Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

187. fundur 20. nóvember 2013 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
 • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
 • Páll Sigvaldason aðalmaður
 • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
 • Árni Kristinsson aðalmaður
 • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244

Málsnúmer 1310016

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björn Ingimarsson sem ræddi lið 1.32. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.9 og 1.34. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.3, og bar fram fyrirspurn og liði 1.7. 1.9, og 1.34. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.3. og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 1.3, 1.9, 1.32 og 1.34. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 1.32 og 1.34.og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.34 og 1.32.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Viðaukum við fjárhagsáætlun vísað til liðar 6.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Vísað til liðar 7.

1.3.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Tillaga að sundurliðun á framkvæmdafé skv. fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015-2017 fer fyrir næsta fund skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarráðs, en kemur að því búnu til lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.

1.4.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 94

Málsnúmer 1311001

Fundargerðin staðfest.

1.5."Veiðimessa", viðburður

Málsnúmer 201305162

Í vinnslu.

1.6.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.7.Boð um aukningu hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201310125

Fyrir liggur bréf dagsett 24. október 2013, frá Gróðrastöðinni Barra ehf, með annars vegar hvatningu um að hluthafar leggi félaginu til aukið hlutafé eigi hluthafar þess kost og hins vegar að útvíkka hluthafahópinn til að ná áætlun um hlutafjáraukningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn aukningu á hlutafé Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs um kr. 1,5 milljónir í Gróðrastöðinni Barra ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.8.Drög að samningi um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands

Málsnúmer 201311006

Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurbrú, dagsettur 4. nóvember 2013, með drögum að samþykktum fyrir Atvinnuþróunarsjóð Austurlands. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til aðildar að sjóðunum fyrir 23. nóvember 2013. Sjóðurinn tæki til starfa 1. janúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað gerist aðili að sjóðnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.9.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018

Fyrir liggur umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin ber heitið Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Verkefnið sem umsóknin byggir á samanstendur af lokahönnun og deiliskipulagi fyrir salerni og bílastæði við Vatnsskarðsveg og byggingu þess, auk framkvæmda varðandi merkingar við upphaf og krossgötur leiða og endurbætur á ferðaleiðum sem tengjast Dyrfjöllum og Stórurð. Fyrr á árinu fékkst framlag úr sama sjóði til að láta fara fram hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og lýsir ánægju sinni með verkefnið og samþykkir að sveitarfélagið, í samráði við Borgarfjarðarhrepp, láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.10.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, 8.okt.2013

Málsnúmer 201310046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.11.Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.12.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073

Í vinnslu.

1.13.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að gildistíma samningsins ljúki um næstu áramót. Stefnt verði einnig að því að ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins verði tekin á næsta fundi atvinnumálanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.14.Unique Iceland East

Málsnúmer 201311037

Fyrir liggur tilboð um sameiginlega kynningu sveitarfélaga á Austurlandi um borð í flugvélum Icelandair.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og samþykkir að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu frá og með næsta ári með 350 þúsund kr. framlagi, sem takist af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.15.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Lagt fram til kynningar.

1.16.Fundargerð 158. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201310093

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.17.Fundargerð 808. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201311001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.18.Fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201310139

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.19.Fundargerð stjórnar SSA, nr.2, 2012-2013

Málsnúmer 201311012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.20.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 06.nóv.2013

Málsnúmer 201311024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.21.Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 8.nóvember 2013

Málsnúmer 201311041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.22.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Lagt fram til kynningar.

1.23.Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2013

Málsnúmer 201309142

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.24.Leiga á Hlymsdölum.

Málsnúmer 201307027

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.25.Samstarf við Landsvirkjun

Málsnúmer 201306084

Lagt fram bréf, dagsett 23. október 2013 frá Landsvirkjun, þar sem tilkynnt er um fulltrúa Landsvirkjunar í sámráðshóp sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Þeir eru skv. bréfinu Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Fyrsti fundur hópsins hefur þegar verið boðaður.

1.26.Lyngás 12, breyting á húsnæði

Málsnúmer 201310111

Í vinnslu.

1.27.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Í vinnslu.

1.28.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

1.29.Rafmagn og raforkudreifing á landsbyggðinni

Málsnúmer 201311003

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.30.Heimsókn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til Austurlands

Málsnúmer 201311011

Lagt fram til kynningar.

1.31.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Lagt fram til kynningar.

