Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

54. fundur 08. apríl 2014 kl. 16:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi
Í upphafi fundar mætti Erna Friðriksdóttir, skíðakona sem nýverið tók þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Sochi og tók við viðurkenningu og styrk frá Fljótsdalshéraði.

1.Eyðibýli á Íslandi/Styrkbeiðni

Málsnúmer 201403053

Fyrir liggur bréf frá Gísla Sverri Árnasyni, f.h. Eyðibýla - áhugamannafélags, dagsett 10. mars 2014, með beiðni um styrk við verkefnið Eyðibýli á Íslandi, og til að mæta hluta kostnaðar rannsakenda í sveitarfélaginu.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 80.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um stuðning við Sumarbúðir við Eiðavatn 2014

Málsnúmer 201403043

Fyrir liggur umsókn frá Þorgeiri Arasyni, héraðspresti Austurlandsprófastdæmis og forstöðumanni KMA, dagsett 10. mars 2014, um styrk til sumarbúastaðastarfs við Eiðavatn.

Menningar- og íþróttanefnd sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um styrk vegna 700IS, 23. - 30. október 2014 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201404035

Fyrir liggur umsókn frá 700IS Hreindýraland, undirrituð af Kristínu Scheving, dagsett 3. apríl 2014, um styrk til hátíðarinnar sem fram fer á Egilsstöðum 23. - 30. október 2014.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hávaði vegna Alcoa árshátíðar

Málsnúmer 201403076

Fyrir liggur frá íbúa í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, kvörtun vegna hávaða á nóttunni meðan á árshátíð Alcoa stendur.

Menningar- og íþróttanefnd beinir því til forstöðumanns íþróttamannvirkja og menningar- og íþróttafulltrúa að gera verklagsreglur varðandi fyrirkomulag skemmtana í íþróttamiðstöðinni, m.a. um leyfilegan hávaða, frágang og tilkynningu til nágranna. Verklagsreglur verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsnæði undir safngripi

Málsnúmer 201403007

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2014, frá Unni Birnu Karlsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands, þar sem annars vegar er óskað eftir afnotum af austurenda braggans, við Sláturhúsið-menningarmiðstöð, undir tiltekna safngripi og hins vegar er óskað eftir að skoðað verði hvort Minjasafnið geti átt þess kost að geyma safngripi í gamla grunnskólahúsinu á Eiðum.

Menningar- og íþróttanefnd er samþykk því að Minjasafn Austurlands fái hluta austurenda braggans sem geymslu undir tiltekna safngripi.

Varðandi afnot af rými í gamla barnaskólanum á Eiðum fyrir muni safnsins felur menningar- og íþróttanefnd starfsmanni nefndarinnar að fara yfir málið með húsráði félagsheimilisins á Eiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Landsmót UMFÍ, 50 ára og eldri árið 2016

Málsnúmer 201403006

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014, þar sem vakin er athygli á því að auglýst hafi verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016.

Lagt fram til kynningar.

7.Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201403005

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014, þar sem vakin er athygli á því að auglýst hafi verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2017.

Jafnframt liggur fyrir bréf frá Ungmenna og íþróttafélagi Austurlands um samstarf og stuðning við UÍA um umsókn um mótið sem haldið verði á Fljótsdalshéraði. Einnig fyljga með tillögur og fleiri gögn frá 64. sambandsþingi UÍA.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að Fljótsdalshérað verði í samstarfi við UÍA um umsókn vegna Unglingalandsmóts árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Ólasyni, dagsettur 31. mars 2014, um gjaldtöku vegna afnota meistaraflokka Hattar í Héraðsþreki. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 21. janúar 2014.

Menningar- og íþróttanefnd felur menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja að undirbúa verklagsreglur um afnot meistaraflokka og afrekstfólks í íþróttum af Héraðsþreki, í samráði við fulltrúa Hattar. Reglurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Menningar- og íþróttanefnd, frávikagreining fyrir 2013

Málsnúmer 201404003

Fyrir liggur frávikagreining fyrir árið 2013, fyrir málaflokkana menning og íþróttir, þar sem gera skal grein fyrir frávikum í fjárhagsáætlun ef einhver eru.

Menningar- og íþróttanefnd lýsir yfir ánægju með niðurstöðu ársreiknings 2013 vegna málaflokka nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2015

Málsnúmer 201404001

Á fundi bæjarstjórnar 19. mars 2014, var mælst til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.

Málið í vinnslu.

11.Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar

Málsnúmer 201309165

Fyrir liggja niðurstöður notendakönnunar fyrir Bókasafn Héraðsbúa sem gerð var mars síðast liðnum.

Í könnuninni kemur m.a. fram almenn ánægja með þjónustu bókasafnsins. Einnig kemur fram að helst er óskað eftir fleiri eintökum af vinsælum bókum, kaffihorni og fleiri hljóðbókum.

12.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 7. mars 2014

Málsnúmer 201403065

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 7. mars 2014.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Næsti fundur fyrirhugaður 13. maí en það er jafnframt síðasti fundur nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:15.