Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

105. fundur 13. nóvember 2013 kl. 17:00 - 20:52 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta þremur liðm við dagskrána, sem eru Vetrarfærð við Bjarkasel og í Selbrekku, Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma og færsla óss Lagarfljóts og verða þeir liðir númer 16, 17 og 18 í dagskránni.

1.Snjóhreinsun í dreifbýli

Málsnúmer 201301025

Umræður og upplýsingar um snjóhreinsun og hálkuvarnir.
Kári Ólason kynnti stöðu mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar kynninguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt Kára að ljúka málinu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar. Að öðru leyti er vísað í bókun nefndarinnar 9.1.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur SSA 2013 - ályktanir

Málsnúmer 201308064

Fyrir liggur ályktun aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Eftirfarandi er beint til skipulags- og mannvirkjanefndar: Verkaskipting heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og eftirlitsstofnana á vegum ríkisins og varðveislu menningarminja.

Lagt fram til kynningar.

3.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Fyrir liggur árleg eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags. 15.10.2013. Staður eftirlits er Hallormsstaðaskóli, mötuneyti og reglubundið eftirlit Hlymsdölum, mötuneyti dags. 24.10.2013.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 112. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201310121

Fyrir liggur fundargerð 112. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands 24.10.2013.

Lagt fram til kynningar.

5.Þuríðarstaðir, efnistökunáma

Málsnúmer 200811023

Lögð er fram tillaga, ásamt kostnaðaráætlun, um tilfærslu á Eyvindará að austurbakka árinnar við Þuríðarstaði, þannig að hægt verði að nýta námuna eins og framkvæmdarlýsing gerir ráð fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.

Málsnúmer 201310137

Erindi dags. 29.10.2013 þar sem Jón Jónsson kt.090976-5249 óskar eftir samþykki fyrir landskiptum samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsögn sveitarfélagsins um landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Fyrir liggur landskiptasamningur vegna jarðarinnar Hafrafells 1, landnr. 156999.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og vísar málinu til umsagnar umhverfis- og héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201310136

Erindi dags.25.10.2013 þar sem Anna Heiða Óskarsdóttir kt.251159-2119, Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Bergsteinn Brynjólfsson kt.210864-2939 sækja um stofnun fasteigna í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og vísar málinu til umsagnar umhverfis- og héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Endurnýjun á stofnlögn higaveitu

Málsnúmer 201310088

Erindi dagsett 21.10.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri HEF ehf. vekur athygli á fyrirhugaðri endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Lagarbraut að Smiðjuseli í Fellabæ. HEF óskar eftir samvinnu sveitarfélagsins, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum samhliða framkvæmd við endurnýjun á stofnlögninni. Fyrir liggur teikning sem sýnir staðsetningu stofnlagnarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni áður en sótt verður um fjármagn til Vegagerðarinnar í fyrirhugaðan göngustíg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús

Málsnúmer 201310129

Erindi dagsett 28.10.2013 þar sem Kristján M. Magnússon kt.070572-4279 og Einar Kr. Eysteinsson kt.250981-4149 sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Stóra-Steinsvaðs, samkvæmt framlögðum teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskylin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að þær skógræktarframkvæmdir sem ekki falla undir mat á umhverfisáhrifum, verði tilkynntar til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Krepputunga, umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)

Málsnúmer 201310079

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Páll Þórhallsson fyrir hönd forsætisráðherra, sækir um stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14.gr.laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Fyrir liggur Landspildublað - Krepputunga - Fljótsdalshérað dags.01.10.2013 kort nr. SV6-KRP.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta stofna fasteignina í þjóðskrá.

Já sögðu (JG, HJ, ÞH og ÁK) einn greiðir ekki athvæði (SR)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Laufás, umsókn um botnlangagötu

Málsnúmer 201209078

Fyrir liggur tillaga um snúningshaus í suðurenda Laufáss, ásamt kostnaðaráætlun. Málið var áður á dagskrá 9.1.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar framlagðri tillögu og felur starfsmönnum nefndarinnar að finna ódýrari lausn á málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Bláskógar 11, beiðni um breytingar á lóðarmörkum

Málsnúmer 201311022

Erindi í tölvupósti dagsett 31.10.2013 þar sem Fjóla Egedía Sverrisdóttir kt.040158-2009 óskar eftir að lóðin Bláskógar 11 verði minnkuð, vegna þess að sveitarfélagið er að nota hluta lóðarinnar sem útivistarsvæði fyrir almenning.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að minka lóðina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að búa til lóðarblað í samráði við lóðarhafa og leggja fyrir fund nefndarinnar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Beiðni um lóðarleigusamninga

Málsnúmer 201311023

Erindi í tölvupósti dagsett 6.11.2013 þar sem Magnús Ástþór Jónasson f.h. RARIK ohf. kt.520269-2669 óskar eftir að gerðir verði lóðarleigusamningar fyrir spennistöðvar í Kelduskógum (utan við Fagradalsbraut 25) 30 m2 og við Miðás 7a, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Fagradalsbraut 25a og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina. Þar sem ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa lóðarinnar Miðás 7a fyrir lóð undir spennistöð, þá felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.







15.Tjarnarlönd skóli og leikskóli, bílastæði

Málsnúmer 201311026

Lögð er fram tillaga að fyirkomulagi við sleppistöð við Tjarnarlönd 11 og bílastæði við Leikskólann Tjarnarlöndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Vetrarfærð við Bjarkasel og í Selbrekku

Málsnúmer 201311042

Erindi í tölvupósti dags. 8.11.2013 þar sem Rannveig Árnadóttir kt.171158-2069 óskar eftir að athugað verði hvort ekki er hægt að gera eitthvað til að auka öryggi vegfarenda um Selbrekku með tilliti til hálkuvarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Kári Ólason sat fundinn undir afgreiðslu þessa liðar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar ábendinguna og samþykkir að vísa málinu til starfsmanna Þjónustumiðstöðvar til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


17.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 201311043

Erindi í tölvupósti dags. 8.11.2013 þar sem Máni Sigfússon kt.281064-5769 f.h. Rafeyjar kt.440789-5529 sækir um stöðuleyfi fyrir þremur gámum við Lyngás 12, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar til fundur hefur verið haldinn í húsfélagi Lyngáss 12, sbr. bókun nefndarinnar frá 23.10.2013 um umgengni og nýtingu lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


18.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117

Erindi í tölvupósti dagsett 13.11.2013 þar sem Árni Óðinsson f.h. Landsvirkjunar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins, sem landeiganda að Hóli og Hólshjáleigu, um færslu ósa Lagarfljóts og Jöklu eins og sést á meðfylgjandi loftmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar áformum um færslu ósanna og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:52.