1.32.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117

Lagður fram tölvupóstur, dags. 30. október 2013, frá Helga Jóhannessyni, fyrir hönd Landsvirkjunar, þar sem gerð er grein fyrir frestun á færslu óss Lagarfljóts.

Þar kemur fram að vegna álits Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, mun verkið dragast og ekki verða framkvæmt nú í nóvember. Gerir Landsvirkjun nú ráð fyrir því að vinna það í október og nóvember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á það við Skipulagsstofnun og Landsvirkjun að afgreiðslu erindisins verði flýtt sem kostur er, þannig að framkvæmdin geti mögulega hafist fyrir lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.33.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2013

Málsnúmer 201311039

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.34.Ferjusiglingar til Seyðisfjarðar

Málsnúmer 201311058

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir fullum stuðningi við Seyðfirðinga og telur að ferjan Norræna eigi áfram að sigla til Seyðisfjarðar eins og verið hefur um árabil.
Bæjarráð telur einnig, með vísan til margítrekaðra samþykkta SSA um samgöngumál og samgönguöxlana þrjá á Austurlandi, að full samstaða sé innan fjórðungsins um að ferjuhöfn svæðisins hafi verið og verði áfram á Seyðisfirði.
Bæjarráð hvetur til þess að sveitarfélögin á Austurlandi gefi út afdráttarlausar yfirlýsingar í þá veru að þau muni standa saman um að tryggja áframhaldandi siglingar ferju til Íslands frá Evrópu, um Færeyjar til Seyðisfjarðar.
Bæjarráð bendir á að á Seyðisfirði hefur af hálfu ríkis og sveitarfélagsins verið ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar til að taka á móti slíkum ferjusiglingum og að mjög óskynsamlegt verður að telja, að ætla að kasta þeim fjárfestingum fyrir róða.
Af hálfu Fljótsdalshéraðs og annarra sveitarfélaga á Austurlandi hefur margítrekað verið bent á nauðsyn þess að bæta samgöngur við Seyðisfjörð til að nýta betur þá möguleika sem þar er að finna til atvinnusköpunar og samfélagsþróunar Austurlandi öllu til góða.
Að mati bæjarráðs er nauðsynlegt að ríkisvaldið úthluti nú þegar auknu fjármagni til vetrarþjónustu á Fjarðarheiði, og þá með vísan til sérstöðu vegarins sem einu tengingar byggðarlagsins við þjóðvegakerfið, og við einu millilandaferju sem siglir hingað til lands.
Til lengri tíma er nauðsynlegt að ráðist verði í gerð jarðganga undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af gerð nýrra Norðfjarðarganga. Til að svo geti orðið þarf að ráðstafa fjármunum til rannsókna þegar á næsta ári og bæjarráð beinir því til fjárveitingarvaldsins að tryggja að svo megi verða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105

Málsnúmer 1311004

Til máls tóku: Páll Sigvaldason sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.12 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.12.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Snjóhreinsun í dreifbýli

Málsnúmer 201301025

Í vinnslu.

2.2.Aðalfundur SSA 2013 - ályktanir

Málsnúmer 201308064

Lagt fram til kynningar.

2.3.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lagt fram til kynningar.

2.4.Fundargerð 112. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201310121

Lagt fram til kynningar.

2.5.Þuríðarstaðir, efnistökunáma

Málsnúmer 200811023

Í vinnslu.

2.6.Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.

Málsnúmer 201310137

Í vinnslu.

2.7.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201310136

Í vinnslu.

2.8.Endurnýjun á stofnlögn hitaveitu

Málsnúmer 201310088

Erindi dagsett 21.10.2013 þar sem Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri HEF ehf. vekur athygli á fyrirhugaðri endurnýjun á stofnlögn hitaveitunnar frá Lagarbraut að Smiðjuseli í Fellabæ. HEF óskar eftir samvinnu sveitarfélagsins, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram þjóðveginum samhliða framkvæmd við endurnýjun á stofnlögninni. Fyrir liggur teikning sem sýnir staðsetningu stofnlagnarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni áður en sótt verður um fjármagn til Vegagerðarinnar í fyrirhugaðan göngustíg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.9.Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús

Málsnúmer 201310129

Erindi dagsett 28.10.2013 þar sem Kristján M. Magnússon kt.070572-4279 og Einar Kr. Eysteinsson kt.250981-4149 sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Stóra-Steinsvaðs, samkvæmt framlögðum teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.10.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og samþykkir að þær skógræktarframkvæmdir sem ekki falla umfangs vegna sjálfkrafa undir mat á umhverfisáhrifum, skuli tilkynntar til sveitarfélagsins, sem tekur afstöðu til þess hvort þörf er á sérstöku framkvæmdaleyfi vegna þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.11.Krepputunga, umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)

Málsnúmer 201310079

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Páll Þórhallsson fyrir hönd forsætisráðherra, sækir um stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Fyrir liggur Landspildublað - Krepputunga - Fljótsdalshérað dags.01.10.2013 kort nr. SV6-KRP.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta stofna fasteignina í þjóðskrá.

