Lyngás 12, breyting á húsnæði

Málsnúmer 201310111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Lagðar fram teikningar og áætlun um breytingar á afgreiðslu að Lyngási 12.

Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Bæjarstjóri fór yfir þau gögn og hugmyndir sem til staðar eru varðandi mögulegar breytingar á afgreiðslu sveitarfélagsina að Lyngási 12.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að láta fullvinna teikningar að áformuðum breytingum til að skila til byggingarfulltrúa og taka saman greinargerð um áhrif breytinganna.