Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

190. fundur 05. febrúar 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.2.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109

Málsnúmer 1401011Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 2.6, 2.17 og 2.22. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.13. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.13 og 2.17. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 2.17. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.17 og 2.13. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 2.6 og 2.17 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.13.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 127

Málsnúmer 1401010Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

2.2.Egilsstaðir umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201308097Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.3.Eyjólfsstaðaskógur 3,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.4.Stóra Vík, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201312065Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.5.Starfsleyfi fyrir fjölnotahús í Fellabæ

Málsnúmer 201311134Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.6.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofangreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 8.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að greiða fyrir efni í girðingu skv. viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði o.fl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Málsnúmer 201312042Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.8.Miðvangur 6-10, tröppur á lóð

Málsnúmer 201401134Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags. 25.10.2013 þar sem Sveinn Árnason kt. 160940-2399 óskar eftir fyrir hönd áhugsamra, að settar verði tröppur í kantinn norðan við lóðarmörk Miðvangs 6. Algengt er að fólk stytti sér leið niður kantinn, þegar það á leið í Hlymsdali og aðra þjónustu á þessu svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar,en þar kemur fram að þar sem ekki er gert ráð fyrir göngustíg á þessu svæði í deiliskipulagi, þá hafnar skipulags- og mannvirkjanefnd erindinu. Við endurskoðun deiliskipulags fyrir miðbæ Egilsstaða verður hægt að koma með tillögu um göngustíg á umræddu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Eignasjóður viðhald og rekstur

Málsnúmer 201401136Vakta málsnúmer

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

2.10.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401059Vakta málsnúmer

Erindið er í vinnslu.

2.11.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401061Vakta málsnúmer

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

2.12.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401060Vakta málsnúmer

Erindið er í vinnslu.

2.13.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401062Vakta málsnúmer

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Auður Vala Gunnarsdóttir kt. 020171-3839 og Anna Dís Jónsdóttir kt. 160375-4349 óska eftir styrk til tækjakaupa vegna fimleika og að skoðaður verði sá möguleiki að þróa íþróttahúsið í Fellabæ fyrir fimleikana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa, ásamt atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að taka saman upplýsingar um íþróttahúsið í Fellabæ sem valkost fyrir fimleikastarf, með það í huga að salurinn verði stækkaður til samræmis við þarfir til fimleikaiðkunar.
Upplýsingarnar verði svo kynntar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd og menningar- og íþróttanefnd.
Varðandi beiðni um styrk er vísað til liðar 7.1.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (PS)

2.14.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401063Vakta málsnúmer

Erindið er í vinnslu.

2.15.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.16.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, vegna Kröflulínu 3, sem er fyrirhuguð lína frá Kröflu að Fljótsdalsstöð og liggur með Kröflulínu 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.17.Umsókn um að reka heimagistingu

Málsnúmer 201401048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.1.2014 þar sem Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt. 120854-6159, sækir um leyfi til að reka ferðaþjónustu/ heimagistingu í íbúðarhúsi sínu að Skógarseli 18, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Bæjarstjórn beinir því til umsækjanda að sækja ber um leyfi til gistirekstrar annars vegar til sýslumanns og hins vegar til heilbrigðisnefndar Austurlands. Sveitarfélög veita einungis umsögn um slíkar leyfisveitingar og er því erindi umsækjanda vísað frá á þessu stigi, en verður tekið til afgreiðslu er beiðni um umsögn berst frá sýslumanni.
Bæjarstjórn beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að taka til skoðunar skilmála deiliskipulags efri og neðri Selbrekku með það í huga hvort rétt sé að gera breytingar á þeim skilmálum er varða minniháttar atvinnurekstur í hverfunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.18.Fagradalsbraut 25,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15.12.2013 þar sem Einar Ólafsson fyrir hönd Oddfellowhússins á Egilsstöðum, óskar eftir umsögn og leyfi fyrir breytingum á eignarhlutum 0102 og 0103 að Fagradalsbraut 25, Egilsstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.19.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.20.Breytingar á skipulagi landssvæðis

Málsnúmer 201312050Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.21.Finnsstaðir 2, umsókn um stofnun fasteignar

Málsnúmer 201401160Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.11.2013 þar sem Áslaug Grímhildur Hallbjörnsdóttir kt. 130668-4969 og Svanur Hallbjörnsson kt. 240869-5199 óska eftir stofnun fasteignar (lóðar) í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjenda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.22.Eiríksstaðakirkja, endurbætur á kirkjugarði.

