Orkumál á Héraði

Málsnúmer 201404026

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 254. fundur - 09.04.2014

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála er varða afhendingaröryggi á raforku á Austurlandi. Ljóst er að núverandi staða stendur allri uppbyggingu og rekstri atvinnulífs í fjórðungnum fyrir þrifum. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við áform Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku og hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í þá vinnu og að tryggja fullnægjandi framboð á raforku í landinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 195. fundur - 16.04.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála er varða afhendingaröryggi á raforku á Austurlandi. Ljóst er að núverandi staða stendur allri uppbyggingu og rekstri atvinnulífs í fjórðungnum fyrir þrifum. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við áform Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku og hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í þá vinnu og að tryggja fullnægjandi framboð á raforku í landinu.

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkv. 1 sat hjá (RRI) og einn var fjarverandi (SHR)