Beiðni um lóðarleigusamninga

Málsnúmer 201311023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 6.11.2013 þar sem Magnús Ástþór Jónasson f.h. RARIK ohf. kt.520269-2669 óskar eftir að gerðir verði lóðarleigusamningar fyrir spennistöðvar í Kelduskógum (utan við Fagradalsbraut 25) 30 m2 og við Miðás 7a, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Fagradalsbraut 25a og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina. Þar sem ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa lóðarinnar Miðás 7a fyrir lóð undir spennistöð, þá felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.