Málsnúmer 201108145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20.1.2014 þar sem Sigvaldi H. Ragnarsson f.h. stjórnar Eiríksstaðakirkjugarðs, vísar til fyrra erindis frá 04.08.2011 sem var tekið fyrir á 56. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 31.08.2011.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að greiða fyrir efni í girðingu skv. viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði o.fl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 65

Málsnúmer 1401013Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.2 Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.2 og 3.1. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 3.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1 Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 3.1, 3.2, og 3.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.7 og 3.2. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.1, 3.2 og 3.7. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 3.7 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 3.1 og 3.2.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Styrkvegir 2013

Málsnúmer 201304060Vakta málsnúmer

Styrkvegir 2013
Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar var gerð grein fyrir stöðu styrkvega á framkvæmdarárinu 2013.
Kári Ólason mætti þar á fundinn undir þessum lið.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ljóst er að liðurinn fór nokkuð fram úr áætlun á viðhaldsárinu 2013. Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og ítrekar mikilvægi þess að verk hefjist tímanlega, þannig að hægt sé að klára þau verk er liggja fyrir á styrkvegaáætlun viðkomandi árs. Jafnframt er mikilvægt að halda sig innan útgjaldaramma í þessum framkvæmdum sem öðrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarfulltrúar L- og D-lista leggja áherslu á að áætlanir vegna styrkvegagerðar séu vandaðar, farið sé að lögum og reglum sem um þetta gilda, farið sé eftir þeim bókunum sem Umhverfis- og héraðsnefnd hefur gert
hverju sinni og gerð sé áætlun um þessar framkvæmdir til fleiri ára í senn.
Ekki er ásættanlegt að farið sé í framkvæmdir sem nefndin hefur ekki samþykkt.

3.2.Tjarnarland, urðunarstaður

Málsnúmer 201401127Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að eftirlitsskýrslu frá HAUST, í kjölfar eftirfylgniferðar í Tjarnarland að ósk Umhverfisstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að svara þeim athugasemdum sem koma fram í drögunum þegar úr þeim hefur verið leyst. Einnig leggur bæjarstjórn til að fulltrúi Fljótsdalshéraðs fari í reglubundið eftirlit á urðunarstaðinn.
Bæjarstjórn fer fram á að ekki verði tekið við úrgangi til urðunar nema að fyrir liggi vigtarnóta frá gámaplaninu á Egilsstöðum eða frá Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.4.Geymslusvæði fyrir moltu

Málsnúmer 201401041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.5.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011Vakta málsnúmer

Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 10.12.2013.
Erindi frá Fljótsdalshrepp þar sem lagt er til að breyta afmörkun náttúruminjasvæðisins í Ranaskógi og í Gilsárdal NM 618.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sama sinnis og umhverfis- og héraðsnefnd sem tekur undir með Fljótsdalshreppi og Skógrækt Ríkisins að svæðið, eins og það er markað á korti, verði minnkað til upphaflegrar afmörkunar, þannig að gilið sjálft og eyrar þar fyrir neðan verði áfram á náttúruminjaskrá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd afgreiddi málið á fundi sínum 11. des. sl. og var sömu skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201312034Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og héraðsnefnd taka undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Áréttað er mikilvægi þess að raunhæf og heildstæð langtímastefna þarf að vera til staðar í málaflokknum og hana þarf að vinna í góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Bæjarstjórn samþykkir að vísa starfsáætluninni til kynningar á fundi bæjaarstjórnar.
Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og leggur til að starfsáætlanir nefnda verði gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Starfsleyfi fyrir almenningssalerni í Selskógi

Málsnúmer 201401105Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.9.Stjórnarfundir Náttúrustofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201401081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.10.Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)

Málsnúmer 201312025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.11.Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra

Málsnúmer 201401016Vakta málsnúmer

Vísað í bókun í lið 1.12.