Samþykkt með 8 atkv með handauppréttingu, en einn situr hjá (GJ)

2.12.Laufás, umsókn um botnlangagötu

Málsnúmer 201209078

Fyrir liggur tillaga um snúningshaus í suðurenda Laufáss, ásamt kostnaðaráætlun. Málið var áður á dagskrá 9.1.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn framlagðri tillögu og felur starfsmönnum nefndarinnar að finna ódýrari lausn á málinu.

Samþykkt með 8 atkv með handauppréttingu, en einn situr hjá (GJ)

2.13.Bláskógar 11, beiðni um breytingar á lóðarmörkum

Málsnúmer 201311022

Erindi í tölvupósti dagsett 31.10.2013 þar sem Fjóla Egedía Sverrisdóttir kt.040158-2009 óskar eftir að lóðin Bláskógar 11 verði minnkuð, vegna þess að sveitarfélagið er að nota hluta lóðarinnar sem útivistarsvæði fyrir almenning.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að minka lóðina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að búa til lóðarblað í samráði við lóðarhafa og leggja fyrir fund nefndarinnar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Beiðni um lóðarleigusamninga

Málsnúmer 201311023

Í vinnslu.

2.15.Tjarnarlönd skóli og leikskóli, bílastæði

Málsnúmer 201311026

Lögð er fram tillaga að fyrirkomulagi við sleppistöð við Tjarnarlönd 11 og bílastæði við Leikskólann Tjarnarlöndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.16.Vetrarfærð við Bjarkasel og í Selbrekku

Málsnúmer 201311042

Í vinnslu.

2.17.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 201311043

Í vinnslu.

2.18.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117

Erindi í tölvupósti dagsett 13.11. 2013 þar sem Árni Óðinsson f.h. Landsvirkjunar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins, sem landeiganda að Hóli og Hólshjáleigu, um færslu ósa Lagarfljóts og Jöklu eins og sést á meðfylgjandi loftmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar fagnar bæjarstjórn áformunum og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
Að öðru leyti vísast til bókunar undir lið 1.32.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 193

Málsnúmer 1311005

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.6. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 3.6. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.6 Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.6. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.6 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.6.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201311035

Á fundi fræðslunefndar kynnti Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla málið, en umtalsverð forföll hafa verið og eru fyrirséð á þessu ári. Sigurlaug minnir jafnframt á að ekki er kennari á skólabókasafni. Hún óskar eftir heimild til að ráða í 80-100% starf til viðbótar við þá fjárhagsáætlun sem er í vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar ráðningar, en skoðað verði þegar líður á vorönn 2014 hvort þessi viðbót kalli á viðbótarfjárþörf á árinu 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Lögð fram til kynningar.

3.3.Grunnskólar - kostnaðarþróun 2006-2014

Málsnúmer 201311038

Lagt fram til kynningar.

3.4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Lagt fram til kynningar.

3.5.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Lagt fram til kynningar.

3.6.Málefni félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201311030

Á fundi fræðslunefndar kynnti Stefanía Malen Stefánsdóttir tillögu að breytingu á skipulagi félagsmiðstöðva. Hún leggur til að starfrækt verði ein félagsmiðstöð á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur fræðslunefnd að taka málið til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201311032

Lagt fram til kynningar.

3.8.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032

Lagt fram til kynningar.

3.9.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Lagt fram til kynningar.

3.10.Ráðning skólastjóra Leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201311036

Lagt fram til kynningar.

3.11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

4.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51

Málsnúmer 1311002

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 4.1 og bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.1 og svaraði fyrirspurn og lið 4.18. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.1, 4.18, 4.20 og 4.21 og Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 4.18 og 4.20.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Verkefnastjóri sviðslista

Málsnúmer 201205049

Fyrir liggur að ráðningasamningur við verkefnisstjóra sviðslista hjá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs rennur úr um áramótin. Núverandi verkefnisstjóri sviðslista hefur jafnframt ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi starfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar felur bæjarstjórn forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, í samstarfi við menningar- og íþróttafulltrúa, að auglýsa 50% starf verkefnisstjóra sviðslista laust til umsóknar frá og með næstu áramótum. Það verði gert að því gefnu að áfram komi fjármagn til menningarmiðstöðvarinnar í gegnum menningarsamning ríkis og sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Lagt fram til kynningar.

