Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

254. fundur 09. apríl 2014 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmislegt talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti hugmyndir að endurfjármögnun á eldri lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga. Endurfjármögnunin snýr að því að breyta lánakjörum og lánstíma umræddra lána.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Björn og Guðlaugur kynntu drög að endurskoðaðri aðlögunaráætlun, sem þeir munu síðan leggja fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, eins og um hefur verið rætt.
Í framhaldi af því verða lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og langtímaáætlun endurmetin.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

3.Ársreikningur 2013

Málsnúmer 201403157

Á fundi bæjarstórnar 2. apríl sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2013 vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 16

Málsnúmer 1403021

Fundargerðin staðfest.

4.1.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Í vinnslu.

5.Fasteignafélag Iðavalla ehf. - 2

Málsnúmer 1403025

Fundargerðin staðfest.

5.1.Reglur fyrir Fasteignafélag Iðavalla

Málsnúmer 201403174

Lagt fram til kynningar.

5.2.Rafmagnsmál í reiðhöllinni ofl.

Málsnúmer 201403175

Lagt fram til kynningar.

5.3.Önnur mál

Málsnúmer 201403176

Lagt fram til kynningar.

6.Fasteignafélag Iðavalla ehf. - 3

Málsnúmer 1404006

Fundargerðin staðfest.

6.1.Reglur fyrir Fasteignafélag Iðavalla

Málsnúmer 201403174

Lagt fram til kynningar.

6.2.Dagleg umsjón reiðhallar

Málsnúmer 201404047

Lagt fram til kynningar.

6.3.Önnur mál

Málsnúmer 201404048

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð 814. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201403154

Í tilefni af lið 6 í fundargerðinni kom fram að á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum. Bæjarráð samþykkir að beina því til Brunavarna á Austurlandi að fara yfir efni frumvarpsins og eftir atvikum að gera umsögn um það.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar SSA, nr.5, 2013-2014

Málsnúmer 201404004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Aðalfundur Eignarhaldsfélasins fasteignar ehf.2014

Málsnúmer 201403160

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að kanna möguleika á endurfjármögnun á leigusamningum tengdum Fasteign ehf.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

10.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf.v.2013

Málsnúmer 201403184

Lagður fram tölvupóstur með fundarboði til hluthafa vegna aðalfundar Gróðrarstöðvar Barra ehf. fyrir rekstrarárið 2013, sem boðaður er fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 20:00.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og Gunnar Jónsson til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tilkynning um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli.

Málsnúmer 201403034

Lagt fram bréf frá N1 hf, dagsett 25. mars 2014, svar við bréfi frá Fljótsdalshéraði dags. 13. mars 2014, varðandi lokun eldsneytisafgreiðslu N1 að Aðalbóli.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun vegna málsins.

12.Samningur vegna Tjaldsvæðis

Málsnúmer 201404021

Lögð fram drög að samningi um rekstur tjaldstæðisins á Egilsstöðum árið 2014.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

13.Lyngás 12, breyting á húsnæði

Málsnúmer 201310111

Í vinnslu.

14.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2013

Málsnúmer 201404022

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dags. 2. apríl 2014, þar sem tilkynnt er um arðgreiðslur Lánasjóðsins fyrir árið 2013 til hluthafa. Hlutur Fljótsdalshéraðs er samkvæmt bréfinu kr. 4.545.168, að frádregnum fjármagnstekjuskatti.

15.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201403083

Kynntur ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Vísindagarðsins fyrir árið 2013.

16.Samgöngumál

Málsnúmer 201404027

Lagt fram fundarboð á kynningarfund um Samgönguáætlun - fjarskiptaáætlun 2015 - 2026, sem boðaður er á Hótel Héraði 10.04. nk.

Rædd staða ýmissa samgöngumála í fjórðungnum. Bæjarfulltrúar hvattir til að mæta á kynningarfundinn og taka þátt í stefnumótun.

17.Orkumál á Héraði

Málsnúmer 201404026

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála er varða afhendingaröryggi á raforku á Austurlandi. Ljóst er að núverandi staða stendur allri uppbyggingu og rekstri atvinnulífs í fjórðungnum fyrir þrifum. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við áform Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku og hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í þá vinnu og að tryggja fullnægjandi framboð á raforku í landinu.

18.Frumvarp til laga um eflingu tónlistarnáms(nám óháð búsetu)

Málsnúmer 201404041

Lagður fram tölvupóstur, dags. 4. apríl 2014, frá Guðjóni Bragasyni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um eflingu tónlistarnáms (nám óháð búsetu)

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fræðslufulltrúa að taka saman umsögn um málið og senda á nefndasvið Alþingis fyrir tilskilinn frest.

19.Innsend erindi

Málsnúmer 201404024

Lagður fram tölvupóstur frá Friðriki Jónssyni, dags. 23. mars 2014.

Bæjarráð sér ekki ástæðu til að endurskoða verklag sveitarfélagsins, enda er það í samræmi við gildandi lög og reglur um dýravernd.

20.Kynningarfundur fyrir sveitarfélög um fjarskiptamál

Málsnúmer 201404060

Lögð fram ýmis gögn og samantekt Kynningarfundar fyrir sveitarfélög um fjarskiptamál, sem haldinn var á vegum Sambandsins 27. mars sl. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt fram umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu og kallað eftir umsögnum og athugasemdum um það.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra og umsjónamanni tölvumála að kynna sér umræðuskjalið og vera í sambandi við fulltrúa Sambands sveitarfélaga um gerð umsagnar.

Fundi slitið.