Lagður fram tölvupóstur frá Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, fyrir hönd N1, dags. 6. mars 2014 með tilkynningu um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli.
Bæjarráði hugnast áform fyrirtækisins illa og bendir á að um er að ræða töluvert hagsmunamál fyrir íbúa og hvað varðar þjónustu við ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Eldsneytissala á Aðalbóli hefur verið til mikilla þæginda fyrir ferðamenn og öryggisatriði í sumum tilfellum. Bæjarráð bendir á að þegar vegtenging verður komin frá Kárahnjúkavegi út í Hrafnkelsdal, er líklegt að umferð aukist mikið um veginn við Aðalból.
Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri við fyrirtækið.
Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, fyrir hönd N1, dags. 6. mars 2014 með tilkynningu um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn hugnast áform fyrirtækisins illa og bendir á að um er að ræða töluvert hagsmunamál fyrir íbúa og einnig hvað varðar þjónustu við ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Eldsneytissala á Aðalbóli hefur verið til mikilla þæginda fyrir ferðamenn og öryggisatriði í sumum tilfellum. Bæjarráð bendir á að þegar vegtenging verður komin frá Kárahnjúkavegi út í Hrafnkelsdal, er líklegt að umferð aukist mikið um veginn við Aðalból.
Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri við fyrirtækið.
Lagt fram bréf frá N1 hf, dagsett 25. mars 2014, svar við bréfi frá Fljótsdalshéraði dags. 13. mars 2014, varðandi lokun eldsneytisafgreiðslu N1 að Aðalbóli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn hvetur Vegagerðina og samgönguyfirvöld til að setja fyrirhugaðan veg frá Kárahnjúkavegi við aðgögn 3 og út í Aðalból á samgönguáætlun 2015 - 2026. Verkið verði unnið í samráði við Landsvirkjun, sem samkvæmt samkomulagi um frágang við aðgöngin mun leggja til fjármuni í umrædda vegagerð. Jafnframt hvetur bæjarstjórn til þess að ný brú yfir Jökulsá við bæinn Brú verði einnig sett inn á áætlun að nýju. Bæjarstjórn bendir á að með því að draga framkvæmdina rýrnar það fjármagn sem til staðar er og ferðamenn og íbúar svæðisins geta þá ekki nýtt sér þessa fyrirhuguðu samgöngubót.
Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þá afstöðu sína, gangvart fyrirhugaðri lokun N1 á eldsneytisafgreiðslu á Aðalbóli, að sú afgreiðsla er og verður mikilvæg þjónusta fyrir íbúa og vegfarendur svæðisins, ekki síst þegar umrædd vegtenging verður komin í notkun.
Bæjarráði hugnast áform fyrirtækisins illa og bendir á að um er að ræða töluvert hagsmunamál fyrir íbúa og hvað varðar þjónustu við ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Eldsneytissala á Aðalbóli hefur verið til mikilla þæginda fyrir ferðamenn og öryggisatriði í sumum tilfellum.
Bæjarráð bendir á að þegar vegtenging verður komin frá Kárahnjúkavegi út í Hrafnkelsdal, er líklegt að umferð aukist mikið um veginn við Aðalból.
Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri við fyrirtækið.