4.3.Beiðni um styrk fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310131

Beiðnin er frá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands.

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

4.4.Beiðni um styrk vegna framkvæmda við Tungubúð

Málsnúmer 201310040

Fyrir liggur bréf frá sóknarnefnd Kirkjubæjarsóknar, dagsett 7. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk til að fjármagna viðhald á félagsheimilinu Tungubúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 40.000, á þeim forsendum að ungmennafélag og kvenfélag sveitarinnar eru aðilar að rekstri hússins. Styrkurinn takist af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Húsnæðismál Skátafélags Héraðsbúa

Málsnúmer 201310037

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest, en málið er að öðru leyti í vinnslu.

4.6.Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

Málsnúmer 201305167

Í vinnslu.

4.7.Skíðafélagið í Stafdal - ósk um afnot af íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201310013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. október 2013, frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, f.h. Skíðafélagsins í Stafdal, um afnot af íþróttahúsum sveitarfélagsins fyrir iðkendur skíðafélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja skíðafélagið með afnotum af sal í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar allt að 32 tímum á starfsári skíðafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Snorraverkefnið / beiðni um stuðning við verkefnið árið 2014

Málsnúmer 201311020

Fyrir liggur umsókn frá Snorrasjóði, dagsett 4. nóvember 2013, með ósk um styrk til Snorraverkefnis. Verkefnið gerir m.a. ráð fyrir móttöku og starfsþjálfun einstaklings af íslenskum ættum frá Norður-Ameríku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja Snorraverkefnið með kr. 50.000 framlagi árið 2014 og að taka við einstaklingi af íslenskum ættum frá Norður-Ameríku í starfsþjálfun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Ósk um endurskoðun á samningi við Hött rekstrarfélag

Málsnúmer 201311004

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. nóvember 2013, undirritaður af Óttari Ármannssyni f.h. Hattar rekstrarfélags, þar sem óskað er eftir hækkun á upphæð samnings HR og Fljótsdalshéraðs, frá desember 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og telur sér ekki fært að verða við erindinu vegna þess hve það kemur seint og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar er lokið. Bæjarstjórn felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að ræða við formann Hattar rekstrarfélags um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2013-2019 fyrir Safnahúsið

Málsnúmer 201311017

Fyrir liggur fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Safnahússins á Egilsstöðum fyrir árin 2013-2019. Áætlunin hefur verið tekin fyrir af stjórnum Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Menningar- og íþróttanefnd er stjórn Bókasafns Héraðsbúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og fagnar áætluninni. Viðhald safnahússins hefur lengi verið vanrækt af eigendum hússins, sem eru byggðasamlög stofnuð af sveitarfélögum á Austurlandi. Lögð er áhersla á að viðhald safnahússins verði í samræmi við áætlunina svo söfnin nái að standast þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Fundargerð Minjasafns Austurlands, 11.október 2013

Málsnúmer 201310056

Málið er í vinnslu.

4.12.Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs: Ósk um endurnýjun samnings

Málsnúmer 201310038

Í vinnslu.

4.13.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka

Málsnúmer 201111151

Fyrir liggja drög að samningi milli Skíðafélagsins í Stafdal annars vegar og Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hins vegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við bæjarráð, að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015

Í vinnslu.

4.15.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309072

Í vinnslu.

4.16.Styrktarsjóður EBÍ 2013

Málsnúmer 201306056

Fyrir liggur að sveitarfélagið hefur fengið styrk frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til hönnunar og undirbúnings sýningar með áherslu á Lagarfljótsorminn og umhverfi hans. Sveitarfélagið hefur jafnframt fengið styrk frá Alcoa til sama verkefnis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar umræddum styrkjum og felur menningar- og íþróttanefnd og starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram, með tilliti til þess fjármagns sem til staðar er í verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17.Umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201310089

Í vinnslu.

4.18.Úttekt á framkvæmd menningarsamninga 2011-2013

Málsnúmer 201310114

Fyrir liggur til kynningar úttekt á framkvæmd menningarsamninga ríkisins og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins árin 2011-2013.

