Kynningarfundur fyrir sveitarfélög um fjarskiptamál

Málsnúmer 201404060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 254. fundur - 09.04.2014

Lögð fram ýmis gögn og samantekt Kynningarfundar fyrir sveitarfélög um fjarskiptamál, sem haldinn var á vegum Sambandsins 27. mars sl. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt fram umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu og kallað eftir umsögnum og athugasemdum um það.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra og umsjónamanni tölvumála að kynna sér umræðuskjalið og vera í sambandi við fulltrúa Sambands sveitarfélaga um gerð umsagnar.