Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

193. fundur 19. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
 • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
 • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
 • Árni Kristinsson aðalmaður
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
 • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2014

Málsnúmer 201401185Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar og Esther Kjartansdóttir formaður umhverfis- og héraðsnefndar og kynntu starfsáætlanir sinna nefnda fyrir árið 2014.

Eftirtaldir tóku til máls um starfsáætlanirnar í þessari röð. Sigrún Blöndal, Karl Lauritzson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Gunnar Jónsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Karl Lauritzson og Esther Kjartansdóttir.

Að lokinni kynningu og umfjöllun um áætlanirnar voru formönnum færðar þakkir fyrir kynningarnar og veitt svör við fyrirspurnum. Starfsáætlanirnar svo bornar upp og staðfestar.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251

Málsnúmer 1403001Vakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Undirbúningsvinna við gerð fjárhagsáætlun ársins 2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn mælist til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.

Önnur mál sem fjallað var um undir þessum lið eru í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.3.Fundargerð 166. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201402187Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.4.Fundargerð 167. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201403042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.5.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2014

Málsnúmer 201402198Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.6.Fundargerð 813. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201403022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.7.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

Málsnúmer 201401046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.8.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 2014

Málsnúmer 201402004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.9.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning eins og hann liggur nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

Málsnúmer 201402191Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.11.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.2014

Málsnúmer 201402208Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2014, sem haldinn verður fimmtudaginn 27. mars kl. 14:00 á Grand Hótel í Reykjavík.
Fundarboðinu fylgir einnig auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Beiðni um stuðning vegna kaupa á hjartahnoðtæki.

Málsnúmer 201402203Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eiríki Þorra Einarssyni, fyrir hönd Ungmennafélagsins Ássins, varðandi söfnun fyrir hjartahnoðtæki fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Erindinu fylgir beiðni um stuðning við verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið með kr. 100 þúsund kr. og verður fjármagnið tekið af lið 21-21.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Beiðni um kaup á landi

Málsnúmer 201403001Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.14.Flugkort 2014

Málsnúmer 201403008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.15.Tilnefning í fagráð Austurbrúar ses.

Málsnúmer 201403014Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.16.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185Vakta málsnúmer

Skipan þriggja fulltrúa f.h. sveitarfélagsins í þarfagreiningarnefnd vegna menningarhúss var staðfest á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa til viðbótar tvo fulltrúa í nefndina, þá Karl Lauritzson og Pál Sigvaldason.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.17.Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs Austursvæði

Málsnúmer 201102140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.18.Starfshópur vegna Reiðhallar

Málsnúmer 201312017Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Fasteignafélags Iðavalla ehf (áður Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs)
voru Björn Ingimarsson, Óðinn Gunnar Óðinsson og Eyrún Arnardóttir kjörin í stjórn félagsins. Stjórn myndar húsráð reiðhallarinnar ásamt fulltrúum notenda sem stjórnin kallar til hverju sinni. Stjórnin mun vinna samkvæmt þeirri stefnu sem bæjarráð hefur samþykkt um málefni reiðhallarinnar.

2.19.Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 201402063Vakta málsnúmer

Fram kom að núverandi samningur við Motus gildir til febrúar 2015. Einnig að fyrir liggja tilboð og fyrirspurnir frá öðrum innheimtuaðilum svo sem Momentum og Inkasso.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er mjög sátt við samstarfið við Motus og felur fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins með áframhaldandi samstarf í huga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.20.Tilkynning um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli.

Málsnúmer 201403034Vakta málsnúmer

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, fyrir hönd N1, dags. 6. mars 2014 með tilkynningu um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hugnast áform fyrirtækisins illa og bendir á að um er að ræða töluvert hagsmunamál fyrir íbúa og einnig hvað varðar þjónustu við ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Eldsneytissala á Aðalbóli hefur verið til mikilla þæginda fyrir ferðamenn og öryggisatriði í sumum tilfellum.
Bæjarráð bendir á að þegar vegtenging verður komin frá Kárahnjúkavegi út í Hrafnkelsdal, er líklegt að umferð aukist mikið um veginn við Aðalból.

Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri við fyrirtækið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 112

Málsnúmer 1403006Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.11 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.14. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.14. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.14. og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.14

Fundargerðin staðfest.