Í úttektinni kemur fram að framkvæmd menningarsamningsins á Austurlandi fær hæstu einkunn allra landshlutabundinna menningarsamninga, eða alls 93%. Í samantekt matsins segir m.a.: "Ekki kemur á óvart að það svæði sem býr yfir mestri reynslu og þekkingu nái hæstu einkunn í samræmdu mati ráðgjafa. Austurland er þroskaðasta svæðið og hefur náð lengst í að þróa og útfæra sín verkefni."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og fagnar þessari niðurstöðu og er sammála því sem fram kemur í matinu um ágæti menningarsamningsins á Austurlandi og samstarfs sveitarfélaganna um þau mál.
Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að menningarsamningurinn verði endurnýjaður og fjármagn til hans ekki skert að hálfu ríkisins, heldur fremur aukið í ljósi þess árangurs sem hann hefur skilað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.19.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Í vinnslu.

4.20.Ormsteiti 2013

Málsnúmer 201308067

Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013. Um er að ræða 600 þúsund krónur

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á að framkvæmd Ormsteitis árið 2014 verði í samræmi við það fjármagn sem hátíðin fær í styrki og tekjur.
Varðandi ósk um viðbótarfjármagn samþykkir bæjarstjórn að vísa þeirri beiðni til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.21.Málefni Reiðhallar

Málsnúmer 201309112

Lagt fram til kynningar.

5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 37

Málsnúmer 1311008

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Kynning á samþykktum ungmennaráðs

Málsnúmer 201311048

Lagt fram til kynningar.

5.2.Kosning formanns og varaformanns

Málsnúmer 201311049

Fram kemur í fundagerðinni að Stefán Berg Ragnarsson hafi verið kosinn sem formaður ungmennaráðs og Sigríður Hlíðkvist G. Kröyer varaformaður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar formanni og varaformanni til hamingju með hlutverk sín og vonast eftir góðu og gagnlegu samstarfi við ungmennaráð á nýju starfsári þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Tímasetning funda og fyrirkomulag

Málsnúmer 201311050

Lagt fram til kynningar.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201309109

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti viðauka nr. 1 til 18 við fjárhagsáætlun 2013, sem eru breytingar frá gildandi fjárhagsáætlun ársins. Gunnar Jónsson ræddi gerð viðaukans.


Viðaukarnir eru sem hér segir:

1.. 21-65. Árshátíð starfsfólks 4.000.000
2.. 04-41 Fræðasetur H.Í -3.000.000
3.. 00-10 Tekjujöfnunarframlag 14.263.000
3.. 00-10 Framlag v. fasteignask. -7.132.000
3.. 00-10 Framlag v. sérþarfa -1.930.000
3.. 00-10 Útgjaldajöfnunarframlag -1.401.000
3.. 02-18 Framlag v. húsl.bóta Jöfn. -3.800.000
4.. 02-50 Sam. kostn. málefna fatl. 8.162.000
4.. 02-52 Frekari liðveisla fatl. 3.400.000
4.. 00-10 Skólaskr. málefni fatl. -11.562.000
5.. 07-01 Ágóðahlutdeild E.B.Í. -1.108.500
6.. 04-59 Tónl.nám í öðru sv.fél. 250.000
7.. 04-25 Hallormsst.sk. v. veikinda 2.880.000
8.. 04-15 Tjarnarskógur v. veikinda 5.087.000
9.. 04-21 Egilsstaðask. v. veikinda 7.385.000
10.. 54-90 Söluhagnaður br. í Ásgarði -5.280.000
11.. 54-90 Lán til Sláturfélags Al. 1.500.000
12.. 54-xx Atvinnum.sj. kynningarefni 1.250.000
13.. 54-xx Atvinnum.sj. Drekasvæði 1.000.000
14.. 54-xx Atvinnum.sj. nf.hlf.Reiðh. 12.000.000

Mismunur tekna og gjalda til lækkunar á handbæru fé kr. 25.963.500

15.. 55-xx Atvinnum.sj. k.hl.fé.Barra 5.000.000
16.. 55-xx Atvinnum.sj. hlutafj.Vís.g. -5.000.000
17.. 55-xx Atvinnum.sj. sala hlf.Ásg. -21.120.000
18.. 32-xx Eignasj. aukn. gatnag.tekn. -4.843.500

