun 22. nóvember 2013, um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Fljótsdalshérað gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við endurteknar bókanir skipulags- og mannvirkjanefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar, gerir sveitarfélagið Fljótsdalshérað ekki athugasemd við umrædda framkvæmd og telur ekki ástæðu til þess að fara í sérstakt umhverfismat vegna hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Erindi dagsett 27.11.2013 þar sem Helgi Jóhannesson verkefnisstjóri, f.h. Landsvirkjunar, óskar eftir að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili færslu óss Lagarfljóts og Jöklu eins og framkvæmdinni er lýst í meðfylgjandi tilkynningu um framkvæmdina til Skipulagsstofnunar dagsettri 22.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir umræddri framkvæmd, ef framkvæmdin verður ekki úrskurðurð matskyld og að fengnu leyfi frá Fiskistofu fyrir henni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsettu 19. desember sl. er kynnt sú niðurstaða hennar að framkvæmd vegna fyrirhugaðrar færslu óss Jöklu og Lagarfljóts skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Fram kom að fyrir liggur einnig leyfi Fiskistofu og mun skipulags- og byggingafulltrúi gefa út framkvæmdaleyfi fh. Fljótsdalshéraðs nú á næstu dögum.
Bæjarráð hvetur Landsvirkjun til að fara í framkvæmdina um leið og öll leyfi liggja fyrir og tök verða á, þannig að henni verði lokið áður en vatnsrennsli eykst í Jöklu og Lagarfljóti vegna vorleysinga.