Á fundi bæjarstjórnar 19. mars 2014, var mælst til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2015.
Á fundinn undir þessum lið mættu Halldór Waren, Unnur Birna Karlsdóttir, Hreinn Halldórsdóttir og Bára Stefánsdóttir sem gerðu grein fyrir áherslum sínum vegna fjárhagsáætlun 2015 fyrir viðkomandi stofnanir.
Menningar og íþróttanefnd leggur til að fundnar leiðir til að ráða æskulýðs- og tómstundafulltrúa til sveitarfélagsins, jafnvel þvert á málaflokka, til að styrkja faglegt æskulýðs- og tómstundastarf og efla forvarnir innan sveitarfélagsins.
Menningar og íþróttanefnd leggur áherslu á að við gerð viðhalds- og fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir fjármunum úr Eignasjóði til endurnýjunar á búnði í Héraðsþreki. Einnig verði gert ráð fyrir fjármunum til endurnýjunar og viðbótarkaupa á áhöldum fyrir skólastarf. Þá verði gert ráð fyrir fjármunum til viðhalds alls annars búnaðar í íþróttahúsinu, þ.á.m. áhöldum til fimleikaiðkunar.
Drög að fjárhagsáætlun menningar og íþróttanefndar samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málið í vinnslu.