3.12.2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Málsnúmer 201312042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.13.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201308024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.14.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 196

Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún lið 4.6. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.6 og 4.7. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 4.6. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.6. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 4.6 og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 4.6.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Leikskólinn Tjarnarskógur - Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

Málsnúmer 201401144Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.2.Leikskólinn Tjarnarskógur - Ársáætlun 2013-2014

Málsnúmer 201401143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.3.Sumarlokun leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar 2014

Málsnúmer 201401146Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólastjórnenda um að lokað verði vegna sumarleyfa frá og með 14. júlí til 8. ágúst 2014. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að framtíðarskipulag sumarleyfa leikskólanna verði skoðað fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Beiðni um tilflutning á starfsdegi í leikskólanum Hádegishöfða

Málsnúmer 201401148Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.5.Egilsstaðaskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

Málsnúmer 201401145Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.6.Skólahverfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201401149Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd sem sér ekki tilefni til að gera breytingar á skipulagi skólahverfa að svo komnu máli.

Tillagan samþykkt með 6 en 3 sátu hjá (EA, RRI og SBl.)

4.7.Samstarf kennslu á unglingastigi í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201401147Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir reynslu á sameiginlegu námsvali á unglingastigi í Fella- og Egilsstaðaskóla á vorönn 2011.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að skólastjórnendur kanni möguleika á einhvers konar hliðstæðu samstarfi þar sem allir skólarnir eigi kost á þátttöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.9.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 24

Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Skógarsel - starfsemi sumarið 2014

Málsnúmer 201401086Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að sumarlokun leikskólans Skógarsels 2014 verði frá og með 7. júlí til 10. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Skólapúlsinn - nemendakönnun haustið 2013

Málsnúmer 201401085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.Félagsmálanefnd - 124

Málsnúmer 1401006Vakta málsnúmer

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti tillögu.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1305174Vakta málsnúmer

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.2.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2013

Málsnúmer 201401119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.3.Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201401056Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.4.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2013

Málsnúmer 201401120Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.5.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2013

Málsnúmer 201305117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.6.Reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Fljótsdalshéraði 2014

Málsnúmer 201401109Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar um uppfærð matsviðmið staðfest.

6.7.Stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs/ Fjarðabyggðar

Málsnúmer 201110029Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.8.Starfsáætlun Stólpa 2014

Málsnúmer 201401121Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.9.Starfsáætlun Miðvangi 2014

Málsnúmer 201401122Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest

6.10.Starfsáætlun Bláargerði 2014

Málsnúmer 201401154Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.11.Starfsáætlun Hamragerði 2014

Málsnúmer 201401155Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.12.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2014

Málsnúmer 201401126Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa starfsáætlun félagsþjónustunnar til kynningar í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.13.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201401129Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.14.Kvörtun til persónuverndar

Málsnúmer 201311149Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.15.Starfsáætlun Hlymsdalir

Málsnúmer 201401174Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52

Málsnúmer 1401004Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 7.3. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 7.3 og 7.17. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.17. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.17. og bar fram vísunartillögu. Páll Sigvaldason,sem ræddi vísunartillöguna. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi vísunartillöguna. Sigrún Blöndal, sem ræddi vísunartillöguna. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi vísunartillöguna. Gunnar Jónsson, sem dró vísunartillögu sína til baka. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7.17. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.17. Gunnar Jónsson,sem ræddi lið 7.17 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.17.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Beiðni um styrk til tækjakaupa

Málsnúmer 201401022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 14. desember 2013, frá fimleikadeild Hattar, undirritað af Önnu Dís Jónsdóttur, með beiðni um styrk til tækjakaupa, nánar tiltekið stökkgólfi. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 3.2 milljónir.
Undir þessum lið var jafnframt tekið fyrir erindi um sama efni sem barst á "Bæjarstjórnarbekkinn" 14.12. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og leggur til að málinu verði vísað til framkvæmda- og þjónustufulltrúa þar sem málið varðar grunnbúnað til æfinga og keppni í fimleikum, ásamt trambólíni og dansgólfi.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði aftur tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og þar verði afmörkuð fjárhæð til umræddra tækjakaupa, m.a. þar sem þá er fyrirhugað að halda Vormót FSÍ í hópfimleikum á Egilsstöðum og búnaðurinn er forsenda þess að geta æft fyrir mótið og haldið það.
Menningar- og íþróttanefnd mun fara yfir stuðning sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundastarf, s.s. fjárveitingar og aðra aðkomu og leikreglur sem notaðar eru vegna ákvörðunar um stuðning við íþrótta- og tómstundastarf. Stefnt er að því að tillögur liggi fyrir, fyrir lok apríl 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Skógardagurinn mikli 2014

