Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Ólasyni, dagsettur 13. janúar 2014, þar sem farið er yfir kostnað meistaraflokka Hattar í knattspyrnu og körfubolta vegna notkunar á þrekæfingaaðstöðu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Menningar og íþróttanefnd beinir málinu til áframhalandi umræðu nefndarinnar þar sem farið verður yfir stuðning sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundastarf, s.s. fjárveitingar og aðra aðkomu og leikreglur sem notaðar eru vegna ákvörðunar um stuðning við íþrótta- og tómstundastarf, sbr. bókun í lið 1 á dagskrá þessar fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 08.04.2014

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Ólasyni, dagsettur 31. mars 2014, um gjaldtöku vegna afnota meistaraflokka Hattar í Héraðsþreki. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 21. janúar 2014.

Menningar- og íþróttanefnd felur menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja að undirbúa verklagsreglur um afnot meistaraflokka og afrekstfólks í íþróttum af Héraðsþreki, í samráði við fulltrúa Hattar. Reglurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 13.05.2014

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot meistaraflokka og afrekstfólks í íþróttum af Héraðsþreki og sundlaug. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 8. apríl 2014.

Menningar og íþróttanefnd felur starfsmanni að kynna fyrirliggjandi drög að verklagsreglum fyrir Hetti. Þær verði teknar síðan til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 1. fundur - 08.07.2014

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot meistaraflokka og afrekstfólks í íþróttum af Héraðsþreki og sundlaug. Málið var síðast á dagskrá menningar- og íþróttanefndar 13. maí 2014. Jafnframt liggur fyrir svar frá formanni Hattar um að félagið geri ekki athugasemdir við drögin.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að verklagsreglum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot meistaraflokka og afreksfólks í íþróttum af Héraðsþreki og sundlaug. Málið var síðast á dagskrá menningar- og íþróttanefndar 13. maí 2014. Jafnframt liggur fyrir svar frá formanni Hattar um að félagið geri ekki athugasemdir við drögin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að verklagsreglum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.