Umsókn um að reka heimagistingu

Málsnúmer 201401048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109. fundur - 22.01.2014

Erindi dagsett 9.1.2014 þar sem Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt. 120854-6159, sækir um leyfi til að reka ferðaþjónustu/ heimagistingu í íbúðarhúsi sínu að Skógarseli 18 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að afla þarf tilskilinna leyfa fyrir starfseminni.

Já sögðu 3 (JG, SR og ÁK) tveir sátu hjá (HJ og ÞH).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Erindi dagsett 9.1.2014 þar sem Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt. 120854-6159, sækir um leyfi til að reka ferðaþjónustu/ heimagistingu í íbúðarhúsi sínu að Skógarseli 18, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Bæjarstjórn beinir því til umsækjanda að sækja ber um leyfi til gistirekstrar annars vegar til sýslumanns og hins vegar til heilbrigðisnefndar Austurlands. Sveitarfélög veita einungis umsögn um slíkar leyfisveitingar og er því erindi umsækjanda vísað frá á þessu stigi, en verður tekið til afgreiðslu er beiðni um umsögn berst frá sýslumanni.
Bæjarstjórn beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að taka til skoðunar skilmála deiliskipulags efri og neðri Selbrekku með það í huga hvort rétt sé að gera breytingar á þeim skilmálum er varða minniháttar atvinnurekstur í hverfunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.