Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

Málsnúmer 201305167

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 48. fundur - 28.05.2013

Fyrir liggur bréf dagsett 16. maí 2013, undirritað af Bjarna Þór Haraldssyni f.h. Skotfélags Austurlands, vegna beiðni um styrk til bogfimiæfinga félagsmanna í íþróttahúsinu í Fellabæ.

Menningar- og íþróttanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um iðkendafjölda og aldursdreifingu þeirra áður en endanleg afgreiðsla fer fram. Málið tekið fyrir þegar upplýsingar hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





































































Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur bréf dagsett 16. maí 2013, undirritað af Bjarna Þór Haraldssyni f.h. Skotfélags Austurlands, vegna beiðni um styrk til bogfimiæfinga félagsmanna í íþróttahúsinu í Fellabæ.

Menningar- og íþróttanefnd tekur vel í erindið en felur starfsmanni að funda með fulltrúa félagsins til að fá betri upplýsingar um aldursdreifingu iðkenda. Formanni og starfsmanni falið að ganga frá málinu í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Málið hefur verið afgreitt sbr. afgreiðsla nefndarinnar 12. nóvember s.l.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Lagt fram til kynningar. Var afgreitt í nóv. 2013.