Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

109. fundur 22. janúar 2014 kl. 17:00 - 20:35 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru "Finnsstaðir 2, umsókn um stofnun fasteignar" og "Eiríksstaðakirkja,endurbætur á kirkjugarði" verða þeir liðir númer 18 og 19 í dagskránni.

1.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401060

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Ásta Sigríður Sigurðardóttir kt. 021057-2669 spyr um fyrirkomulag við mokstur og söndun í Skriðdal o.fl. í því sambandi.
Gerð er alvarleg athugasemd við hvernig sandað er á Þjóðvegi 1, einnig að yfirleitt séu menn seinir í vetrarþjónustunni við Skriðdal. Bent er á að það vanti fleiri útskot á vegum þar sem fólk getur stoppað/áningarstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að málið verði tekið upp á fundi sveitarstjórnar og Vegagerðarinnar þann 31.1.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Eiríksstaðakirkja, endurbætur á kirkjugarði.

Málsnúmer 201108145

Erindi dagsett 20.1.2014 þar sem Sigvaldi H. Ragnarsson f.h. stjórnar Eiríksstaðakirkjugarðs, vísar til fyrra erindis frá 04.08.2011 og var tekið fyrir á 56. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 31.08.2011.

Sigvaldi vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að greiða fyrir efni í girðingu skv. Viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði o.fl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Finnsstaðir 2, msókn um stofnun fasteignar

Málsnúmer 201401160

Erindi dagsett 22.11.2013 þar sem Áslaug Grímhildur Hallbjörnsdóttir kt. 130668-4969 og Svanur Hallbjörnsson kt. 240869-5199 óska eftir stofnun fasteignar (lóðar) í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjenda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Breytingar á skipulagi landssvæðis

Málsnúmer 201312050

Erindi dagsett 8.1.2014 þar sem Elsa Björg Reynisdóttir kt. 210365-4009 óskar eftir að landnotkun á landi Mjóaness í Vallahreppi gamla, landnúmer 157549 verði breytt úr landbúnaði í svæði fyrir frístundabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til endurskoðunar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem fram fer eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Til umræðu er endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins á Egilsstöðum. Fyrir liggur tölvupóstur frá Halldóru Hreggviðsdóttur hjá Alta ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að þiggja boð Halldóru um kynningu á fyrirtækinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fagradalsbraut 25,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401133

Erindi dagsett 15.12.2013 þar sem Einar Ólafsson fyrir hönd Oddfellowhússins á Egilsstöðum, óskar eftir umsögn og leyfi fyrir breytingum á eignarhlutum 0102 og 0103 að Fagradalsbraut 25, Egilsstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um að reka heimagistingu

Málsnúmer 201401048

Erindi dagsett 9.1.2014 þar sem Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt. 120854-6159, sækir um leyfi til að reka ferðaþjónustu/ heimagistingu í íbúðarhúsi sínu að Skógarseli 18 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að afla þarf tilskilinna leyfa fyrir starfseminni.

Já sögðu 3 (JG, SR og ÁK) tveir sátu hjá (HJ og ÞH).

8.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, vegna Kröflulínu 3, sem er fyrirhuguð lína frá Kröflu að Fljótsdalsstöð og liggur með Kröflulínu 3.

Sigvaldi vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080

Kynning á stöðu mála um gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. Málið var áður á dagskrá 23.10.2013.

Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401063

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Friðrik Ingvarsson kt. 070447-3209 óskar eftir að athugað verði af hverju er ósamræmi í lóðarstærð, annarsvegar í fasteignaskrá og hinsvegar í lóðarleigusamningi, fyrir Bláskóga 15, eru ekki samhljóða. Einnig óskar hann eftir að frárennsli frá kjallara hússins að Bláskógum 15 verði tengt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa um stærð lóðarinnar.
Nefndin vekur athygli á að málefni fráveitunnar heyra undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401062

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Auður Vala Gunnarsdóttir kt. 020171-3839 og Anna Dís Jónsdóttir kt. 160375-4349 óska eftir stirk til tækjakaupa vegna fimleika og að skoðaður verði sá möguleiki að þróa íþróttahúsið í Fellabæ fyrir fimleikana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að skoða eigi möguleika á að gera íþróttahúsið í Fellabæ að fimleikahúsi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 127

Málsnúmer 1401010

Lögð er fram fundargerð 127. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 15.1.2013. Fundargerðin er í þremur liðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

13.Bæjarstjórnarbekkurin

Málsnúmer 201401061

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Sigurður Jóhannes Jónsson kt. 130768-4749 óskar eftir umræðu um að taka hraðann fyrr niður á (Fagradalsbrautinni) Norðfjarðarveginum og undirgöng undir Borgarfjarðarveg (við strætó.)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að málið verði tekið upp á fundi sveitarstjórnar og Vegagerðarinnar þann 31.1.2014.
Nefndin telur að illmögulegt sé að gera undirgöng á tilgreindu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401059

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Helgi Rúnar Elísson kt. 260956-2729 óskar eftir lítilli lóð til geymslu á búnaði vegna verktakastarfsemi. Ekki hugsuð til byggingar strax.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu um skiptingu á lóðinni nr. 39 við Miðás og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Að öðru leiti er afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Eignasjóður viðhald og rekstur

Málsnúmer 201401136

Lögð er fram áætlun um viðhald og rekstur eignasjóðsins fyrir árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða áætlun.

Já sögðu fjórir (HJ,SR,JG og ÞH) einn sat hjá (ÁK)

16.Miðvangur 6-10, tröppur á lóð

Málsnúmer 201401134

Erindi í tölvupósti dags. 25.10.2013 þar sem Sveinn Árnason kt. 160940-2399 óskar eftir fyrir hönd áhugsamra, að settar verði tröppur í kantinn norðan við lóðarmörk Miðvangs 6. Algengt er að fólk stytti sér leið niður kantinn, þegar það á leið í Hlymsdali og aðra þjónustu á þessu svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er gert ráð fyrir göngustíg á þessu svæði í deiliskipulagi, þá hafnar skipulags- og mannvirkjanefnd erindinu. Við endurskoðun deiliskipulags fyrir miðbæ Egilsstaða verður hægt að koma með tillögu um göngustíg á umræddu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Málsnúmer 201312042

Til umræðu og afgreiðaslu er fundargerð 2. fundar vinnuhóps um þjónustusamfélagið. Um er að ræða þá málaflokka, sem heyra undir skipulags- og mannvirkjanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að eftirfarandi verði tekið upp við Vegagerðina á fundi hennar og sveitarfélagsins þann 31. janúar 2014: Útskot við vegina, sem liggja að Egilsstöðum og Fellabæ, upplýsingaskilti við útskotin og skilti Vegagerðarinnar á planinu við N1.
Þau verkefni sem snúa að skipulagsmálum verði tekin upp við gerð deiliskipulags eða endurskoðun þeirra. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skilgreina þau verkefni og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá 8.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að verða við erindinu og greiða fyrir efni í girðingu skv. Viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði o.fl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Starfsleyfi fyrir fjölnotahús í Fellabæ

Málsnúmer 201311134

Lagt er fram Starfsleyfi fyrir íþróttahús með móttökueldhúsi.
Starfsstöð er Fjölnotahúsið í Fellabæ.

Lagt fram til kynningar.

19.1.Stóra Vík, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201312065

Staðfest

19.2.Eyjólfsstaðaskógur 3,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201111007

Staðfest

19.3.Egilsstaðir umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201308097

Staðfest

Fundi slitið - kl. 20:35.