Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

195. fundur 16. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársreikningur 2013

Málsnúmer 201403157

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 til síðari umræðu. Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð. Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Björn Ingimarsson, Árni Kristinsson , Gunnar Jónsson og Karl Lauritzson.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2013 námu 3.260 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.902 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 2.532 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2013 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.376 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 262 millj. og þar af 172 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 454 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 418 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins neikvæð um 57,5 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 64 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 465 millj.kr., þar af 354 millj. kr. í A hluta.
Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 569 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er handbært fé frá rekstri í A hluta um 427 millj. kr.

Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 693 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 278 millj. í A hluta.
Fjármögnunarhreyfingar ársins námu 291 millj. í samstæðu A og B hluta. Lántökur námu 695 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 406 millj. kr. á árinu 2013.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 7.891 millj. kr. í árslok 2013 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.753 millj. kr. í árslok 2013.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 7.935 millj. kr. í árslok 2013 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.759 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 2. apríl sl. Ársreikningurinn var jafnframt sendur Kauphöllinni til birtingar sama dag, fyrir fund bæjarstjórnar.
Með ársreikningum liggja einnig fyrir eftirfarandi gögn.
a) Skýrsla löggiltra endurskoðenda.
b) Sundurliðunarbók fyrir alla sjóði og fyrirtæki samstæðunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að boða til almenns borgarafundar mánudaginn 28. apríl n.k. þar sem ársreikningurinn verður kynntur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 254

Málsnúmer 1404003

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.24 og vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna þess liðar. Samþykkti fundurinn vanhæfi hans samhljóða. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 2.24 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.24 og svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.24. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 2.24. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.24. Björn Ingimarsson sem ræddi lið 2.1. og Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.18.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Á fundi bæjarráðs kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri hugmyndir að endurfjármögnun á eldri lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga. Endurfjármögnunin snýr að því að breyta lánakjörum og lánstíma umræddra lána.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundi bæjarráðs kynntu bæjarstjóri og fjármálastjóri drög að endurskoðaðri aðlögunaráætlun, sem þeir munu síðan leggja fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, eins og um hefur verið rætt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að leggja umrædda áætlun fyrir eftirlitsnefnda.
Í framhaldi af því verði lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og langtímaáætlun endurmetin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

2.3.Ársreikningur 2013

Málsnúmer 201403157

Var afgreiddur undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.4.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 16

Málsnúmer 1403021

Fundargerði staðfest.

2.5.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Í vinnslu.

2.6.Fasteignafélag Iðavalla ehf. - 2

Málsnúmer 1403025

Fundargerðin staðfest.

2.7.Reglur fyrir Fasteignafélag Iðavalla

Málsnúmer 201403174

Lagt fram til kynningar.

2.8.Rafmagnsmál í reiðhöllinni ofl.

Málsnúmer 201403175

Lagt fram til kynningar.

2.9.Önnur mál

Málsnúmer 201403176

Lagt fram til kynningar.

2.10.Fasteignafélag Iðavalla ehf. - 3

Málsnúmer 1404006

Fundargerðin staðfest.

2.11.Reglur fyrir Fasteignafélag Iðavalla

Málsnúmer 201403174

Lagt fram til kynningar.

2.12.Dagleg umsjón reiðhallar

Málsnúmer 201404047

Lagt fram til kynningar.

2.13.Önnur mál

Málsnúmer 201404048

Lagt fram til kynningar.

2.14.Fundargerð 814. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201403154

Í vinnslu.

2.15.Fundargerð stjórnar SSA, nr.5, 2013-2014

Málsnúmer 201404004

Lagt fram til kynningar.

2.16.Aðalfundur Eignarhaldsfélasins fasteignar ehf.2014

Málsnúmer 201403160

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að kanna möguleika á endurfjármögnun á leigusamningum tengdum Fasteign ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti

2.17.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf.v.2013

Málsnúmer 201403184

Lagt fram til kynningar.

2.18.Tilkynning um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli.

Málsnúmer 201403034

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hvetur Vegagerðina og samgönguyfirvöld til að setja fyrirhugaðan veg frá Kárahnjúkavegi við aðgögn 3 og út í Aðalból á samgönguáætlun 2015 - 2026. Verkið verði unnið í samráði við Landsvirkjun, sem samkvæmt samkomulagi um frágang við aðgöngin mun leggja til fjármuni í umrædda vegagerð. Jafnframt hvetur bæjarstjórn til þess að ný brú yfir Jökulsá við bæinn Brú verði einnig sett inn á áætlun að nýju.
Bæjarstjórn bendir á að með því að draga framkvæmdina rýrnar það fjármagn sem til staðar er og ferðamenn og íbúar svæðisins geta þá ekki nýtt sér þessa fyrirhuguðu samgöngubót.

Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þá afstöðu sína, gangvart fyrirhugaðri lokun N1 á eldsneytisafgreiðslu á Aðalbóli, að sú afgreiðsla er og verður mikilvæg þjónusta fyrir íbúa og vegfarendur svæðisins, ekki síst þegar umrædd vegtenging verður komin í notkun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.19.Samningur vegna Tjaldsvæðis

Málsnúmer 201404021

Lögð fram drög að samningi um rekstur tjaldstæðisins á Egilsstöðum árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.20.Lyngás 12, breyting á húsnæði

Málsnúmer 201310111

Í vinnslu.

2.21.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2013

Málsnúmer 201404022

Lagt fram til kynningar.

2.22.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201403083

Lagt fram til kynningar.

2.23.Samgöngumál

Málsnúmer 201404027

Lagt fram til kynningar.

2.24.Orkumál á Héraði

Málsnúmer 201404026

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála er varða afhendingaröryggi á raforku á Austurlandi. Ljóst er að núverandi staða stendur allri uppbyggingu og rekstri atvinnulífs í fjórðungnum fyrir þrifum. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við áform Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku og hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í þá vinnu og að tryggja fullnægjandi framboð á raforku í landinu.

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkv. 1 sat hjá (RRI) og einn var fjarverandi (SHR)

2.25.Frumvarp til laga um eflingu tónlistarnáms(nám óháð búsetu)

Málsnúmer 201404041

Í vinnslu.

2.26.Innsend erindi

Málsnúmer 201404024

Lagt fram til kynningar.

2.27.Kynningarfundur fyrir sveitarfélög um fjarskiptamál

Málsnúmer 201404060

Í vinnslu.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 114

Málsnúmer 1404009

Til máls tók: Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Í vinnslu.

3.2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 129

Málsnúmer 1404004

Fundargerðin staðfest.

3.3.Beiðni um breytingu á skráningu eldra húsnæðis/Finnsstaðir 1A

Málsnúmer 201404009

Í vinnslu.

3.4.Umsókn um byggingarleyfi/Frístundahús

Málsnúmer 201403055

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.5.Tjarnarbraut 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403038

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403173

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.7.Eldsneytisbirgðatankar Skeljungs/Umsókn vegna breytinga.

Málsnúmer 201404007

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.8.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 201403080

Erindi í tölvupósti dags. 19.3. 2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar vegna breytingar á rekstrarleyfi í fl. II. Umsækjandi er Sámur bóndi ehf. kt. 641269-2369. Starfsstöð er Miðgarður 2, íbúð 303, Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 09. apríl. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlanda 2013

Málsnúmer 201403156

Lögð fram til kynningar.

3.10.Fundargerð 115. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201403177

Lögð fram til kynningar.

3.11.Ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Í vinnslu.

3.12.Umferðaráætlun fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 201404050

Í vinnslu.

3.13.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjór að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við félag byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.14.Umsókn um lagningu vegar

Málsnúmer 201404051

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.15.Eyvindará, breytingar

Málsnúmer 201005101

Í vinnslu.

3.16.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Í vinnslu.

3.17.Sólvangur 7,umsókn um undanþágu með þaklit

Málsnúmer 201404070

Erindi dagsett 7.4. 2014 þar sem Jón Grétar Traustason kt. 090363-4849 f.h. Neskróks kt. 611212-0970, sækir um undanþágu frá skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina Sólvang 7, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.18.Fjárhagsáætlun S og M 2015

Málsnúmer 201404085

Í vinnslu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 200

Málsnúmer 1404005

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 4.4 og Árni Kristinsson sem ræddi lið 4.8.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Frumdrög að fjárhagsáætlun Tjarnarskógar 2015

Málsnúmer 201404049

Í vinnslu.

4.2.Starfsemi félagsmiðstöðvanna janúar - mars 2014

Málsnúmer 201404044

Lagt fram til kynningar.

4.3.Frumdrög að fjárhagsáætlun félagsmiðstöðva 2015

Málsnúmer 201404043

Í vinnslu.

4.4.Umsókn um styrk til tölvukaupa til félagsmiðstöðvanna Nýungar og Afreks.

Málsnúmer 201404040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar nemendaráði félagsmiðstöðvanna erindið og samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins. Styrkveitingin færist á lið 04-09.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Frumdrög að fjárhagsáætlun Fellaskóla 2015

Málsnúmer 201404039

Í vinnslu.

