Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109. fundur - 22.01.2014

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Auður Vala Gunnarsdóttir kt. 020171-3839 og Anna Dís Jónsdóttir kt. 160375-4349 óska eftir stirk til tækjakaupa vegna fimleika og að skoðaður verði sá möguleiki að þróa íþróttahúsið í Fellabæ fyrir fimleikana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að skoða eigi möguleika á að gera íþróttahúsið í Fellabæ að fimleikahúsi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Auður Vala Gunnarsdóttir kt. 020171-3839 og Anna Dís Jónsdóttir kt. 160375-4349 óska eftir styrk til tækjakaupa vegna fimleika og að skoðaður verði sá möguleiki að þróa íþróttahúsið í Fellabæ fyrir fimleikana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa, ásamt atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að taka saman upplýsingar um íþróttahúsið í Fellabæ sem valkost fyrir fimleikastarf, með það í huga að salurinn verði stækkaður til samræmis við þarfir til fimleikaiðkunar.
Upplýsingarnar verði svo kynntar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd og menningar- og íþróttanefnd.
Varðandi beiðni um styrk er vísað til liðar 7.1.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (PS)

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 13.05.2014

Fyrir liggja athugasemdir sem komið var á framfæri við bæjarfulltrúa í viðtalstíma þeirra 10. apríl 2013.

Menningar og íþróttanefnd vísar fyrsta og öðrum lið athugasemda til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þriðji liður athugasemda er í vinnslu sbr. 4. liðar á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Fyrir liggja athugasemdir sem komið var á framfæri við bæjarfulltrúa í viðtalstíma þeirra 10. apríl 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar og íþróttanefndar vísar bæjarstjórn fyrsta og öðrum lið athugasemda til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þriðji liður athugasemda er í vinnslu sbr. 4. lið í fundargerð nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.