Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

55. fundur 13. maí 2014 kl. 16:30 - 21:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Ársskýrsla og ársreikningur Minjasafns Austurlands fyrir 2013

Málsnúmer 201404117

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands frá 11. apríl 2014. auk þess ársreikningur og ársskýrsla fyrir 2013.

2.Starfsskýrslur félaga 2013

Málsnúmer 201405040

Fyrir liggja starfsskýrslur eftirfarandi félaga fyrir 2013 sem eru með samning við sveitarfélagið: Ungmennafélagið Ásinn, Ungmennafélagið Þristurinn, Aksturíþróttaklúbburinn Start, Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, Hesteigendafélagsins Fossgerði.

Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401062

Fyrir liggja athugasemdir sem komið var á framfæri við bæjarfulltrúa í viðtalstíma þeirra 10. apríl 2013.

Menningar og íþróttanefnd vísar fyrsta og öðrum lið athugasemda til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þriðji liður athugasemda er í vinnslu sbr. 4. liðar á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2015

Málsnúmer 201404001

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2015.


Á fundinn undir þessum lið mættu Halldór Waren, Unnur Birna Karlsdóttir, Hreinn Halldórsdóttir og Bára Stefánsdóttir sem gerðu grein fyrir áherslum sínum vegna fjárhagsáætlun 2015 fyrir viðkomandi stofnanir.

Menningar og íþróttanefnd leggur til að fundnar leiðir til að ráða æskulýðs- og tómstundafulltrúa til sveitarfélagsins, jafnvel þvert á málaflokka, til að styrkja faglegt æskulýðs- og tómstundastarf og efla forvarnir innan sveitarfélagsins.

Menningar og íþróttanefnd leggur áherslu á að við gerð viðhalds- og fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir fjármunum úr Eignasjóði til endurnýjunar á búnði í Héraðsþreki. Einnig verði gert ráð fyrir fjármunum til endurnýjunar og viðbótarkaupa á áhöldum fyrir skólastarf. Þá verði gert ráð fyrir fjármunum til viðhalds alls annars búnaðar í íþróttahúsinu, þ.á.m. áhöldum til fimleikaiðkunar.

Drög að fjárhagsáætlun menningar og íþróttanefndar samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Hávaði vegna Alcoa árshátíðar

Málsnúmer 201403076

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi fyrirkomulag skemmtana í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. apríl 2014.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samningur við fimleikadeild Hattar vegna 17. júní

Málsnúmer 201404192

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við fimleikadeild Hattar vegna umsjónar með 17. júní, en gildandi samningur rennur út á þessu ári.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot meistaraflokka og afrekstfólks í íþróttum af Héraðsþreki og sundlaug. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 8. apríl 2014.

Menningar og íþróttanefnd felur starfsmanni að kynna fyrirliggjandi drög að verklagsreglum fyrir Hetti. Þær verði teknar síðan til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Styrkumsókn vegna listsýningar

Málsnúmer 201404106

Fyrir liggur styrkumsókn frá Sögu Unnsteinsdóttur vegna listsýningar í Sláturhúsinu í júní.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð kr. 60.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Styrkur vegna Jasshátíðar Egilsstaða 2014

Málsnúmer 201404127

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að styrkja jasshátíðina um kr. 200.000 sem verði tekið af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um styrk vegna ljóðahátíðar í Kerala

Málsnúmer 201404163

Fyrir liggur styrkumsókn frá Kristian Guttesen vegna þátttöku í alþjóðlegri ljóðahátíð á Indlandi.

Menningar og íþróttanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um styrk vegna menningarvöku í Valaskjálf

Málsnúmer 201404093

Fyrir liggur styrkumsókn frá Menningarsamtökum Héraðsbúa vegna menningarvöku í Valaskjálf í apríl.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um styrk vegna Tónlistarstunda 2014

Málsnúmer 201404087

Fyrir liggur styrkumsókn frá Torvald Gjerde vegna Tónlistarstunda sem fram fara í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju í sumar.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Galtastaðir fram, niðurstöður vinnuhóps

Málsnúmer 201405077

Lögð fram til kynningar niðurstaða starfshóps um Galtastaði fram sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Menningar og íþróttanefnd gerir ekki athugasemdir við niðurstöður starfshópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:00.