4.6.Frumdrög að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015

Málsnúmer 201404037

Í vinnslu.

4.7.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201404042

Afgreitt af fræðslunefnd.

4.8.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Í fundargerðinni kemur fram að skólaráð leggur ríka áherslu á að lokið verði við frágang skólalóðarinnar við Egilsstaðaskóla og að verkið verði sett á þriggja ára áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

4.9.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Í vinnslu.

4.10.Frumdrög að fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2015

Málsnúmer 201404038

Í vinnslu.

4.11.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálanefnd - 126

Málsnúmer 1403011

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.2.Umsókn um styrk

Málsnúmer 201403071

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

5.3.Hagstofuskýrslur 2013

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

5.4.Samanburður á húsaleigubótum milli áranna 2012 og 2013 Djúpavogur.

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

5.5.Samanburður á húsaleigubótum milli áranna 2012 og 2013 Fljótsdalshreppur

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

5.6.Samstarf um heimaþjónustu og heimahjúkrun 2014

Málsnúmer 0

Drög að samningi um samstarf HSA og Félagsþjónustunnar um heimaþjónustu og heimahjúkrun á Fljótsdalshéraði tekin til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og felur Félagsmálastjóra að ganga frá samningi við HSA um samstarfið sem hefur það markmið að bæta ofangreinda þjónustu við íbúa og auðvelda aðgengi að henni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 201309115

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

5.8.Rekstraráætlun félagsþjónustunnar 2015

Málsnúmer 0

Í vinnslu.

5.9.Dagþjónusta fyrir eldri borgara

Málsnúmer 0

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

5.10.Launaáætlun Félagsþjónustunnar 2014

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

6.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 54

Málsnúmer 1404001

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.5 og 6.7 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 6.5 og 6.7.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Eyðibýli á Íslandi/Styrkbeiðni

Málsnúmer 201403053

Fyrir liggur bréf frá Gísla Sverri Árnasyni, f.h. Eyðibýla - áhugamannafélags, dagsett 10. mars 2014, með beiðni um styrk við verkefnið Eyðibýli á Íslandi, og til að mæta hluta kostnaðar rannsakenda í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 80.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Umsókn um stuðning við Sumarbúðir við Eiðavatn 2014

Málsnúmer 201403043

Afgreiðsla menningar og íþróttanefndar staðfest.

6.3.Umsókn um styrk vegna 700IS, 23. - 30. október 2014 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201404035

Fyrir liggur umsókn frá 700IS Hreindýraland, undirrituð af Kristínu Scheving, dagsett 3. apríl 2014, um styrk til hátíðarinnar sem fram fer á Egilsstöðum 23. - 30. október 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Hávaði vegna Alcoa árshátíðar

Málsnúmer 201403076

Í vinnslu.

6.5.Húsnæði undir safngripi

Málsnúmer 201403007

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2014, frá Unni Birnu Karlsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands, þar sem annars vegar er óskað eftir afnotum af austurenda braggans, við Sláturhúsið-menningarmiðstöð, undir tiltekna safngripi og hins vegar er óskað eftir að skoðað verði hvort Minjasafnið geti átt þess kost að geyma safngripi í gamla grunnskólahúsinu á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að Minjasafn Austurlands fái hluta austurenda braggans sem geymslu undir tiltekna safngripi.
Varðandi afnot af rými í gamla barnaskólanum á Eiðum fyrir muni safnsins felur bæjarstjórn starfsmanni menningar- og íþróttanefndar að fara yfir málið með húsráði félagsheimilisins á Eiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Landsmót UMFÍ, 50 ára og eldri árið 2016

Málsnúmer 201403006

Lagt fram til kynningar.

6.7.Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201403005

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014, þar sem vakin er athygli á því að auglýst hafi verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2017.

Jafnframt liggur fyrir bréf frá Ungmenna- og íþróttafélagi Austurlands um samstarf og stuðning við UÍA um umsókn um mótið sem haldið verði á Fljótsdalshéraði. Einnig fylgja með tillögur og fleiri gögn frá 64. sambandsþingi UÍA.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd samþykkir að Fljótsdalshérað verði í samstarfi við UÍA um umsókn vegna Unglingalandsmóts árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.8.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Í vinnslu.

6.9.Menningar- og íþróttanefnd, frávikagreining fyrir 2013

Málsnúmer 201404003

Lagt fram til kynningar.

6.10.Fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2015

Málsnúmer 201404001

Í vinnslu.

6.11.Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar

Málsnúmer 201309165

Lagt fram til kynningar.

6.12.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 7. mars 2014

Málsnúmer 201403065

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.