3.1.Arnhólsstaðir - Starfsleyfi

Málsnúmer 201403013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.2.S og M starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201402085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.3.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að rekstri fjarvarmaveitunnar, fyrir Eiðavelli og Vallnaholt á Eiðum verði hætt.
Ástæða þessarar tillögu er óhagstæður rekstur veitunnar og fyrirsjáanleg viðhaldsþörf.
Bæjarstjórn samþykkir að rekstri veitunnar verði hætt 1. júlí 2015. Fasteignaeigendum sem tengjast veitunni verði tilkynnt um þessa ákvörðun hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.S og M, frávikagreining 2013

Málsnúmer 201403037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.5.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 128

Málsnúmer 1403003Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

3.7.Fagradalsbraut 25,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401133Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.8.Ártröð 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401248Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.9.Selás 14, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403015Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.10.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis/gisting

Málsnúmer 201403016Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags.7.2.2014 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4.mgr.10.gr.laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar. Umsækjandi er Skipalækur ehf. kt.680606-1610. Forsvarsmaður er Þórunn Sigurðardóttir kt.011130-3569. Starfsstöð er Skipalækur.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.
Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 07. mars 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Möðrudalur, umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 201312068Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18.12.2013 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, sækir um byggingarleyfi fyrir veitingaskála á lóð nr. 13 í Möðrudal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Bæjarstjórn ítrekar kröfu nefndarinnar um að tillaga að deiliskipulagi fyrir Möðrudal verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi.

3.12.Finnsstaðasel 1, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201403036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5.3. 2014 þar sem Sigbjörn Sigurðsson kt. 201031-2659 sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv.14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.13.Tjarnarbraut 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403038Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 27.2. 2014 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Óseyrar Ferðaþjónustu kt.430912-0540, sækir um leyfi til að breyta bílskúr að Tjarnarbraut 7 í íbúðarherbergi. Fyrir liggur grunnteikning af bílskúrnum og húsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
Nefndin bendir á að séð verði fyrir nægum fjölda bílastæða innan lóðar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.14.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

Málsnúmer 201402079Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að leggja til að eftirfarandi setningu verði bætt við skilmála deiliskipulags fyrir efri og neðri Selbrekku, grein 3.12:
"Þó er heimilt að leyfa á skipulagssvæðinu minniháttar atvinnustarfsemi sem hefur takmörkuð sjónræn áhrif og fer samkvæmt skilgreiningu fram á heimili atvinnurekandans, svo sem gisting í flokki I (heimagisting) og starfsemi dagmæðra".
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni í grenndarkynningu, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sem hluti af grenndarkynningunni verði haldinn opinn fundur með íbúum skipulagssvæðisins um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu umsagnar um umsókn um heimagistingu skv. meðfylgjandi erindi, þar til niðurstaða liggur fyrir um mögulega breytingu á skipulagsskilmálum hverfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.15.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401059Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.16.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201403045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2014 þar sem Hilmar Gunnlaugsson, fyrir hönd óstofnaðs félags, óskar eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þannig að svæðið sem afmarkast af rauðu línunni á meðfylgjandi uppdrætti verði í Aðalskipulaginu skilgreint þannig, að það rúmi ylströnd, ferðamannaþjónustu og tengda starfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.17.Kattaplága, ósk um að gerðar verði úrbætur

Málsnúmer 201106033Vakta málsnúmer

Staða mála vegna athugasemda um lausagöngu katta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og samþykkir að gert verði átak í því að fækka villiköttum í þéttbýlinu. Bæjarstjórn felur starfsmönnum að láta birta auglýsingu þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 198

Málsnúmer 1403004Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 4.3 og Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 4.3.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.2.PISA 2012

Málsnúmer 201312023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og samþykkir að unnið verði út frá framlögðum tillögum í greinargerð starfshóps um framtíðarskipulag skólastarfs á Hallormsstað. Bæjarstjórn bendir þó á að þau atriði sem snúa að húsnæðismálum þarfnast nánari umfjöllunar í sveitarstjórnunum. Bæjarstjóra falið að heimila skólastjóra Egilsstaðaskóla að undirbúa og ganga frá ráðningu starfsmanna fyrir komandi skólaár vegna umræddra breytinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Drög að uppgjöri vegna fræðslumála 2013

Málsnúmer 201403029Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.5.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.6.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.7.Starfsáætlun fræðslusviðs 2014

Málsnúmer 201403031Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.8.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

5.Félagsmálanefnd - 125

Málsnúmer 1402018Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Sigrún Harðardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 5.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1 Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi lið 5.1. Björn Ingimarsson,sem ræddi lið 5.1. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 5.1. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.1. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 5.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.1

Fundargerðin staðfest.

5.1.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100Vakta málsnúmer

Endurskoðuð jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs var samþykkt á fundi félagsmálanefndarinnar 28. október 2013, en nefndi fer með hlutverk jafnréttisnefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og óskar eftir því að áætlunin verði tekin til umræðu í öðrum nefndum og stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Samanburður á húsaleigubótum milli áranna 2012 og 2013

Málsnúmer 201402185Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.3.Reglur um NPA 2014

Málsnúmer 201402190Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

5.4.Launaáætlun Félagsþjónustunnar f. janúar og febrúar 2014

Málsnúmer 201402192Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.5.Samantekt vinnuhóps vegna stoðþjónustu í skólum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201402186Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.6.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 201309115Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

5.7.Reglur um félagslegt húsnæði 2014

Málsnúmer 201402188Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn drög að breytingum á gildandi reglum félagsmálanefndar um félagslegt húsnæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Skil á samtölublaði fyrir árið 2013

Málsnúmer 201401124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.9.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2013

Málsnúmer 201401119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.