Mismunur eignabreytinga til hækkunar á handbæru fé kr. -25.963.500

Heildarmismunur í breytingu á handbæru fé 0

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framangreinda viðauka við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014 og þriggja ára áætlun áranna 2015 - 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Aðrir sem til máls tóku undir þessum dagskrárlið voru í þessari röð: Karl Lauritzson, Sigrún Blöndal, Björn Ingimarsson, Stefán Bogi Sveinsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2014 eru eftirfarandi:

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 1.719.215.000
Framlög Jöfnunarsjóðs 849.017.000
Aðrar tekjur 486.144.000
Samtals 3.054.376.000

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld -1.509.301.000 Annar rekstrarkostnaður -1.012.179.000
Samtals -2.521.480.000

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 532.897.000

Afskriftir - 173.497.000
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -309.298.000

Rekstrarniðurstaða, jákvæð 50.101.000


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Handbært fé frá rekstri 353.472.000
Fjárfestingarhreyfingar -78.804.000
Tekin ný langtímalán 50.000.000
Afborganir lána -312.633.000
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -16.773.000

Handbært fé í árslok 19.623.000SAMANTEKINN A- og B HLUTI

(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Dvalarheimili, Félagslegar íbúðir, , Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands )

Tekjur:
Skatttekjur 1.719.215.000
Framlög Jöfnunarsjóðs 849.017.000
Aðrar tekjur 845.494.000
Samtals 3.413.726.000

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld -1.571.372.000 Annar rekstrar kostnaður -1.073.947.000
Samtals -2.645.319.000

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 768.407.000

Afskriftir - 271.178.000
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -397.177.000

Rekstrarniðurstaða, jákvæð 100.083.000Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Handbært fé frá rekstri 554.409.000
Fjárfestingarhreyfingar -1.249.612.000
Afborganir lána -411.821.000
Lántökur 1.254.750.000

Handbært fé í árslok 125.413.000


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun 2015 til 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2014 - 2016.

A - Hluti: (í þús. kr.)
2015 2016 2017

Rekstartekjur samtals 3.160.080 3.268.641 3.387.988

Laun og launatengd gjöld -1.553.578 -1.600.180 -1.648.190
Annar rekstarkostnaður -1.044.509 -1.065.796 -1.116.253

Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta
561.993 602.660 623.545

Afskriftir -175.972 -178.634 -181.422
Fjármagnsliðir -283.181 -264.099 -246.907

Rekstarniðurstaða jákvæð 102.840 159.926 195.217

Handbært fá frá rekstri 384.887 441.004 475.065
Fjárfestingarhreyfingar -89.033 -94.687 -138.985
Fjármögnunarhreyfingar -305.019 -318.701 -328.844

Handbært fé í árslok
10.458 38.073 45.310


Samstæða A- og B - Hluta: (í þús. kr.)
2015 2016 2017

Rekstartekjur samtals 3.615.270 3.734.962 3.867.418

Laun og launatengd gjöld -1.617.533 -1.666.047 -1.716.017
Annar rekstarkostnaður -1.109.893 -1.132.251 -1.185.535

Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta
887.844 936.664 965.866

Afskriftir -314.601 -320.124 -325.699
Fjármagnsliðir -461.394 -434.726 -415.479

Rekstarniðurstaða jákvæð 111.849 181.814 224.688

Handbært fá frá rekstri 590.995 657.983 701.016
Fjárfestingarhreyfingar -198.787 -164.569 -278.037
Fjármögnunarhreyfingar -399.604 -459.665 393.303

Handbært fé í árslok 118.017 151.766 181.443
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða þriggja ára áætlun fyrir árin 2015 - 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Álagningarprósentur útsvars fyrir árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að halda álagningarhlutfalli útsvars 2014 óbreyttu frá fyrra ári, eða 14,48%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Leyfi bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201204131

Tekið fyrir erindi Stefáns Boga Sveinssonar forseta bæjarstjórnar, þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi (fæðingarorlofi) frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði í tvo mánuði, frá 1. desember að telja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir erindi Stefáns Boga og jafnframt að varamenn hans í bæjarstjórn og bæjarráði taki sæti hans þar. Gunnhildur Ingvarsdóttir í bæjarstjórn og Eyrún Arnardóttir í bæjarráði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Eyrún Arnardóttir taki við embætti forseta bæjarstjórnar þessa tvo mánuði sem Stefán Bogi verður í fríi. Sigrún Harðardóttir og Sigrún Blöndal munu áfram sinna embætti fyrsta og annars varaforseta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.