Málsnúmer 201312033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Félagi Skógarbænda á Austurlandi, undirrituð af Birni Ármani Ólafssyni, vegna Skógardagsins mikla árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita styrk að upphæð kr. 150.000, til verkefnisins sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Umsókn um styrk til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Ernu Friðriksdóttur með beiðni um styrk til skíðaþjálfunar í Bandaríkjunum. Erna mun taka þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Sochi í Rússlandi í mars 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita Ernu styrk að upphæð kr. 250.000 sem tekið verði af lið 06.89. Bæjarstjórn óskar Ernu góðs gengis á ólympíuleikunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201310089Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.5.Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

Málsnúmer 201305167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Var afgreitt í nóv. 2013.

7.6.List án landamæra 2014, umsókn um styrk

Málsnúmer 201401114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk, dagsett 15. janúar 2014, frá Þroskahjálp á Austurlandi, um styrk vegna Listar án landamæra 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Húsnæðismál Skátafélags Héraðsbúa

Málsnúmer 201310037Vakta málsnúmer

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

7.8.Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

7.9.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.10.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

Málsnúmer 201306110Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.11.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309072Vakta málsnúmer

Starfsáætlunin verður kynnt og afgreidd undir lið 9 í þessari fundargerð.

7.12.Úttekt á framkvæmd menningarsamninga 2011-2013

Málsnúmer 201310114Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir mikilli ánægju með hversu vel hefur tekist til með framkvæmd menningarsamninga á Austurlandi og hvetur ríkisvaldið til þess að byggja á þeim góða árangri með því að efla samningana enn frekar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

7.13.Greinargerð um viðhald á Safnahúsinu

Málsnúmer 201312037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.14.Hvatning frá 48. sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 201311074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 15. nóvember. Bréfið inniheldur samþykkt frá 48. sambandsþingi UMFÍ þar sem ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt eru hvött til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar tekur bæjarstjórn undir hvatningu UMFÍ og hvetur iðkendur og foreldra og forráðamenn til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og stunda holla hreyfingu.
Þá hvetur bæjarstjórn íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í Lífshlaupi, heilsu og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem hefst 5. febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.15.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6.janúar 2014

Málsnúmer 201401039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.16.Stjórnarfundir Héraðsskjalasafns Austfirðinga haustið 2013

Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.17.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar leggur bæjarstjórn áherslu á að hafist verði handa við framkvæmd verkefnisins samkvæmt áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 39

Málsnúmer 1401012Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Árni Kristinsson, sem ræddi fundargerðina.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Ungmennaþing á Ísafirði 2014

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

8.2.7. bekkur og Nýung

Málsnúmer 201401138Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

8.3.Þrif í íþróttahúsi

Málsnúmer 201401139Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela forstöðumanni íþróttamannvirkja að taka athugasemd ungmennaráðs til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Hálkuvarnir

Málsnúmer 201401140Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur mál sem þetta vera gott dæmi um mikilvægi þess að sjónarmið ungmenna komi fram innan bæjarkerfisins, enda má reikna með að hlutfallslega noti mun fleiri ungmenni umrædda göngustíga en fullorðnir. Bæjarstjórn þakkar því ábendinguna og
vísar málinu til framkvæmda- og þjónustufulltrúa til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Fiskneysla

Málsnúmer 201401141Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2014

Málsnúmer 201401185Vakta málsnúmer

Gunnar Sigbjörnsson formaður atvinnumálanefndar og Páll Sigvaldason formaður menningar- og íþróttanefndar kynntu starfsáætlanir sinna nefnda fyrir bæjarstjórn.
Eftirtaldir tóku til máls undir þessum lið. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Stefán Bogi Sveinsson,
Gunnar Sigbjörnsson, Björn Ingimarsson, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, Karl Lauritzson og Páll Sigvaldason.

Að lokinni kynningu formannanna og umræðum um starfsáætlanir nefndanna var eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar starfsáætlanir atvinnumálanefndar og menningar- og íþróttanefndar fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Athugasemd við afgreiðslu Skipulags- og mannvirkjanefndar

Málsnúmer 201401207Vakta málsnúmer

Vísað er til afgreiðslu bæjarstjórnar í lið 2.17.

11.Gjaldskrár 2014

Málsnúmer 201311075Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir þessum lið: Sigrún Blöndal og Páll Sigvaldason.

Fyrir fundinum lá bréf frá Alþýðusambandi Íslands, dagsett 13. janúar 2014, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að samstaða náist um að halda aftur af verðhækkunum til að halda verðbólgunni niðri.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn því að fallið verði frá fyrirhugaðri 2,5 % hækkun sorphirðu- og sorpförgunargjalda og 3,2% vísitöluhækkun á sorp sem komið er með til söfnunarstöðvar. Sorpgjöld verða því óbreytt frá fyrra ári.
Fjármálastjóra jafnframt falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014, sem tekur mið af þessari breytingu og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.
Umrædd hækkun á sorpgjöldum var eina gjaldskrárhækkunin sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafði lagt til og ákveðið fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248

Málsnúmer 1401007Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann upplýsingafund um markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar sem haldinn var í upphafi bæjarráðsfundar og liði 1.12 og 1.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.10 og 1.12. Árni Kristinsson,sem ræddi liði 1.10 og 1.12. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi liði 1.10 og 1.12. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 1.12. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.10 og 1.12. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.12. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 1.10 og 1.12 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.12.

Fundargerðin staðfest.

12.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

12.2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

12.3.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 95

Málsnúmer 1312008Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

12.4.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

12.5.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna að framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Bæjarstjórn bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.6.Ormsstofa

Málsnúmer 201401042Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

12.7.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073Vakta málsnúmer

Vísað til liðar 9 á dagskránni.

12.8.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201401038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

12.9.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

Málsnúmer 201401046Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.10.Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 201401068Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því að undirritaðir hafa verið samningar um kaup Fljótsdalshéraðs á eignarhlut Héraðsskjalasafnsins í Safnahúsinu og jafnframt langtíma leigusamningur við safnið um leigu þess á aðstöðu í Safnahúsinu. Bæjarstjórn staðfestir umrædda samninga. Með því að eignarhald á húsinu er nú komið á eina hendi, ætti að verða nærtækara og einfaldara að annast allt viðhald og endurbætur á húsnæðinu. Bæjarstjórn leggur áherslu á að á árunum 2014 og 2015 verði unnið að endurbótur á húsnæðinu samkvæmt forgangslista fyrir þær 30 milljónir sem áætlaðar hafa verið til verksins á þessum tveimur árum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.11.Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga

Málsnúmer 201401083Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bréf frá Alþýðusambandi Íslands, dagsett 13. janúar 2014, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.

Afgreitt undir lið 11 í þessari fundargerð.

12.12.Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra

Málsnúmer 201401016Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Alþingi, dagsettur 6. janúar 2014, með umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs lýsir bæjarstjórn stuðningi við þær tillögur sem þar koma fram um að málefni er varða hreindýr verði aftur flutt til hreindýraráðs og starfsemi þess verði þar með efld á Egilsstöðum og Austurlandi. Stjórnun þessara mála hlýtur að byggja mikið á staðbundinni þekkingu og reynslu og því mikilvægt að yfirumsjón þeirra sé sem næst dvalar- og veiðisvæði hreindýranna.

Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SBS, ÁK og RRI)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun Þó ég taki heilshugar undir það meginmarkmið fyrirliggjandi tillögu að færa stjórnsýslu hreindýraveiða hingað heim í hérað, tel ég þá sýn sem sett er fram um að færa stjórnsýslu málaflokksins til Hreindýraráðs vera óraunhæfa og óskynsamlega. Málið hefur verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar SSA og reikna ég með að þaðan muni koma betur útfærðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag hreindýraumsýslu hér í fjórðungnum. Ég kýs því að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls nú.

Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir tóku einnig undir ofangreinda bókun.

12.13.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023Vakta málsnúmer

Lagt fram.

Fundi slitið.